Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2001, Blaðsíða 84

Frjáls verslun - 01.01.2001, Blaðsíða 84
Með Tadashi Kuranari, utanríkisráðherra Jaþans, og Yohihito Tsuchya, forseta efri deildar japanska þingsins. ekki boðanna, hringdi í utanríkisráðherrann, ók með mig þangað í heimsókn og hann tók sér góðan tíma til viðræðna við okkur, svona fyrirvaralaust. Fylgdarmenn okkar báðu mig að hafa ekki hátt um þetta meðan á dvölinni stæði því að það gæti farið illa í ameríska sendiherrann, ef þetta bærist honum til eyrna, en hann væri búinn að bíða tvo daga eftir viðtali við utanríkisráðherrann!" Varðstu var við mikinn áhuga á Islandi í þessari ferð? „Sá áhugi var mikill og fór vaxandi á næstu árum. Islensk-jap- anska félagið þar úti rak mjög öfluga starfsemi og ræktaði kynnin við Island. Sérstaklega færðist mikið líf í þetta kynn- ingarstarf eftir hinar velheppnuðu ferðir Vigdísar forseta þangað. Menn rekur kannski minni til að þá lét japanskur kaupsýslumaður reisa nákvæma eftirlíkingu af húsinu í Höfða og þar hefur farið fram margvísleg starfsemi til efling- ar samskiptum þjóðanna. Eitthvað hefur samt dregið úr kraft- inum í þessari starfsemi síðustu árin. Japanska utanríkisþjónustan beinist náttúrlega fyrst og fremst að því að fylgjast með aðgerðum stórveldanna. Fyrir fund þeirra Reagans og Gorbatsjovs í Höfða kom hingað ijöl- menn sendinefnd háttsettra starfsmanna utanríkisþjónust- unnar og sendi miklar skýrslur heim. Það má segja að þann tíma hafi þeir lagt skrifstofuna hér að verulegu leyti undir sig; þeir voru hér á nóttunni og ég á daginn. Það var líka gaman að tylgjast með vinnubrögðum þeirra, þegar Obuchi, forsætisráðherra þeirra, kom hér í heimsókn í júní 1999 til fundar við norrænu forsætisráðherrana. I för með ráðherranum var aragrúi af fjölmiðlafólki og hann og iýlgdarlið hans ferðuðust um í tveimur Boeing 747 þotum. Mörgum vikum áður komu hingað sendimenn utanríkisþjón- ustunnar, settu upp bækistöð á Hótel Loftleiðum og undir- bjuggu heimsóknina allt til minnstu smáatriða. Þeir eru mjög nákvæmir í öllum sínum vinnubrögðum og lítið gefnir fyrir óvæntar uppákomur.“ Þú átt efitír að sakna þessa starfs? „Eg held að sé óhætt að segja það. Eins og ég sagði hefur það verið erfitt og erilsamt á köflum, en upp úr stendur að ég á margar góðar minningar frá þessum tíma. Það var löngu orðið tímabært að koma samskiptum landanna í betra horf og með stofnun sendiráða í báðum löndum er enginn vafi á því að sam- skiptin eiga eftir að aukast og batna enn og ég verð manna fyrstur til að fagna því.“ 33 ________________JAPANSKIR ÐflGflR Veiðarfæri o Efdr Olaf Hannibalsson Japan reis með undraverðum hraða úr rústum og ósigri í heimsstyrjöldinni síðari. Jafnvel hér, úti við ysta haf, bár- ust fregnir af stórsókn þessarar fjarlægu eyþjóðar Asíu inn á gamalgróna markaði iðnvæddra stórvelda í vestri. Orðrómurinn sagði að Japanir legðu stund á gerð lélegra eftir- líkinga á fjöldaframleiddum vestrænum vörum, ódýrum en endingarlitlum. Með auknu viðskiptafrelsi á viðreisnarárunum fór þó fljótlega svo að íslenskir innflytjendur sáu sér hag í að flytja inn hinar ódýru, japönsku vörur og brátt varð sú alda að holskeflu. Vörur fýrir tugi og hundruð milljóna flæddu inn frá landi hækkandi sólar, en á sama tíma námu innkaup Japana á Islandi ekki nema fáeinum milljónum og stundum aðeins nokkrum þúsundköllum yfir árið. Islensk stjórnvöld vildu gjarnan sjá þennan óhagstæða vöruskiptajöfnuð hverfa úr hag- tölum þjóðarinnar, en þá kom upp sú spurning hvort íslend- ingar ættu eitthvað að selja Japönum, og þá hvað? Baldvin fyrsti ræðismaður Japans í Reykjavík Það var einmitt til að finna svar við þessari spurningu að Baldvin Einarsson, forstjóri Almennra trygginga og ræðismaður Japans í Reykja- vík, og herra Okazaki, ræðismaður Islands í Tokýó, byrjuðu að bera saman bækur sínar árið 1965. Herra Okazaki hafði þá um nokkurra ára skeið selt hingað talsvert af veiðarfærum, nóta- efni, síldarnætur og þorskanet. Þessar viðræður ræðismannanna tveggja leiddu til þess að japanskar viðskiptanefndir fóru að skjóta upp kollinum á Is- landi, þær fýrstu 1966 og árangurinn lét ekki á sér standa. Ut- flutningur til Japans fór úr rúmum átta þúsund krónum 1965 í nálega 21 milljón 1966. Helst var það síldarlýsi, sem Japanir höfðu ágirnd á, en einnig keyptu þeir svolítið af frímerkjum og fleiru smálegu. Þetta hrökk þó skammt til að vega upp á móti þeim 260 milljónum er Islendingar vörðu til vörukaupa frá Jap- an. Því var það að í febrúar 1967 kom herra Okazaki sjálfur til Islands, ekki síst í þvi augnamiði að kanna leiðir til að styrkja viðskiptasamband eylandanna tveggja. I fýlgdarliði ræðismannsins voru sérfræðingar er höfðu það eitt hlutverk að kanna hvort ekki væri eitthvað finnanlegt í framleiðslumynstri Islendinga, sem Japönum þætti akkur í. Ekkert fannst nema loðna. Loðnuhrogn auka náltúru til kvenna Hingað til hafði loðnan eingöngu verið veidd í mjöl og lýsi. En Japanir höfðu ágirnd á kvenloðnunni úttroðinni af hrognum, sem auk þess að þykja lostæti hið mesta átti að auka þeim karlmennskuþrótt og nátt- úru til kvenna. Sá hængur var þó á að íslenska loðnan var mun minni og feitari en kynsystur hennar í Kyrrahafi og á öðrum miðum við Atlantshaf. Við tilraunir til að þurrka hana á hefð- bundinn, japanskan hátt rann úr henni fitan í stað vatns. Töldu því sumir japönsku fulltrúanna, sem hingað voru komnir, að hún væri vonlaus markaðsvara í Japan. Aðrir töldu það þó þess virði að gera tilraun og á fundi með fulltrúum SH í febrúar 1967 bauðst SH til að senda japanska iýrirtækinu Tokyo Maruichi Shoi (TMS) fimm tonn af frystri 84
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.