Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2001, Blaðsíða 18

Frjáls verslun - 01.01.2001, Blaðsíða 18
Jón S. von Tetzchner, framkvœmdastjóri Opera Software, og kona hans, Marit Irena, giftu sig í Viðey í sumar sem leið. Brúðkaupið varð heilmikið ættarmótfyrir fjölskyldu Jóns par sem ættingjarnir komu hvaðanæva að úr heiminum til að samfagna þeim hjónum. 1996 hófst sala á vafranum og sama ár réðu Jón og Geir sinn fyrsta starfsmann, Söndru frá Simbabve. Hún starfar enn hjá fyr- irtækinu þó að hún sé nú búsett í Bandaríkjunum. „The Sky ÍS the limit“ Notendur Operu hafa tekið vafranum vel. Starfsmönnum hefur fjölgað ört og fyrirtækið vaxið hratt. Starfs- mennirnir eru í dag um 100 talsins. Um svipað leyti og Microsoft byrjaði að láta sinn vafra endurgjaldslaust fyrir þremur til flórum árum tókst Operu að sexfalda sölu sína og ná hagnaði í rekstrin- um. Arið 1998 nam veltan 7 milljónum norskra króna, eða 70 millj- ónum íslenskra, og hagnaðurinn var ein milljón norskra króna. Arið 1999 var veltan svipuð en tapið nokkrar milljónir. I fyrra nam veltan 164-205 milljónum íslenskra króna og þegar þetta er skrif- að er ljóst að tap verður á rekstrinum. Þó ekki stórt. Sú regla hef- ur gilt innan fyrirtækisins að þéna fyrst og eyða svo en eftir að nokkrir virtir fjárfestar á borð við Den Norske Bank komu inn í fyrirtækið með um 30 milljónir norskra króna í ársbyijun 2000, eða um 250 milljónir íslenskra króna, hefur fjármagnið farið í að byggja upp fyrirtækið og ná stærri og betri samningum. Opera Software hefur verið að taka nýja stefnu síðustu tvö árin. Áhættan er auðvitað töluverð og margt sem getur farið úrskeiðis en Jón og samstarfsmenn hans stefna hátt. „The sky is the limit,“ slettir hann. Lykillinn að vinsældum forritsins er létt- leiki, einfaldleiki og hraði og þeir þættir verða áfram í fyrirrúmi. Opera vafrinn var í upphafi ein- ungis hannaður fyrir Windows sfyrikerfið en árið 1998 var tekin ákvörðun um að laga forritið að öðrum sfyrikerfum, m.a. Linux, Beos, Epoc og Mac. Unnið hefur verið að því síðan. En fleira hefur breyst Undanfarna tvo mánuði hefur vafr- inn verið látinn af höndum ókeypis en í staðinn hefur verið sett auglýsing á forsíðu hans og sitja notendur Operu þar með við sama borð og not- endur Netscape og Explorer. Fram að þessu hafði norski vafrinn verið seldur á tæplega 40 dollara sfykkið og var það talin ein aðalástæðan fyrir því að hann var sá minnsti á markaðnum. Nýja fyrirkomulagið hefur reynst vel og stöðugt fleiri vilja prófa vafrann. Notendum gefst líka kostur á að losna við auglýsinguna með þvi að greiða fyrir það. Tekjurnar hafa aukist til muna. Fyrirtækið þarf aðeins nokkurra prósenta mark- aðshlutdeild á þessu sviði til að gera það gott. Stefnan sett á handtölvur Opera Software hefur líka sett kúrs- inn á glænýja braut, nefnilega að vinna sér góða markaðshlut- deild í litlum tækjum, nettengdum lófatölvum, handtölvum og símum og þar telja margir að mesta aukningin verði á næstu árum. Þessi markaður er stærsta von Operu Software en um leið er hann ákaflega áhættusamur því að auðvitað getur brugð- ið til beggja vona. Markmiðið er að ná eins stórum hluta af mark- aðnum og mögulegt er. „Talið er að þessi markaður verði stór næsta árið og eftir örfá ár verði hann orðinn stærri en markað- urinn með einkatölvurnar. Þetta er auðvitað óskaplega spenn- andi. Þarna erum við í góðri aðstöðu til að geta tekið stóran markaðshlut,“ segir Jón. Jón ólst upp á Seltjarnarnesi. Hann er sonur Elsu Jónsdóttur, Gunnlaugs- sonar læknis og Selmu Kaldalóns tónskálds, dóttur Sigvalda Kaldalóns læknis og tónskálds. Faðir Jóns er Norðmaðurinn Stephen von Tetzchner, prófessor í sálfræði. Hvað er Opera? Opera Software sérhæfir sig í framleiðslu á vafranum Opera, sem er einn fjögurra vafra á markaðnum. Hinir eru Netscape Navigator, Internet Explorer og Spyglass, sem er mun minni og gerir út á annan markað. Opera er þriðji stærsti vafrinn á Windows markaðnum þó að fyrir- tækið sé með innan við eins prósents markaðshlutdeild eins og staðan er í dag. Einnig er hægt að fá Macintosh og Linux útgáfur af Operu. Fyrirtækið er með vafra á Epoc stýrikerfinu fyrir hand- og lófatölvur og er þegar hægt að fá Psion með þessum vafra. Opera er lítill vafri, aðeins 2MB, sem vinnur mjög hratt. Hann hefur verið seldur á tæpa 40 dollara og er verðið talið helsta ástæðan fyrir lítilli markaðshlutdeild. í dag fæst útgáfa 5.0 af Operu hins vegar ókeypis með auglýs- ingaborða sem hægt er að losna við með því að borga ákveðna upphæð. Hægt er að stjórna forritinu með lykla- borðinu og er hægt að stækka síðurnar verulega með stækkunargleri. Það getur komið sér vel, t.d. fyrir sjón- dapra. Hægt er að hafa marga glugga opna og virka í einu. Opera fæst á yfir tíu tungumálum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.