Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2001, Blaðsíða 40

Frjáls verslun - 01.01.2001, Blaðsíða 40
SAMEINING FYRIRTÆKJfl óvænt fram á fundinum að beiðni Thorarensen lyfla, nokkru fjaðrafoki hjá Austurbakkamönnum. Aður var talið að búið væri að komast að samkomulagi um helstu atriði skipuritsins, en þeir Arni Þór Arnason og Stefán Bjarnason höfðu unnið að gerð þess. Á hinn bóginn lá fyrir snemma í viðræðunum að Bjarni yrði stjórnarformaður og að þeir Árni Þór Árnason og Stefán Bjarna- son yrðu báðir framkvæmdastjórar. Þeim var ætlað að vinna náið saman og undir hvorn um sig áttu ákveðnar deildir að heyra. Þannig átti Stefán t.d. að hafa yíirumsjón með lyfjadeildinni, stærstu deildinni. Efdr því sem næst verður komist var engin breyting orðin á skipan framkvæmdasljóranna í skipuritinu, sem Landsbankinn lagði fram, heldur voru þar komnir nýir kassar sem Austurbakkamenn eru sagðir hafa verið mjög ósáttir við og að á þessum fundi hafi þeir skynjað að það væri rangnefni að tala um samruna íyrirtækjanna heldur lægi í loftinu að um hreina og klára yfirtöku á Austurbakka yrði að ræða og að ekki færi á milli mála að Thorarensen lyf ætluðu sér að stýra ferðinni í krafti meirihluta síns. Sagt er að Austurbakkamenn hafi klórað sér í höfðinu og sagt sem svo að kæmu þeir ekki áformum sínum að í „stjórnarsáttmálanum" hvernig yrði það þá eftir að í hnappheld- una væri komið. Velta má því lýrir sér hvort þetta hafi í raun þurft að koma þeim á óvart því skiptahlutföllin voru skýr og skorinorð, það fór aldrei á milli mála frá upphafi að Thorarensen lyd væru með svo öflugan meirihluta að þeir réðu ferðinni kæmi upp ósætti um strauma og stefnur - og þar sem taka þyrfti af skarið. Ýmis veigamikil mál voru óafgreidd Þótt þarna hafi hlaupið snurða á þráðinn í ástarsambandinu var áfram þráast við að blása lífi í sambandið helgina 6. og 7. janúar og koma viðræðum í íyrri gír, bjarga sambandinu. En allt kom fyrir ekki. Áður en að hinum sögulega fundi kom í húsakynnum Thorarensen lyQa vegna hins nýja skipurits er því haldið fram að steytt hafi á nokkrum málum sem ekki voru til lykta leidd. Fullyrt er við Fijálsa verslun að mesti titringurinn hafi verið vegna þess að Thorarensen lyf vildu halda áfram að reka dótturfélag sitt, Lyijadreifingu, sem sérstakt íyrirtæki, en Austurbakkamenn töldu þess ekki þurfa og voru á móti því. Vænlegra væri að skella Lyfjadreifingu inn í hið samein- aða fyrirtæki til að ná fram sem mestri hagræðingu. Þarna voru rök á móti rökum. Rök Thorarensen lyfja munu hafa verið þau að Lyljadreifing dreifði lyijum fyrir fleiri en Thorarensen lyf og til að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra væri nauðsynlegt að hafa fyr- irtækið aðskilið frá móðurfyrirtækinu. Rök Austurbakka eru sögð hafa verið þau að þetta fyrirkomulag væri of kostnaðarsamt Þess má geta að Thorarensen lyf eiga 87% í Lyijadreifingu og 100% í J.S. Helgasyni. Þá er staðhæft við Frjálsa verslun að fyrr í viðræðunum hafi verið tekist á um tölvumál, þ.e. hvort ráðast ætti í kaup á nýju og dýru tölvukerfi eða nota tölvukerfi sem til væri fyrir hjá Austurbakka og sem Thorarensen lyijum fannst gamal- dags og ekki í stakk búið til að þjóna hinu sameinaða fyrirtæki. Ekki var búið að komast til botns í því máli þegar upp úr slitnaði. Loks er þvi haldið fram að húsnæðismálin hafi svolítið verið að veijast fyrir mönnum í viðræðunum. Austurbakki er nýbúinn að byggja og flyrija inn í nýtt húsnæði við Köllunarklettsveg 2 og Thorarensen lyf eru um þessar mundir að flytja hluta af starfsemi sinni inn í