Frjáls verslun - 01.01.2001, Blaðsíða 50
Tónlist hefur öðruvísi áhrif en hið tal-
aða mál. Hið talaða mál er rökræn
boðmiðlun en tónlistin höfðar fremur
til tiffinninganna. Hún kemur skilaboðun-
um á framfæri á óbeinan hátt því allir eru
móttækilegir íyrir góðri tónlist. Fólk með-
tekur hana tiltölulega áreynslulaust en
þarf að leggja meira á sig til að innbyrða
skilaboð í töluðu máli og getur frekar ýtt
því frá sér,“ segir Hallur A. Baldursson,
framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar
Yddu, en sú stofa er einmitt í hópi þeirra stofa sem vakið hafa
hvað mesta athygli tyrir tónlist í auglýsingum.
„Það er dálítið erfitt að útskýra hlutverk tónlistarinnar í stuttu
máli því auglýsingar geta verið svo ólíkar og tónlistin notuð í
margvíslegum tilgangi. Tónlistin er burðarásinn, hún bindur oft
myndefnið og textann saman í eina heild en fyrst og fremst skap-
ar hún andrúmsloft auglýsingarinnar,“ segir Ingólfur Hjörleifsson,
textahönnuður hjá Góðu fólki McCann-Erickson.
Hann tekur dæmi um auglýsingu frá Happdrætti Háskóla ís-
lands en hún hefur vakið umræður að undanförnu. I þeirri auglýs-
ingu er lagið „Make someone happy“... með Jimmy Durante not-
að „mjög miðlægt" í auglýsingunni. „Það hefur mikið að segja fyr-
ir stemmninguna og bindur hana saman,“ segir hann. Skilaboðin
í auglýsingunni ku öðrum þræði vera „að gleðja einhvern“, eins
Tónlistin opnar leiðina að hjartanu
og er ómissandi í auglýsingum. Hún
á að styrkja skilaboðin og hjálpa til
við að mynda ákveðið andrúmsloft
eða stemmningu og koma skilaboðun-
um þannig á framfæri.
Eftir Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur
og segir í enska textanum, og telur Ingólfur
langsótt að setja stífar reglur um notkun
ensku eða annarra tungumála i auglýsing-
um og spyr hvort ekki þurfi þá að setja rit-
höfundum og tónlistarmönnum reglur svo
samræmis sé gætt í því sem birtist í íslensk-
um ijölmiðlum.
Kemur inn á seinni stigum Gríðarlega
mikið af tónlist er notað í sjónvarpsauglýs-
ingum, enda segja sumir að hún sé hrein-
lega ómissandi við að koma auglýsingaboðskap á framfæri. I
sumum tilvikum má segja að tónlistin sé upp á sitt besta þegar
áhorfendur taka ekki eftir henni því að þá styðji hún svo vel við
auglýsinguna að hún verði ekki aðgreind frá heildinni. I öðrum
tilvikum getur tónlistín, lag og ljóð, verið í aðalhlutverki við að
koma ákveðnum boðskap á framfæri. Þetta má kannski segja að
gildi um landsþekkta mjólkurauglýsingu MS þar sem ung söng-
kona úr Skólakór Kárness, Alexandra Gunnlaugsdóttir, flytur ís-
lenskuljóðið eftír Þórarin Eldjárn við lag Atla Heimis Sveinsson-
ar. í gegnum sjónvarpsauglýsinguna hefur Islenskuljóðið unnið
sér svo sterka stöðu með þjóðinni að það hefur verið notað við
móðurmálskennslu í grunnskólanum.
í söfn eða frumsamið? Hægt er að fara þrjár leiðir þegar tón-
I
50