Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2001, Blaðsíða 22

Frjáls verslun - 01.01.2001, Blaðsíða 22
FORSÍÐUGREIN KEPPIR VIÐ BILL GflTES lendingurinn í honum. Opera niðurgreiðir hádegisverð og líkamsrækt fyrir starfsfólkið, á hverjum föstudegi er boðið upp á bjór og flögur og einu sinni í mánuði fara starfsmenn út að skemmta sér saman. Hefur borist tilboð. í ykkur frá Microsoft? „Við höfum sagt það mjög skýrt að við seljum Opera ekki til Microsoft.“ í desember bárust fréttír af því að þið hefðuð keypt lítíð fjrirtæki i Svíþjóð. Ætíið þið að gera svolítið af þvi? „Nei, það ætlum við ekki að gera. Það var rétt af okkur að kaupa þetta fyrirtæki vegna þess að þar starfa sjö duglegir forritarar á góðum stað í Svíþjóð, í linköping þar sem er góður háskóli. Við þekkjum þessa stráka og höfum unnið með þeim í mörg ár. Þeir þekkja vel forritið okkar svo að þeir gátu gert góða hluti strax frá fyrsta degi,“ svarar hann. HÖfUðÍð í latji Opera Software er ungt fyrirtæki. Meðalaldur- inn er um þrítugt og margir starfsmanna hafa háskólamenntun að baki. „Nám er mikilvægt," segir Jón og minnir á að þeir Geir hafi báðir fimm til sex ára háskólanám að baki. „Margir sem læra að forrita í æsku hafa ekki sömu forsendur og vinnubrögð og háskólagengnir forritarar. Margir halda að allir forritarar þurfi að vinna allan sólarhringinn og það er rétt að í tölvufyrir- tækjunum er að finna fólk sem vinnur langt fram á nótt en það er ekki endilega besta lausnin. Mikilvægast er að höfuðið sé í lagi. Ef maður vinnur of mikið hættir heilinn að virka. Það hjálp- ar ekki að vera á skrifstofunni 14 tíma á dag ef heilinn vinnur bara í fimm tíma. Geir er t.d. mjög afkastamikill forritari án þess að þurfa að vinna allar nætur. Hann er fjölskyldumaður og fer yfirleitt heim þegar vinnutíma lýkur,“ segir hann. Dýrt í Silicon Valley Þegar rætt er um Bandaríkin og hvort til greina komi að flytja fyrirtækið þangað kemur í ljós að Jóni líst ekkert alltof vel á það. Hann telur að möguleikana sé ekki bara að finna í Silicon Valley í Bandaríkjunum, þeir séu líka fyrir hendi á „Silicon Alley“ í Noregi, eins og Waldemar Thranes gatan er stundum kölluð, og annars staðar í Evrópu eins og dæmin um breska fyrirtækið Psion og norrænu fyrirtækin Nokia og Erics- son sanna. Margir telja að möguleikarnir í Evrópu eigi enn eftir að aukast. Fyrirtækið er með nokkra sölumenn vestanhafs í dag og telur Jón koma til greina að setja þar upp söluskrifstofu en sér enga ástæðu til að flytja fyrirtækið þangað. Hann bendir á að kostnaðurinn við að reka starfsemi í Silicon Valley sé alltof hár miðað við hvað fáist fyrir það. Hann telur heldur ekki mjög skyn- samlegt að opna starfsstöð og hafa marga forritara þar því að jafn góðir eða jafnvel betri forritarar fáist í Noregi og kostnaður- inn sé miklu minni. Sem betur fer hafi Opera ekki átt í neinum vandkvæðum með að fá starfsmenn, þvert á móti hafi forritarar sóst eftír vinnu hjá fyrirtækinu. Talið leiðist að starfsmannastefnu Operu Software. Hún er skýr. „Við erum ekkert án starfsmannanna," segir Jón. I fyrir- tækinu er hannað og framleitt forrit sem hefur ákveðið verðgildi og það eru forritararnir, sem skapa þau verðmæti. Aðrir starfs- menn leggja sitt af mörkum með sölu á forritinu og samskiptum við viðskiptavini. Fyrirtækið leggur mikið upp úr því að hafa ánægt starfsfólk." Þegar útsendarar Frjálsrar verslunar voru í heimsókn stóðu einmitt yfir heilmiklar framkvæmdir og höfðu starfs- menn verið færðir til meðan verið var að koma fyrir nýju loft- ræstikerfi. Þá er gott útsýni af fimmtu hæðinni við Waldemar Thranes götuna og stutt að skreppa út á svalir til að fá sér ferskt loft. Jón leggur mikið upp úr því og það er sennilega Is- Ferðu eftír þessu sjálfur? „Venjulegur vinnudagur er oft langur hjá mér, stundum vinn ég langt fram á nótt og stundum fer ég heim eftir mína átta tíma. Þetta er mismunandi en ætli venjulegur vinnudagur sé ekki að meðaltali 11-12 tímar hjá mér.“ Engan íburð takk Vinnustaðurinn er snyrtilegur og Jón segir að kostnaði sé haldið innan skynsamlegra marka. „Við eyðum ekki peningum í íburð hér innanhúss, við viljum frekar nota pen- ingana í að fara út með starfsfólkið. Hér á fólk að vera að vinna. Við reynum að gera það þægilegt fyrir fólk að vinna hérna, það er mikilvægt. Það skiptir máli að hafa góð borð og stóla, útsýni út um gluggana og fallegar plöntur,“ segir hann og lifir sjálfur eft- ir þessari kenningu. „Mér finnst ekki rétt að ég keyri um á Porsche eða einhveijum slíkum bíl þegar við erum að byggja upp fyrirtækið og reyna að fá fjárfesta inn í það. Eg keyrði um á ‘85 módeli af Volkswagen þar til fyrir rúmum mánuði síðan. Þá hafði hann fengið nóg. Eg hef fengið mér nýjan bíl, Opel Safira fjölskyldubíl því að við eigum von á barni í apríl. Þessi bíll er að sumu leyti eins og forritið okkar, sveigjanlegur og auðveldur í notkun. Það finnst mér skemmtilegt við hann.“ Jón kvæntist konu sinni, Marit Irenu, í yndislegu veðri í Við- ey í fyrrasumar og var brúðkaupið um leið heilmikið ættarmót fyrir fjölskylduna þvi að gestir komu víða að úr heiminum. Jón býr í tíu mínútna göngufjarlægð frá vinnustaðnum ásamt tjöl- skyldu sinni, Marit og dóttur hennar, Theu Lousie Bugge. Eins og áður hefur komið fram er fyrirtækið til húsa við götu sem í daglegu tali er kölluð Silicon Alley því að þar eru mörg hugbún- aðar- og tölvufyrirtæki til húsa. Gatan er skammt frá Akerselva, fljótinu sem skiptir Osló í tvennt og kallað er Silicon River. Jón býr því með fjölskyldu sinni á Silicon svæði Noregs. Bll 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.