Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2001, Blaðsíða 6

Frjáls verslun - 01.01.2001, Blaðsíða 6
RITSTJÓRNARGREIN Af himnum ofan Það er alltaf gaman þegar tískuorð verða til í um- ræðu um efnahagsmál. Góðæri er eitt þessara orða. Það merkir uppgangur eða uppsveifla í efnahagslif- inu; hagvöxtur. En eins og gjarnt er um tískuorð hefur það verið skrumskælt í dagsins önn. Oftar en ekki hefur púðrinu verið eytt í að karpa um það hvort Davíð Oddsson forsætisráðherra hafi fundið upp góðærið og hreinlega talað það inn í hug og hjörtu manna, látið okkur hin - sem öll erum mjög auðtrúa - trúa því að það væri komið góðæri. Ymsir frasar hafa gengið í umræðunni. Hver þekkir ekki þessa: Góðærið hefur ekki komið til okkar! Hvar er allt þetta góð- æri, það hefur farið framhjá mér? Nýjasti frasinn er svona: Er góð- ærið búið?! Það er einmitt þessi frasi sem fær mann tíl að staldra við, en spurningin minnir óneitanlega á það þegar spurt er í veisl- um hvort vinið sé búið. Einhvern veginn virðist góðæri búið að fá nýja merkingu, að það sé vara eða sending sem falli af himnum ofan. Góðæri er hvorki himnasending né eitthvað sem til verður af sjálfu sér. Góðæri er okkar mannanna verk. Hver einstaklingur, hvert íýrirtæki og hver þjóð er sinnar gæfusmiður. Uppsveiflu síð- ustu sjö ára má rekja til þess að fólk og lýrirtæki hafa lagt hart að sér við að skapa meiri verðmæti ár frá ári. Grunnurinn var ekki síst lagður í niðursveiflunni á árunum 1989 til 1993, þegar lagst var á eitt við að ná verðbólgu niður, ná stöðugleika. Hverju sem menn vilja hnýta í samstarf Davíðs og Jóns Baldvins, Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks, þá voru afar mikilvægir viðskiptamúrar brotnir niður með því að samþykkja lögin um EES, Evrópska efnahags- svæðið. Evrópa varð eitt markaðssvæði, tollar af vörum okkar voru afiiumdir eða lækkaðir stórlega og flæði ijármagns og vinnuafls varð að iðandi fljóti í allar áttir. Viðeyjarstjórnin afnam ennfremur aðstöðugjald hjá fýrirtækjum og lækkaði tekjuskatt þeirra. Því miður virðist hins vegar engri ríkisstjórn hér á landi takast að stöðva þenslu ríkisútgjalda og hinn glæsilegi tekjuafgangur ríkis- sjóðs stafar af himinháum skatttekjum. í blúmlegum lystigarði Það mun mæða mjög á stjórnendum íslenskra fýrirtækja á þessu ári þegar uppsveiflan verður snöggtum minni. En það góða er að það verður áfram hagvöxtur. Línan í grafinu stefnir áfram upp, verður bara ekki eins brött. Segja má að stjórnend- ur íslenskra fýrirtækja hafi, eins og stallbræður þeirra viða í hinum vestræna heimi, rekið fýrirtæki sín í blómlegum lystigarði síðustu árin. Garði sem skartað hefur öllu í senn; stöðugleika, ævintýraleg- um hagvexti ár eftir ár, lítilli verðbólgu, sárafáum viðskiptahindrunum, litlu atvinnuleysi, stanslaus- um tekjuafgangi ríkissjóðs og stórauknu flæði Ijár inn í fýrirtæki vegna áhuga almennings og fjárfesta á hlutabréfum. En það er og verður alltaf auðvelt fýrir stjórnendur að gleyma sér í lystigörðum. Hagnaður fýrirtækja dróst verulega saman á síðasta ári og viðskiptahugmyndir tengdar nýju hagkerfi hríðféllu í verði. Meiðingin varð umtalsverð verðlækkun á hluta- bréfamörkuðum. Þannig hefur úrvalsvísitala Verðbréfaþings fallið úr 1.889 stigum frá því um miðjan febrúar í fýrra niður í um 1.225 stig núna. Og rétt eins og í ársbyijun í fyrra eru allir hvattir til að kaupa hlutabréf, að vísu núna vegna þess að verð bréfa er orðið svo lágt og að markaðurinn sé kominn yfir það versta þannig að hann geti ekki annað en farið upp. En hvernig má það vera að hluta- bréfamarkaðurinn sé á leiðinni upp á sama tíma og spáð er talsvert minni uppsveiflu en á undanförnum árum? Það mun örugglega taka tíma fýrir hlutabréfamarkaðinn að sveiflast upp til fýrri hæða og ráða þar vinnubrögð stjórnenda á þessu ári úrslitum. Þeir verða að endurmeta viðskiptahugmyndir og vörur. Leita logandi ljósi að nýjum tekjulindum. Fjárfesta í hæfum starfsmönnum og gera þá enn hæfari með hvatningu og fræðslu. Fjárfesta í tækni sem af- kastar meiru og gerir hlutina ódýrari. Þeir verða að láta hveijar tvær hendur í fýrirtækjum skapa meiri verðmæti. Mannanna verh Góðæri hjá fýrirtækjum og þjóðum er mann- anna verk og vissulega getur það verið erfitt verk. En þó margt komi gott að ofan þá fellur góðærið því miður ekki af himnum ofan. Við verðum að vinna fýrir því sjálf, hver er sinnar gæfu smiður. Hins vegar geta frasar stundum verið skemmtilegir. Jón G. Hauksson Stofinuð 1939 Sérrit um viðskiþta-, efnahags- og atvinnumál - 62. ár Sjöfn Guðrún Helga Geir Ólafsson Hallgrímur Sigurgeirsdóttir Sigurðardóttir Ijósmyndari Egilsson auglýsingastjóri blaðamaður útlitsteiknari RTTSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Jón G. Hauksson AUGLÝSINGASTJÓRI: Sjöfn Sigurgeirsdóttir ÁSKRIFTARVERÐ: kr 3.310,- fyrir 6.-11. tbl. - 2.990- ef greitt er með kreditkorti. LAUSASÖLUVERÐ: 699 kr. BIAÐAMAÐUR: Guðrún Helga Sigurðardóttir UÓSMYNDARI: Geir Ólafsson UMBROT: Hallgrimur Egilsson ÚIGEFANDI: Heimurhf. RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSIA: DREIFTNG: Heimur hf., sími 512 7575 FILMUVINNA PRENTUN OG BÓKBAND: Prentsmiðjan Grafík hf. UTGREININGAR: Prentmyndastofan hf. - Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir ISSN 1017-3544 Borgartúni 23,105 Reykjavík, sími: 512 7575, fax: 561 8646, netfang: fv@talnakonnun.is 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.