Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2001, Page 38

Frjáls verslun - 01.09.2001, Page 38
YFiRTAKANÁ KEFLAVÍKURVERKTÖKUM síðar þegar hlutabréfamarkaðurinn rétíir úr kúttnum. Ef menn álykta sem svo að verðmæti Keflavíkurverktaka séu vanmetin í bókum félagsins um hálfan milljarð, 500 milljónir, meta þeir það svo að sannvirði bréfanna, „rétt gengi“, hefði átt að vera í kring- um 6,2. En eru bréfin meira virði en fæst fyrir þau á markaði hverju sinni? Varla í hugum þeirra 157 sem hafa selt honum þau. Þeir 30 hluthafar, sem ekki voru tilbúnir til að selja Bjarna, líta svo á að hann hafi boðið of lágt verð og er vitað að nokkrir þeirra voru reiðubúnir að selja á genginu 7,0. Hvar eru vanmetnu eignirnar? En hvar gætu leynst vanmetn- ar eignir hjá Keflavíkurverktökum? Félagið hefur fest sér lóðir við Keflavík, t.d. í Steinás-hverfinu, sem er í brekkunni fyrir neðan Vallargirðinguna, og er talið vænlegt byggingarland í framtíðinni. Þá á það 21,7% hlut í líftæknifélaginu Bioprocess A/S í Danmörku sem er bókfærður á 82 milljónir, en ýmsir telja „góðar vinningslíkur" í því dæmi og að hluturinn eigi eftir að margfaldast í verði á næstu árum. Og hvað með 7,08% hlut Keflavíkurverktaka í Sparisjóðnum í Keflavík sem er annar stærsti eigandinn í Kaupþingi? Bókfært verð hans er 49,9 millj- ónir. En er hann ekki miklu meira virði þvi á næstu árum verða flestir stóru sparisjóðanna orðnir að hlutafélögum og margir þeirra eiga eftir að sameinast? Og hvað með helstu húseignir félagsins í Keflavík, eins og Flughótelið og verslunar- og þjón- ustumiðstöðina Kjarna, sem og húseignir í Njarðvík og við Ný- býlaveg 18 í Kópavogi. Alls eru þessar fjórar fasteignir bók- færðar á 772 milljónir, en brunabótamat þeirra er tæplega 1.700 milljónir? Eru þær auðseljanlegar þótt engin lán hvíli á þeim? Það er ekki sjálfgefið! Þá á félagið þrjú orlofshús, meðal annars glæsilegan bústað í Vaðnesi í Grímsnesi, og átta bygg- ingar á Keflavíkurflugvelli sem tæplega verða seldar á meðan félagið er þar með starfsemi, hver veit þó. Einkaréttur „innan girðingar“ afmuninn Ýmsir hafa velt fyrir sér helstu eign Keflavíkurverktaka, sjálfum famtíðartekjum félagsins, í ljósi þess að einkaréttur þeirra og Islenskra aðal- verktaka innan Vallarins er að hverfa? Félagið hefur að vísu gert fimm ára samning við Varnarliðið um alla viðhaldsþjón- ustu og verkefnastaðan fram undan er sögð ágæt. Engu að síð- ur ákváðu Keflavíkurverktakar í byrjun síðasta árs að heija sókn í framkvæmdir utan Vallarins á næstu árum til að mæta hugsanlegum verkefnaskorti innan hans - eða að minnsta kosti að vera ekki eins háðir Varnarliðinu í tekjum og áður. Núna koma um 90% af tekjum Keflavíkurverktaka frá Varnar- liðinu. Einkarétturinn verður afnuminn í áföngum; 1/3 boðinn út á þessu ári, 2/3 boðnir út 2002 og árið 2003 verður allt boð- ið út. Hvað þýðir þetta fyrir framtíð Keflavíkurverktaka og Bjarna? Félagið hefur sýnt góðan hagnað öll síðustu tíu árin og hagnaður fyrstu sex mánuði þessa árs var yfir 100 milljón- ir eftir skatta. En stóra spurningin er sú hvort hagnaður fé- lagsins muni snarminnka vegna breyttra aðstæðna á Vellin- um? Fái félagið hins vegar í útboðum ríkulegan skerf af þeirri 80 milljarða ijárfestingu, sem Bandaríkjamenn hyggjast fara í á Vellinum til ársins 2017, er eftir miklu að slægjast. Af þessu sést að umræðan um vanmat á eignum og að „rétt