Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2001, Blaðsíða 24

Frjáls verslun - 01.01.2001, Blaðsíða 24
KÖNNUN UIVI VINSÆLUSTU FYRIRTÆKIN Jón Asgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs. Bæði Bónus og Hagkauþ bæta við sig í vinsældum. I könnuninni um óvinsældir dregur nokkuð úr óvinsœldum Baugs og Baugsbúða frá því í Jýrra. Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar hf. Óssur er hástökkvarinn á listan- um og mœlist fjórða vinsælasta Jýrirtœki landsins. Fyrirtækið hefur verið mikið í sviðsljósinu undanfarna mánuði. Islensk erfðagrein Kári Stefánsson gerir það ekki endasleppt. íslensk erfðagrein- ing mælist annað árið í röð vin- sælasta fyrirtæki landsins, sam- kvæmt árlegri könnun Fijálsrar versl- unar á vinsælustu fyrirtækjunum sem gerð var í endaðan janúar sl. Toppfyr- irtækið á þessum lista til margra ára, Bónus, sem óvænt lenti í fimmta sæti í fyrra, bætir við sig fylgi og lendir í öðru sæti, sjónarmun á eftir Islenskri erfðagreiningu. Hástökkvarinn á list- anum að þessu sinni er fyrirtækið Össur sem skýst upp í ijórða sæti list- ans, en það var í Ijórtánda sæti í fyrra. Ekkert fyrirtæki bætir jafn miklu við sig í vinsældum. Verulega athygli vekur hvað vinsældir dreifast núna víða og að toppsætið vinnist á aðeins 10% fylgi. Á bak við toppsætið hefur jafnan verið 14 til 16% fylgi eða þaðan af meira. Metið á Bónus sem fékk 25,7% fylgi í árs- byrjun 1998. Það voru fáheyrðir yfirburðir og það met verður sennilega seint bætt. Islensk erfðagreining fékk í könnuninni í fyrra 18,3% fylgi og bætti þá stórlega við sig frá árinu áður. Þetta er í þrettánda sinn í röð sem Frjáls verslun gerir könn- un um vinsælustu fyrirtæki landsins. Spurt var: Eg vildi biðja þig að nefna 1 til 3 íslensk fyrirtæki sem þú hefúr jákvætt viðhorf til? Sömuleiðis var spurt: Eg vildi biðja þig að nefna 1 til 2 íslensk fyr- irtæki sem þú hefur neikvætt viðhorf til. Könnunin fór fram dag- ana 24. til 29. janúar sl. og var hluti af spurningavagni þar sem meðal annars var spurt um fylgi við flokkana og hvort fólk hefði orðið persónulega fyrir því að þjónusta íslandspósts brygðist fyr- ir síðustu jól. Tekið skal fram að spurn- ingin um Islandspóst var borin upp eft- ir að búið var að spyrja um vinsælustu og óvinsælustu fyrirtækin. Alls svör- uðu 670 manns í könnuninni. Vinsældir íslenskrar erfðagreiningar Vinsældir Islenskrar erfðagreiningar koma vissulega á óvart. Eftir að gengi hlutabréfa í móðurfélagi þess, deCode, hefur hrunið á síðustu vikum og mánuðum hafa verið stöðugar frétt- ir í fjölmiðlum um að sex þúsund fjár- festar hugsi fyrirtækinu þegjandi þörf- ina og að Kári og kompaní séu hötuð á jafnmörgum heimilum landsins. Sömuleiðis hefur borið á góma í ljölmiðlum að fólk hafi verið platað upp til hópa til að kaupa í fyrirtækinu og sitji núna eftir með sárt ennið. Erfitt er að átta sig á því hver plataði hvern því hlutabréf í öllum fyrirtækjum eru og verða ævinlega áhættufjárfesting. Það fylgir því áhætta að leggja fé í fyrirtæki, einnig þau sem eru skráð á Verðbréfaþingi. Taki menn eftir því að úrvalsvísitala hlutabréfa hefur fallið úr 1.889 stigum frá því um miðjan febrúar í fyrra niður í um 1.225 stig. Það virðast því margir hafa verið plataðir. Auðvitað verður hver og einn að bera ábyrgð á eigin gjörðum. Hitt er þó ljóst að verðbréfasalar voru margir hveijir óhemju bjartsýnir á að gengi bréfa í deCode ætti jafnvel eftir að fara yfir 100 og jafnvel kljúfa geng- ismúrinn 120 eftir að fyrirtækið yrði skráð á Nasdaq-markaðn- um í Bandaríkjunum. Þessar vangaveltur komu fram bæði í fréttum og í samræðum manna á verðbréfamarkaðnum. Haldi einhver að Islensk erfðagreining sé hataðasta fyrirtækið á heimilum lands- ins í kjölfar hruns á gengi hlutabréfa í móðurfélagi þess, deCodeJersá hinn sami villur vegar. Fyrirtækið mælist vin- sælasta fyrirtæki landsins annað árið í röð, þótt vinsældir þess hafi dalað. Eftír Jón G. Hauksson 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.