Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2001, Blaðsíða 46

Frjáls verslun - 01.01.2001, Blaðsíða 46
SAMEININt FYRIRTÆKJfl Velja 20% verkefna sem skila 80% verðmæta fyrir árangri. Stjórnendur þurfa að finna og styðja við leiðtoga sem styrkja æskilegan fyrirtækjabrag. Daimler-Chrysler samruninn (yfir- taka Daimler-Benz á Chrysler er frekar réttnefni), er gott dæmi. Fyr- irtækjabragur Daimler-Benz ein- kennist af framúrskarandi verk- fræði og föstu skipulagi, meðan hið frjálslega Chrysler þykir skara fram úr á sviði markaðs- og sölumála. Avinning átti að skapa með því að halda því besta af báðum og afleiðinguna þekkja allir; sameinaða fyrirtækið hefur tapað 60 milljörðum dollara af markaðs- verðmæti sínu (9. desember 2000) og flestum stjórnend- um bandaríska armsins. Félagið situr uppi með óánægt starfsfólk og 1 milljarðs dollara tap á síðustu 6 mánuðum ársins 2000. 5. Ofuráhersla á aðgerðarlista. Það fyrsta sem flestir stjórn- endur gera við undirbúning yfirtöku eða samruna er að út- búa verkefnalista. Með reglulegu millibili er bætt við nýj- um þáttum eða þangað til ógerlegt er að vinna með listann og hann verður letjandi. Samruni sem keyrður er áfram með verkefnalistum er dæmdur til að taka of langan tíma og stefnir öllu samrunaferlinu í hættu. Gullna reglan er að forgangsraða þeim verkum sem skapa mesta framlegð (sjá mynd). Hér, sem annars staðar, gildir 20/80 reglan; 20% verkefna munu skila 80% af árangri. Þessi nálgun skilar jafnframt hæstum likum á árangri á sem skemmstum tíma. Myndin sýnir hvernig auðveldlega má staðsetja verkefni eftir því hversu mikil fjármálaleg áhrif þau hafa og hverjar líkur eru á að innleiðing þeirra heppnist. 6. Skapa skipulagsgrundvöll. Alltof oft gerist það að of mörg of stór teymi eru sett saman, oft án skýrrar forystu, sem veldur flækjum og skorti á samstarfi milli stoða. Það hægist á öllu samrunaferlinu og stjórnendur tapa trúverð- ugleika. Til að koma í veg fýrir þessi mistök skal setja sam- an fá og fámenn teymi sem keyra á virðisaukana. Miðstjórn skal sett upp með það hlutverk að styðja við bakið á teym- um, við verkáætlanir, samskipti og stjórnun áfangaskýrslna til stjórnenda. Nálgun sú sem liðsstjóri skal nota er að vinna sig aftur á bak frá lokadegi samrunans, ákveða hverju verður að vera lokið á þeim degi og fá þannig fókus á þá hluti sem eru nauðsynlegastir. Stjórnendur eiga að setja upp grundvöll sem tryggir samræmi milli allra teyma. Aætlanir skal byggja á áföngum og afurðum en ekki ferl- um. Til að koma í veg fyrir árekstra skal skilgreina ná- kvæmlega ábyrgð og væntanlegar afurðir. 7. Of lítil áhersla á áhættugreiningu og árangursmæl- ingu. Mörg fýrirtæki gera þau grundvallarmistök að for- gangsraða ekki mögulegri áhættu, heldur sinna öllu jöfn- um höndum og dreifa þannig bæði tíma og fjármagni á misarðbær verkefni. Að auki sést það ótrúlega oft að fýrirtæki hafa ekki aflað réttra kennitalna fyrir samruna og lenda síðan í þeirri furðulegu aðstöðu að geta ekki sagt til um árangur þegar fram líða stundir. 8. Skortur á stöðlun og forgangsröð- un. I mörgum samruna hefur fyrirtækj- um láðst að staðla verkáætlanir fyrir samrunahelgina. Það veldur vandræðum við að staðsetja vandamál og mæla ár- angur. Jafnframt getur skortur á forgangsröðun leitt til þess að að verðmætustu verkunum sé ekki nægilega sinnt. Sem lausn hafa sum fyrirtæki útbúið eitt form sem notað er til þess að skrá og meta öll nauðsynleg verkefni. 9. Telja að sameining jafningja geti átt sér stað. Hvert fyr- irtæki ber með sér sín einkenni. Að leyfa ólíkum fyrir- tækjamenningum að haldast er ávísun á rugling og óhag- kvæmni sem truflar ákvarðanatöku. Eitt af fyrstu verkum stjórnenda i sameiningarferli skal vera að innleiða eina hugmynda- og verkfræði. Hér má aftur nefna Daim- lerChrysler samrunann. 10. Rangt að telja að samlegðaráhrif náist af sjálfsdáð- um. Margir stjórnendur virðast telja að samlegðaráhrif ná- ist af sjálfu sér. Seinna komast þeir að því að kostnaðar- lækkun og annar væntanlegur ávinningur hafa ekki komið fram og vita sjaldnast af hveiju. Jafn skjótt og nýir stjórn- endur hafa tekið við stjórnartaumum skal aftur metið hversu raunhæfur væntanlegur ávinningur er, gera ábyrgð skýra jafnt sem hvatningu og bera mælistikuna reglulega á kennitölur sem skýra framgang mála. Næsta mynd sýnir dæmi af fyrirtæki sem er yfirtekið og hvernig markaðsverð þess er brotið upp eftir verðmæti nettóeigna, rekstarlegs verðmætis, verðmæti framtíðarviðskipta, yfirverði sem þegar er í markaðsverði og að lokum því yfirverði sem greitt er fyrir vegna yfirtöku. Nýjum stjórnendum verður að takast að skapa ávinning jafnan yfirverði í markaðsverði og kaupverði til þess að yfirtakan borgi sig. Handfylli svara Að fást við samruna og yfirtiikur er keppni við tímann. Stjórnendur komast fljótlega að því að þeir eru orðnir seinir áður en hafist er handa. Allt verður að forgangs- máli. Otal spurningar vakna en aðeins finnst handfylli svara. Enginn virðist sinna starfi sínu af neinu viti. Viðskiptavinir missa þolinmæði og framleiðni hrapar. Öngþveiti skapast. Til að koma í veg fyrir þessa þróun verður að vera til teymi stjórn- enda sem setur önnur verkefni til hliðar meðan verið er að stjórna sameiningar- og yfirtökuferlinu. Það teymi á að hafa litla þolinmæði gagnvart töfum, en þar leynist helsti kostnaðar- þátturinn. Öll áhersla er lögð á að vinna sem skjótast sigra sem síðan knýja ferlið hratt áfram og skapa þann ávinning sem keppt er að. HD Líkur á velgengni Ólíkur kúltúr Daimler-Benz og Chrysler Fyrirtækjabragur Daimler-Benz einkennist af framúrskarandi verkfræði og föstu skipulagi, meðan hið frjálslega Chrysler þykir skara fram úr á sviði markaðs- og sölumála. Ávinning átti að skapa með því að halda því besta af báðum og afleiðinguna þekkja allir; fyrirtækinu hefur gengið afar illa. 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.