gengi“ í við- skiptum með bréfin hefði átt að vera á bilinu 6,0 til 7,0, eða þaðan af hærra, er nokkuð flókin. Nema verið sé að ræða um að leysa félagið upp, sem tæplega er í pípunum á meðan það hefur skuldbundið sig til verka næstu fimm árin. „Strákurinn á alls ekki alla bessa penínga" Menn hafa spurt sig að því hver þessi Bjarni sé eiginlega og hvernig honum hafi tekist að ná Keflavíkurverktökum undir sig á svo skömmum tíma, ekki síst vegna þess að „strákurinn á alls ekki alla þessa peninga", eins og það er orðað, eða um 1.250 milljónir sem hann hefur lagt í fyrirtækið. Hann þurfti aukin heldur ekki að gera yfirtökutilboðið eftir að hann var búinn að ná meirihlutan- um í fyrirtækinu, 50,3%, þar sem fyrirtækið er ekki á aðallista Verðbréfaþings heldur á tilboðsmarkaði. Hins vegar er rétt að minna á að það þarf að ráða yfir 67% hlut í hlutafélagi til að breyta samþykktum þess, 80% hlut til að losna við margfeldis- kosningu og fá alla menn í stjórn og 90% hlut til að geta innkall- að afganginn af hlutafénu. Þá má geta þess að 10% hluthafa í fé- lagi geta óskað eftir hluthafafundi. Þess vegna komst hann yfir félagið Meginástæða þess að Bjarni náði félaginu undir sig er sú að þetta er félag sem hefur verið lokað og nánast harðlæst í um 40 ár. Til að opna félagið var ákveðið að fara með það út á markað til að auðvelda hlut- höfum að selja bréf sín, en margir vildu losna út úr dæminu. Um leið varð félagið hins vegar gegnsætt og yfirtaka á því auð- veldari. Það er einfaldlega eðlilegur hluti af hlutabréfamarkaði að einhverjir yfirtaki félög reglulega og í hlutabréfakreppu skjóta þau tækifæri upp kollinum oftar en ekki. Það var árið 1956 sem iðnaðarmenn stofnuðu fiögur félög suður með sjó. Þetta voru Rafmagnsverktar Keflavíkur, Málaraverktakar Keflavíkur, Járniðnaðar- og pípulagninga- verktakar Keflavíkur og loks Byggingaverktakar Keflavíkur. Megintilgangur þessara félaga á sínum tíma var að tryggja iðn- aðarmönnum á Suðurnesjum aðgang að þeim miklu framkvæmdum fyrir Varnarliðið sem áttu sér stað á Keflavíkurflugvelli. Saman mjmduðu félögin síð- an sameignarfélagið Keflavíkurverktaka sf. hinn 30. október 1961. Þegar félagið var gert að hlutafélagi um mitt ár 1999 með 187 hluthöfum voru gömlu félögin fjögur lögð niður í framhald- inu. Margir þessara hluthafa voru orðnir ellilífeyrisþegar sem vildu ná í „lífeyriseign" sína í Keflavíkurverktökum. Sömuleið- is var nokkuð um erfingja, þ.e. aðra og þriðju kynslóð, sem ekki vildu láta segja sér lengur að þeir ættu íjársjóð sem þeir gætu ekki nálgast öðruvísi en í formi arðgreiðslna, hafi þeir á annað borð fengið arð því nokkuð var lagt upp úr því að halda óráðstöfuðum hagnaði inni í Keflavíkurverktökum sf. til að fé- lagið yrði sem sterkast. Þótt félögin ijögur sem áttu Keflavíkur- verktaka væru mjög lokuð tókst ýmsum að eignast hluti í þeim í gegnum klíku, en mjög miklar hömlur voru á viðskiptum með hlutabréf í þeim. Þetta er sparibaukur Það að líkja Keflavíkurverktökum við sparibauk er ekki ljarstæðukennt. Fjárhagslega er félagið firnasterkt. Heildareignir þess samkvæmt milliuppgjöri 30. júní sl. voru 1.969 milljónir. Heildarskuldir voru aðeins 545 Á þessum bæ vita menn ekki hvað gengistap vegna erlendra skulda er. Það er eitthvað sem þeir heyra og lesa um í fjöl- miðlum að valdi taprekstri víða annars staðar. 38
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.