Frjáls verslun - 01.09.2001, Qupperneq 56
Á
' GESTAPENNI VANDI FLUGLEIDA
Vandi Flugleiða
að hefur legið fyrir í nokkra mán-
uði að rekstrarvandi Flugleiða er
mikill og ekki minnkaði sá vandi
við hina hörmulegu atburði í Banda-
ríkjunum 11. september sl. Beint ijár-
hagslegt tap fyrstu tvær vikurnar á eftír
var sennilega í kringum 200 millj. kr.
og það er útilokað að spá hvaða varan-
leg áhrif þetta hefur á reksturinn.
Rekstur flugfélaga hefur verið mjög
erfiður í Evrópu, örfá bandarísk flug-
félög hafa verið rekin með hagnaði.
SAS flugfélagið, sem hafði spáð að
það myndi ná 7% aukningu á þessu ári,
Gengi hlutabréfa í Flugleidum er
1,70 og samkvæmt því er markaös-
virði 66% afeigin fé 30. júní. Þrátt
fyrir ad segja megi aö hlutabréfí
Flugleiöum séu núna á útsöluverði
þá koma nýir fjárfestar ekki aö fé-
/
laginu. Hvers vegna? Astæöurnar
/
eru tvær, segir Jafet Olafsson.
Eftir Jafet S. Olafsson Myndir: Geir Olafsson
stendur frammi iyrir þvi að aukningin
verði einungis 4,5% en það lá fyrir áður
en hryðjuverkin breyttu þeim vettvangi
sem flugfélögin slást á. Nú er spáð að
engin aukning verði milli ára. Hlutabréf
í SAS eru núna verðlögð á 64% af bók-
færðu eigin fé og hafa aldrei verið lægri.
í Flóabardaganum 1991 fór virði hluta-
bréfanna lægst í 65% af bókfærðu verði.
Gengi hlutabréfa í Flugleiðum er
þegar þetta er ritað 1,70 og samkvæmt
því er markaðsvirði 66% af eigin fé 30.
júní. Það munar nánast engu á Flugleið-
um og SAS, en niðursveiflan á gengi
bréfa í þessum félögum hefur verið
Ef Flugleiðir draga verulega úr ferðatíðni til og frá íslandi
munum við strax sjá samdrátt í ferðamannaþjónustunni.
Hótel, bílaleigur, veitingastaðir, minjagripaverslanir o.fl.
munu bera skarðan hlut frá borði.
mikil. Samt er ekki nema helmingur hlutabréfa í SAS á almennum hlutabréfamarkaði,
helmingur er í eigu ríkissjóðs Svíþjóðar, Noregs og Danmerkur. Þessi samanburður er
settur hér á blað til að sýna fram á að það er mun víðar en á Islandi sem væntingar tjár-
festa til flugfélaga eru daprar. Þrátt fyrir að segja megi að hlutabréf í Flugleiðum séu á út-
söluverði þá koma nýir ijárfestar ekki að félaginu. Astæðurnar eru tvær: I fyrsta lagi mik-
il óvissa í flugi almennt í heiminum og í öðru lagi hvernig geta Flugleiðir brugðist við
rekstrarvandanum umfram það sem þegar hefur verið gert I töluverðan tíma hafa
forráðamenn félagsins sagt að niðurstaðna af heildarendurskoðun á
rekstri félagsins sé að vænta í nóvember og í framhaldi af því verði
gripið til enn frekari aðgerða í rekstrinum.
Flugleiðir skipta miklu meira máli hlutfallslega fyrir Island,
heldur en flugfélög gera víðast hvar annars staðar. Flugleiðir
hafa haldið uppi gríðarlega góðri þjónustu í flugsamgöngum,
ferðatíðni til t.d. London og Kaupmannahafnar er ótrúlega há.
Ef Flugleiðir draga verulega úr ferðatíðni til íslands og frá
munum við strax sjá samdrátt í ferðamannaþjónustunni.
Hótel, bflaleigur, veitingastaðir, minjagripaverslanir o.fl.
munu bera skarðan hlut frá borði. Á undanförnum árum
hefur verið fjárfest gífurlega í hótelbyggingum aðallega
úti á landi. Þetta yrði enn eitt reiðarslagið fyrir lands-
byggðina og má hún síst við því. Áform eru einnig uppi
um verulega aukningu í hótelrými í Reykjavík.
LjÓS í myrkrinu En felast ekki sóknartækifæri
fyrir Island og þar með Flugleiðir eins ástandið
Jafet S. Olafsson, framkvæmdastjóri Verðbréfastof-
unnar hf, er gestaþenni Frjálsrar verslunar að
þessu sinni. Hann Jjallar hér um vanda Flugleiða
og lágtgengi á hlutabréfum í félaginu.