Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2001, Blaðsíða 60

Frjáls verslun - 01.01.2001, Blaðsíða 60
VEGSflllKI ÞEKKINGflRKLÚBBUR Fræðsluefni um stjórnun Vegsauki þekkingarklúbbur hefur það markmið að auka velgengni viðskiptavina sinna og klúbbfé- laga með því að veita þeim aðgang að fjölbreyttu fræðsluefni um árangur og stjórnun. Khibburinn gefur út bækur, flytur inn sérvaldar stjórnunarbækur, myndbandanámskeið, námskeið á hljóðsnældum og geisladiskum, er með námsstefnur með mörgum af fær- ustu fyrirlesurum heims og býður upp á úrval vandaðra námskeiða á íslensku með íslenskum leiðbeinendum. Klúbburinn fagnaði fimm ára starfsafmæli í fyrra og tók á þeim tímamótum við Brian Tracy umboð- inu á íslandi. Phoenix námskeið Bri- ans Tracy hafa verið kennd hér á landi í rúman áratug við góðan orðstír og hafa hátt í þúsund Islendingar sótt þau. í tilefni af þeim tímamótum fékk Vegsauki Brian Tracy til Islands sl. vor og hélt hann tveggja daga náms- stefnu fyrir fullu húsi í Borgarleikhús- inu auk þess sem hann hélt nokkur styttri námskeið ætluð stjórnendum og sölufólki. Námskeið fyrir konur Vegna fjöida áskorana kemur Brian Tracy aftur til landsins og verður stóra námsstefnan í Borgarleikhúsinu endurtekin og að auki boðið upp á nokkr- ar styttri námsstefnur um nýtt efni, þ.á m. sérstaka kvenna- námsstefnu en Brian er höfundur vinsæls námskeiðs um há- marksárangur fyrir konur (Peak Performance Women). Vegsauki hefur undanfarin ár verið með sérstök hvatningar- námskeið fyrir konur, til viðbótar hefðbundnum námskeiðum klúbbsins, þar sem komið hefur í ljós mikil þörf fyrir sérstök námskeið sem hjálpa konum að nýta tækifæri sín og hámarka árangur sinn um leið og þær taka aukinn þátt í atvinnulífinu og sækja fram í atvinnusköpun. Klúbburinn hefur einnig gefið út nokkrar bækur. Nú síð- ast nýja bók eftir Brian Tracy sem heitir: „Farsæld er ferða- lag“ og endurútgáfu bókar Thomasar Möller: „30 áhrifarík ráð sem bæta tímastjórnun og margfalda árangur.“ Sú bók er mest selda bókin um tímastjórnun á Islandi en hún kom fyrst út árið 1995. Klúbburinn hefur einnig gefið út bókina „50 áhrifarík ráð sem bæta þjónustugæði og auka viðskipta- tryggð“, eftir dr. Paul R. Timm, en sú bók kom íyrst út árið 1995, hefur tvívegis verið endurútgefm og er heildar eintaka- ijöldi nú kominn upp í 10 þúsund eintök. Þekktir fyrirlesarar Vegsauki hefur einnig staðið fyrir komu ijölda virtra og eftirsóttra erlendra fyrirlesara til Islands og hafa þeir haldið námsstefnur á vegum klúbbsins. Dr. Paul R. Timm hefur ver- ið tíður gestur undanfarin ár. Tom Stewart, einn af ritstjórum hins virta bandaríska viðskiptatímarits Fortune, ijallaði um virkjun þekkingar- auðs á námsstefnu sem Vegsauki stóð að vorið 1999. „Við erum að ganga inn í gullöldina, þar sem þekkingarauður- inn verður mikilvægasta auðlindin og einu hömlurnar eru þær sem við sjálf sköpum okkur.“ Vegsauki hefur einnig stuðlað að aukinni þekkingarsköpun um virkjun möguleika Internetsins. Haustið 1999 kom Jim Sterne, einn virtasti fyrirles- ari og fræðimaður heims um Internet- ið, til landsins á vegum klúbbsins. Smiðshöggið að þessari þekkingar- sókn inn í nýja öld voru tvær heim- sóknir Larrys Farrell, fyrrum sam- starfsmanns Tom Peters, til landsins í desember 1999 og í febrúar 2000. Nýtt Brian Tracy námskeið Á næstu misserum býður Vegsauki aukið úrval námskeiða á íslensku með íslenskum leiðbeinendum. Nú þegar eru í boði um það bil 5 mismunandi námskeið þar sem fjallað er um þjónustu, sölu- mál, tímastjórnun o.fl. Næstu mánuði verður hleypt af stokkunum nýju Brian Tracy námskeiði auk þess sem Brian Tracy sjálfur mun verða árlegur gestur og koma með nýjustu ráð, hugmyndir og aðferðir sem allir í at- vinnulífinu, bæði starfsmenn og stjórnendur, geta notað til að auka árangur sinn og fyrirtækja sinna. Klúbburinn flytur einnig inn sérvaldar erlendar bækur um árangur og stjórnun. Nú þegar eru yfir 18 titlar í boði þar sem tekist er á við hin fjölbreytilegustu viðfangsefni. Með Skólann í bílnum Fyrir var klúbburinn umboðsaðili JWA Video á Islandi og býður upp á hátt í 50 stutt og hnitmið- uð myndabandanámskeið sem hægt er að nota til sjálfsnáms eða starfshvatningar. Vegsauki er líka með úrval hljóðnám- skeiða, á snældum og geisladiskum, bæði frá Brian Tracy og öðrum. „Við viljum að fólk breyti bílnum sínum í háskóla á hjólum,“ segir Árni. „Þegar tekinn er saman allur sá tími sem fer í að keyra í og úr vinnu, útréttingar og annað slíkt þá slag- ar sá tími upp í eitt háskólamisseri á hverju einasta ári.“ Starfsemi Vegsauka hefur alltaf tvöfaldast á milli ára, öll árin sem hann hefur verið starfræktur. „Framtíðin krefst nýrra viðmiða - að þegar einn sigri þá sigri allir. Það er raun- veruleiki þekkingarþjóðfélags 21. aldarinnar og hornsteinn- inn að starfi Vegsauka.“Hll „Við erum aðganga inn ígullöld- ina par sem þekkingarauðurinn verður mikilvægasta auðlindin. “ Eftir Vigdísi Stefánsdóttur Árni Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vegsauka: „Þegar tekinn er saman allur sá tími sem fer í að aka í og úr vinnu, útréttingar og annað slíkt þá slagar sá tími uþþ í eitt háskólamisseri á hverju einasta ári. “ 60 „Við viljum að fólk breyti bílnum sínum í háskóla á hjólum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.