Frjáls verslun - 01.01.2001, Blaðsíða 97
JAPANSKIR DflGflR
Bogi Pálsson, forstjóri P. Samúelssonar:
Prius notar bæði bensín og rafmagn
Japanskir bílar voru ekki algengir hér
á landi fram til 1980,“ segir Bogi
Pálsson, forsljóri Toyota. „Við vor-
um fyrst í stað með útibú frá umboðinu í
Danmörku og framboð á bílum hér réðst
mikið tíl af því hvað tíl var þar. Frá árinu
1980 kom Toyota Hilux fyrst á markað, al-
gerlega ný lína í tjórhjóladrifsbílum sem
áttu eftír að verða gífurlega vinsælir hér á
landi. Einnig kom Toyota fram með fyrsta framhjóladrifna fólks-
bílinn um sama leytí en fram að því höfðu allir fólksbílar verið aft-
urdrifnir. Salan nánast þrefaldaðist og í upphafi níunda áratugar-
ins sáum við fram á að við værum með í höndunum merki sem
við gætum unnið vel úr ef við sinntum því. Þá settum við okkur
það markmið að gera Toyota að þekktasta bílamerki hér á landi
og árið 1988 náðum við þeim áfanga
að vera komnir með flesta bíla í um-
ferð af öllum gerðum. Þó höfðum við
aldrei náð að vera í fyrsta sæti hvað
sölu varðaði eitt einasta ár heldur
hafði salan aukist jafnt og vel ár frá ári.
Frá 1990 og til dagsins í dag höfum
við verið í fyrsta sæti hvað sölu varðar
og höfum talsverða yfirburði séu ein-
stök merki borin saman.“
í fararbroddi Framleiðsla Toyota
hefur einkennst nokkuð af því að
vera leiðandi í þróun. Þegar olíu-
kreppan skall á í upphafi áttunda ára-
tugarins var Toyota í fararbroddi
framleiðenda með að koma með nýj-
ungar í vélum sem smám saman
hafa orsakað minni eyðslu og betri
nýtingu eldsneytis.
„Nú hefur Toyota aftur stigið nýtt
skref í þróuninni með framleiðslu á bíl
sem heitir Prius og hefur verið margverð-
launaður um allan heim,“ segir Bogi.
„Hann er samkvæmt bílatímaritum talinn
raunhæfasta skrefið sem bílaframleiðend-
ur hafa tekið í átt að framleiðslu umhverf-
isvænni bíla. Hann gengur fyrir rafmagni
eða bensíni og ræður því sjálfur hvort
hann notar hveiju sinni eða hvort hann
blandar þvi saman. Hann drepur sjálfur á
sér, t.d. þegar slökkt er á ljósum, og fer í gang aftur þegar stigið
er á bensíngjöfina. Bíllinn endurnýtir alla orku, sem annars fer til
spillis, og breytir orkunni sem til verður við hemlun í raforku sem
hleðst inn á rafgeyma bílsins. Toyota Prius er augljóslega mörg-
um árum á undan öðrum bílategundum hvað varðar þessa þró-
un. Þetta er samt sem áður venjulegur fólksbfll, bæði í sjón og
notkun, en það þarf ekki að hlaða hann
eins og aðra rafmagnsbíla heldur að-
eins taka á hann bensín. Að vísu miklu
sjaldnar en á venjulega bíla.Við hjá
Toyota höfum einnig verið að byggja
upp breytingavinnu á bílum um nokk-
urra ára skeið en það var svar við þörf-
um markaðarins þar sem viðskiptavin-
ir voru að breyta bílum sínum sjálfir.
Við vildum leggja okkar af mörkum tíl
þess að þetta væri vel gert og faglega
unnið og hefúr, að ég held, tekist Þetta
þróunarstarf hefur skilað sér í betri bíl-
um og hefur m.a. leitt tíl þess að við
stofnuðum dótturfyrirtæki í Noregi
sem eingöngu sér um að breyta bílum.
Við höfum einnig haldið námskeið fyr-
ir afrnenning sem áhuga hefur á jepp-
um og ferðalögum um landið þar sem
við kennum fólki að umgangast bílana
og ekki síður landið, þvi það er jafn-
mikilvægt að okkar matí.“ SH
Toyota er sá bíll sem selst hefur mest á
íslandi frá árinu 1990, meb um 20%
markaðshlutdeild. Innflutningur á Toyota
bílum hójst árið 1965 eða fimm árum
áður en P. Samúelsson hófstarfsemi sína.
Efitír Vigdísi Stefánsdóttur
Bogi Pálsson, forstjóri P. Samúelssonar. „Nýi Prius
bíllinn er langt á undan sinni samtíd. “
SÍMINN
Nítsuka
Nitsuko er leiðandi framleiðandi hágæða símkerfa.
Nitsuko símkerfi eru þekkt um allan heim fyrir mikil gæði og
áreiðanleika. Kaupendum Nitsuko símkerfa býðst góð þjónusta og
eftirlit við uppsetningu símkerfanna.
Hið nýstofnaða japanska sendiráð á íslandi valdi Nitsuko símkerfi.
Svar hf. _
Bæjarlind 14-16 _
201 Kópavogur _
Iceland _
Sími/tel. +354 510 6000_
Fax +354 510 600I_
Svar hf. _
Bæjarlind 14-16 _
201 Kópavogur _
Iceland _
Sími/tel. +354 510 6000_
Fax +354 510 6001_
svan)
97