Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2001, Blaðsíða 89

Frjáls verslun - 01.01.2001, Blaðsíða 89
Þessi skemmtilega mynd var tekin í Japan á kreppuárunum og er af starfsfólki Suzuki postulmsverk- smiðjunnar sem Jóhann Olafsson átti viðskipti við. Jóhann J. Olafsson, eigandi Jóhanns Olafssonar & Co, segir frá viðskiptum fóður stns við Japani. Gullfoss á japönsku postulíni Eg veit ekki til þess að neinn íslendingur annar en faðir minn hafi komið til Japan á þessum tíma, árið 1933,“ seg- ir Jóhann J. Ólafsson. „Það var mjög erfitt að ferðast þarna því ferðamennska, eins og hún er í dag, þekktist ekki í landinu á þeim tíma og öll götuskilti voru á japönsku svo það eina sem hann gat gert var að biðja þá Japani sem skildu ensku að skrifa á miða á japönsku hvert hann ætlaði og treysta því svo að leigubílstjórinn rataði. Hann gisti á Imperi- al hótelinu í Tókíó, sem var gamalt og merkilegt hótel, hann- að af bandarískum arkitekt, Frank Lloyd, og ein af fáum byggingum sem stóðst jarðskjálftann mikla 1923, þar sem hún flaut á olíugrunni. Faðir minn keypti meðal annars striga- skó og eldspýtur en þó aðallega postulín, sem var mjög fínt. Þetta var allt mjög ódýrt og setti allt á annan endann hér á krepppuárunum þegar allt ódýrt var vel þegið. Hann gerði til- raun til að kaupa skyrtur líka en það gekk ekki því Japanir miðuðu allt við sjálfa sig og ermarnar voru allt of stuttar. Stærsta fyrirtækið sem við versluðum við var Noritake. Faðir minn fékk þá til að búa til fýrir sig eftirlíkingu af dönsku „gullkörfunni“ úr postulíni en hún olli talsverðum usla hér. Eða, eins og segir í bréfi frá honum sem dagsett er 19. mars 1933: „Þá sagði ég þér frá Rosenfeld í London og verði á mat- arstellum með Noritake merki, sem var á £5 c.i.f. Hamburg, sem er voða okur. Nefndi ekkert um Rosenfeld hér, en þjark- aði um Noritake postulín uns þeir gáfu eftir og hér eftir selja þeir okkur það hiklaust, en heimta að ekki sé selt utan ís- lands. Breiðu bekkirnir eru þeirra sérstaklega sterka hlið. Tók talsvert af matarstellum á verðinu milli Yen 29.50 til Yen 34.0 c.i.f. Hamburg.“ Annað fýrirtæki hét Chikaramasi, það var fyrirtækið sem málaði landslagsmyndir á postulínið að beiðni föður míns. Myndirnar voru Skógarfoss, Gullfoss, Þingvellir og Kötlu- gosið en þessir hlutir eru enn í hávegum hafðir á sumum heimilum og ég veit til þess að Islendingar sem fluttu til út- landa tóku þetta með sér til minningar um gamla landið. Nú hafa margir gleymt því hvaðan þetta kom og víða sagt að það hafi verið „einhver heildsali“ sem hafi látið gera þetta í sam- bandi við Alþingishátíðina 1930, sem er auðvitað ekki rétt því þetta var unnið um og eftir 1933. Næsta fyrirtæki var Nippon Toki Kaisha, sem framleiddi leirvörur, mjög fallegar. Þeir framleiddu einnig vaska og salerni en hættu með tímanum að framleiða leirtau. Við reyndum að flytja inn frá þeim vaskana og salernin en flutningskostnaður var of mikill. Japönsk bollastell Síðast var svo fyrirtæki sem hét Suzuki, sem framleiddi hin hefðbundnu japönsku stell, en af þeim er þessi skemmtilega, gamla mynd sem fylgir greininni. Kaffi- stellin voru með rauðum og svörtum skreytingum og ég man að stellið kostaði 25 krónur, þar sem aftur á móti þau með ís- lensku myndunum kostuðu 75 krónur. Ég man eftir því þeg- ar ég var í sveit á Kelduhólum á Héraði og búinn að vera þar í nokkra mánuði að allt í einu var opnuð lítil stofa, sem var betri stofan, fólki boðið þar inn og þar dregið fram svona 25 krónu stell, sem húsbændurnir höfðu fengið í brúðargjöf 15 árum áður. Við, þ.e. fyrirtækið, hófum viðskipti við Japan aft- ur eftir stríð en öll þau viðskipti voru erfið. Allt var hér háð leyfum og það þurfti að greiða allt fyrirfram eða opna ábyrgð fyrir því sem keypt var. Við hættum svo að flytja inn vörur frá Japan með timanum og aðrir tóku við. 35 Ferðin til Tókýó árið 1933 Fyrst fór Jóhann til Hamborgar og þaðan til New York með línu- skipinu Columbus. Síðan með járnbraut þvertyfir Bandaríkín með viðkomu í Chicago, Detroit og Vancouver. Þá með skipi til Hawaii og Tókýó og loks um Seúl og með Síberíuhraðlestinni þvert yfir Sovétríkin og gegnum Pólland til Hamborgar. Hann mun hafa verið fyrstur íslendinga til að koma á viðskiptum við Japani. Það voru fjölbreyttar vörur sem hann flutti inn frá Japan og enn eru til sums staðar postulínsstell með myndum úr íslenskri náttúru, Þingvallakirkju, Kötlugosi, Skógarfossi, Gullfossi o.s.frv. Einnig flutti hann meðal annars inn fatnað, strigaskó, vinnusloppa og skyrtur. Það var reyndar brösótt að koma þelm út því að ermarnar voru of stuttar, sem lengi vel var þekkt fyrirbæri hjá Asíuklæðskerum. Þessi viðskipti voru endurnýjuð eftir stríð, en fjöruðu smám saman út, fyrst og fremst vegna hins háa flutningskostnaðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.