Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2001, Blaðsíða 100

Frjáls verslun - 01.01.2001, Blaðsíða 100
JflPflNSKIR DflGflR Geir Gunnarsson, forstjóri Bernhard ehf, Honda á Islandi. „Fyrst í stað keyþtum við mótorhjól, rafstöðvar og dælur frá Jaþönum og var fyrsta mótorhjólakynningin haldin á Hallœrisþlaninu íjúní 1962.“ raunar áður Gunnar Bernhard ehf. „Fyrst í stað keyptum við mótorhjól, rafstöðvar og dælur frá þeim og var fyrsta mótor- hjólakynningin haldin á Hallærisplaninu í júní 1962. Við hófum innflutning á bílum fyrir alvöru árið 1974 með Honda Civic. Síðan hafa viðskipti við þá aukist stöðugt, bæði frá Japan og Belgíu og síðar einnig frá Bretlandi og Ameríku. Viðskipti okkar við Japani hafa verið mjög góð. Það er svo- lítið öðruvísi að versla við þá en vestræn fyrirtæki því í upp- hafi funda er gjarnan farið vítt og breitt um vandamál heims- ins, síðan er rætt um fjölskyldumál og síðast farið í það sem fundurinn ijallar um, nefnilega viðskiptin. Þeir nálgast vanda- málin gjarnan frá öðru sjónhorni en við og má segja að við þurfum að snúa hugsanaganginum um 180 gráður þegar gengið er til samningafunda við Japani. Geir Gunnarsson, forstjóri Bernhard, Honda á íslandi: Honda byrjaði í bílskúr í Japan Honda fyrirtækið i Japan var stofnað af tveimur mönnum, Soichiro Honda sjálfum og Takeo Fujisawa. Honda sá um tæknihliðina en Fujisawa um peningamálin. Fyrirtækið hóf göngu sína í bílskúr í Tókýó en er nú eitt af stærstu fyrir- tækjunum í Japan og um 20. stærsta fyrirtæki í heimi. „Við höfum skipt við Honda frá árinu 1962,“ segir Geir Gunn- arsson, forstjóri Bernhard ehf., Honda á íslandi. Fyrirtækið hét í fyrirtæki okkar, Bernhard ehf., starfa nú 32 menn og hefur starfsmannafjöldinn nær þrefaldast á síðasta ári. Við höfum opn- að okkar eigið þjónustuverkstæði að Dalvegi í Kópavogi, rekum sölu notaðra bíla á Aðalbílasölunni við Miklatorg og höfum höf- uðstöðvar að Vatnagörðum 24. Heildarmarkaðshlutdeild okkar er um 6% bílamarkaðarins hér á landi og við stefnum hærra enda hefur Hondan reynst vel við íslenskar aðstæður." 11] Bragi Guömundsson, deildarstjóri hljómtækjadeildar Brœðranna Ormsson: Pioneer, Sharp og Nintendo Bragi Guðmundsson, deildarstjóri hljómtækjadeildar hjá Bræðrunum Ormsson. Góður kiþþur kom í sölu á Nintendo tölvum og leikjum í kjölfar Pokémon œðisins. Bræðurnir Ormsson flytja inn og selja nokkuð mörg japönsk vörumerki. Þar ber hæst Pioneer, Sharp, Olympus, Yamaha, Nikon og síðast en ekki síst Nintendo, sem gekk prýðilega á síðasta ári, þökk sé litlu skrímslunum frá Japan, Pokémon. „Við tökum allar vörur í gegnum milliliði í Evrópu því þar eru dreifingarfyrirtækin fyrir japanska framleiðendur," segir Bragi Guðmundsson deildarstjóri hljómtækadeildar hjá Bræðrunum Ormsson. „Pioneer hljómtækin eru lang mest seldu hljómtækin hér á landi og könnun sem gerð var af Pricewaterhouse Coopers sýnir að þau eru til á um 20% heimila. Enda eru þau annáluð fyrir gæði og augljóst hve mikið er lagt í allan frágang. Sama má í raun segja um aðrar vörur okkar frá Japan.“ Bragi segir sölu í Nintendo tölvum og leikjum hafa verið framar vonum á síðasta ári og þakkar það að sjálfsögðu Pokémon. ,Að öllu óbreyttu hefðum við búist við minnkandi sölu í þessum flokki, en það kom mjög góður sölukippur í kjölfar þessa æðis,“ segir hann. Einnig hefur verið mikil aukning í sölu myndavéla og má fyrst og fremst þakka það áhuga á stafrænum vélum, sem eru auðveldar í notkun og hafa lækkað talsvert í verði, eins og gjarnan gerist með tækninýjungar. Bræðurnir Ormsson tóku við japönsku merkjunum þegar þeir keyptu Hljómbæ fyrir nokkrum árum, enda féllu þau vel að öflugu neti umboðsmanna fyrirtækisins um allt land. Að sögn Braga er öflug þjónusta við öll þessi merki, eins og með aðrar vörur Ormsson, enda hefur þjónustuþátturinn verið eitt af leiðarljósum fyrirtækisins frá stofnum þess. SD 100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.