nýtt, stórt og glæsilegt húsnæði við Lyngháls 13. Fyr- irtækið mun síðar á árinu flytja alla starfsemi sína þangað. Frá upphafi viðræðnanna var gengið út frá þvi að Austurbakki flytti upp að Lynghálsi 13. Á hinn bóginn hefur komið fram í ljölmiðl- um að það húsnæði hefði ekki dugað undir alla starfsemina. Engu að síður var það í kortunum að bæði félögin lægju með mikið fé bundið í flárfestingum í húsnæði og að flutningar kæmu einhveiju róti á starfsemina á þessu ári en dæmin sýndu að þessu fylgdi öllu nokkur aukakostnaður sem sjaldnast væri tekinn með í reikninginn. Hins vegar verður að telja það fremur hæpið að húsnæðismál, ein og sér, geti ráðið úrslitum í svona viðræðum; orðið þúfan sem veltir hlassinu. Ólíkur kúltúr og ólik viðhorf eigenda Af þessu má ráða að þarna hafi verið nokkur óafgreidd mál enn uppi á borðinu sem skildu fyrirtækin að í viðræðunum og voru einfaldlega ekki útkljáð. Tek- ist var á um þessi mál í miklu bróðerni. En það þurfti að fara að taka af skarið. I svona málum má ekki dóla of lengi. Hvorugur var neyddur til að ganga upp að altarinu eða gera eitthvað gegn vilja sínum í þessu ástarsambandi fremur en öðrum. Málum lyktaði með því að menn tókust í hendur og hættu við allt saman. Allt búið! Bæði fyrirtækin ályktuðu sem svo að betra væri að doka við heldur en að ana út í eitthvað sem ekki gengi saman. Þegar öllu var á botninn hvolft reyndist kúltúr fyrirtækjanna of ólíkur og eig- endur þeirra með of ólík viðhorf til reksturs. Stóra spurningin í herbúðum beggja fyrirtækja var auðvitað þessi: Til hvers að sam- einast ef hvorki væri búið að kortleggja nýjar tekjur né mikinn sparnað áður en lagt væri af stað í hið sameiginlega ferðalag? Þegar allt kemur til alls snýst sameining fyrirtækja um að tryggja áframhaldandi hagnað en þó fyrst og fremst að auka hann. Við sameiningu þarf verðmæti beggja fyrirtækja að vaxa samkvæmt formúlunni frægu um að „tveir plús tveir verði fimm‘! Eignarhald fyrirtsekjanna ólikt Eignarhald fyrirtækjanna er afar ólíkt. Austurbakki er í eigu um 250 hluthafa, þeirra á meðal eru margir starfsmenn, og hann er skráður á aðallista Verðbréfa- þings. Hann er með ávöxtunarkröfu hlutabréfamarkaðarins sem sinn harða húsbónda. Thorarensen lyf eru gamalgróið Jjölskyldu- fyrirtæki í eigu ijögurra ijölskyldna, þar af þriggja systra sem eiga 90% í fyrirtækinu. En hvað þýðir svo ólikt eignarhald? Jú, við sam- runann þurftí Austurbakki að gæta hag 250 hluthafa á almennum markaði en Thorarensen lyf að gæta hag ijögurra Jjölskyldna. Vissulega fara hagsmunir eigenda beggja fyrirtækja saman, þ.e. þeir vilja auka hagnaðinn, en Thorarensen lyf höfðu ekki sömu svipuna yfir sér í viðræðunum vegna þess að þau eru ekki skráð fyrirtæki á hlutabréfamarkaði. Og á því er munur! Ef Austur- bakki væri ekki skráður á Verðbréfaþingi hefðu þessar viðræður farið fram fyrir luktum dyrum og þær hefðu líklega aldrei komist í fjölmiðla. En það varð að tilkynna þær. Eigendur Thorarensen lyija hefðu með sameiningunni jaihframt stytt sér leið inn á Verð- bréfaþingið í gegnum Austurbakka. Þar með hefði lokað og gam- algróið ijölskyldufyrirtæki breyst í skráð fyrirtæki á markaði með Áður en að hinum sögulega fundi kom í húsakynnum Thorarensen lyfja vegna hins nýja skipurits er því haidið fram að steytt hafi á nokkrum málum sem ekki voru til lykta leidd. Fullyrt er við Frjálsa verslun að mesti titringurinn hafi verið vegna þess að Thorarensen lyf vildu halda áfram að reka dótturfélag sitt, Lyfjadreifingu, sem sérstakt fyrirtæki. 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.