Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2001, Blaðsíða 35

Frjáls verslun - 01.01.2001, Blaðsíða 35
Fjölskylda Sigurður er kvæntur Arndísi Björnsdóttur við- skiptafræðingi, fædd 23. maí 1955. Foreldrar hennar eru Björn Jensson, fv. skrifstofustjóri hjá Tryggingu hf., og Elín Oladóttir, fv. kaupmaður og húsmóðir. Sigurður og Arndís kynntust í gegnum sameiginlega vini í ferðaklúbbi og giftu sig fyrir átta árum. Þau eiga tvö börn, Þórunni, 6 ára, og Björn, 3 ára. Menntun Sigurður útskrifaðist stúdent frá Menntaskólan- um við Hamrahlíð 1980 um svipað leyti og faðir hans varð sendiherra í Danmörku. Hann flutti til Kaupmannahafnar, lærði hagfræði við Kaupmannahafnarháskóla og starfaði samhliða námi við Den Danske Bank. Hann lauk prófi í hag- fræði árið 1987. Hann varð löggiltur verðbréfamiðlari á EES svæðinu 1994. Starfsferill Starfaði hjá Den Danske Bank 1982-1988. Varð sérfræðingur hjá Iðnaðarbankanum og seinna íslandsbanka hf. frá því hann flutti til íslands 1988 eða til 1994. Hann tók þá við starfi forstöðumanns Verðbréfasviðs Kaupþings hf. og gegndi því starfi til 1996. Stundakennari við Háskóla íslands 1993-1997. Sigurður var starfandi forstjóri Kaupþings í eitt ár, 1996-1997, og tók svo endanlega við forstjórastarfinu 1997. Persóna Sigurður var hægur og rólegur sem barn en alltaf fast- ur fyrir. Hann er skapgóður maður, hjálpsamur, mikill sáttasemjari í sér og reynist vel sínu fólki. Hann reiðist sjaldan en þegar það ger- ist þá munar um það. Hann er lokaður maður og ekki mjög ræð- inn, vinnusamur, vandvirkur og samviskusamur, beinskeyttur og hreinskilinn. Mikill húmoristí en sýnir það ekki hverjum sem er. Stjórnandi Sigurður er leiðtogi. Hann er harður, óþolinmóður, útsjónarsamur og kröfuharður stjórnandi. Fyrir nánum sam- starfsmönnum er hann skemmtilegur maður sem þægilegt er að vera samvistum við. Hann nýtír starfsmenn sína vel og á auðvelt með að fá fólk til að vinna með sér. Hann gefur forstöðumönnum svigrúm og veitir samstarfsmönnum sínum sjálfstæði og ábyrgð tíl að framfylgja hugmyndum sínum. Þetta er talin ein af hans sterkustu hliðum. Sigurður er framsýnn, metnaðargjarn og óhræddur við að fara inn á nýjar brautir. Hann nýtur mikils trausts meðal sinna nánustu samstarfsmanna, er vel metínn meðal þeirra en líklega gætír óttablandinnar virðingar gagnvart honum meðal þeirra starfsmanna sem ekki hafa jafn mikið af honum að segja því að hann hikar ekki við að láta óánægju sína í ljós og getur gert það með mjög afgerandi hættí. Sigurður er stundum stífur og fast- ur á sínum skoðunum. Hann vinnur gríðarlega mikið. Hann ferð- ast mikið erlendis og þvi getur verið erfitt að ná í hann. Sigurður Einarsson, forstjóri Kauþþings, er leiðtogi. Hann nýtir starfsmenn sína vel og á auðvelt með að fá fólk til að vinna meb sér. Hann gefur forstöðumönnum sínum svigrúm og veitir þeim sjálfstœði og ábyrgð til að framfylgja hugmyndum. Þetta er talin ein af hans sterkustu hliðum. Myndir: Geir Ólafsson. Sigurður þar talsvert með fjölskyldu sinni. Hann hefur gaman af að veiða silung í Stíflisdalsvatni en stundar veiðarnar annars ekki mikið. Hann er listakokkur og áhugamaður um bæði mat og vín. Hann hefur fyrir reglu að elda mat fyrir fjölskylduna þegar hann er heima. Sigurður er ópólitískur maður eftír því sem best er vit- að. Stjórnmál virðast ekki vera honum ofarlega í huga þó að fað- ir hans hafi verið einn af forvígismönnum Framsóknarflokksins. Hann er fyrst og fremst fagmaður á sínu sviði. Vinahópur Vinahópur Sigurðar er stór og fjölbreyttur. Af gömlum og góðum æskuvinum má nefna Pál Möller, skurð- lækni á Landspítala háskólasjúkrahúsi, Davíð Arnar, hjarta- lækni á Landspítala háskólasjúkrahúsi, Jón Atla Benedikts- son prófessor, Pétur Gunnarsson, blaðamann á Morgunblað- inu, Sigurd Næss-Schmidt, skrifstofustjóra í danska ijármála- ráðuneytinu, og Peter Lindegard, hagfræðing hjá Unibank. Ur ferðahópnum má nefna Bjarna Guðmundsson, fram- kvæmdastjóra Sjónvarps, Asbjörn Björnsson, framkvæmda- stjóra SIF á Spáni, Mörtu Eiríksdóttur, framkvæmdastjóra Torgs.is, Hall Baldursson, framkvæmdastjóra Yddu, Bjarna Þórðarson, deildarstjóra á Þjóðskjalasafni, Hrafnhildi Sigurð- ardóttur myndlistarmann, Kjartan Gíslason rafmagnstækni- fræðing og Gunnbjörn Marinósson, yfirmann tölvudeildar Reykjavíkurhafnar, ásamt mökum. I gegnum störf sín síðustu árin hefur Sigurður eignast marga trausta vini og má á með- al þeirra nefna nána samstarfsmenn hans í Kaupþingi, t.d. Hreiðar Má Sigurðsson, Ármann Þorvaldsson, Ingólf Helga- son og Magnús Guðmundsson. Áhugamál Stundaði handbolta og fótbolta með Fram. Lék með liði Den Danske Bank á meðan hann starfaði þar. Fer á skíði á veturna, spilar skvass og stundar líkamsrækt eftir því sem tími og aðstæður leyfa. Er í ferðaklúbbi með mörgum öðrum fjölskyld- um. Fjölskyldan á sumarbústað í Stíflisdal í Þingvallasveit og er Félagsstörf Sigurður var varaformaður stjórnar Verðbréfa- þings Islands 1996-1997 og hefur gegnt stjórnarmennsku í nokkrum dótturfélögum Kaupþings. Hann var formaður Sam- taka verðbréfafyrirtækja 1999-2000 og hefur setið í stjórn Sam- taka fjármálafyrirtækja frá 1999. S3 Kröfuharður stjórnandi Sigurður er sagður harður, óþolinmóður, útsjónarsamur og kröfuharður stjórnandi. Hann nýtur mikils trausts meðal sinna nánustu samstarfsmanna en getur látið óánægju sína í Ijós með mjög afgerandi hætti. 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.