Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2001, Page 105

Frjáls verslun - 01.09.2001, Page 105
Trausti Reynisson, verslunarstjóri í Hagkaup í Smáralind: „Þegar þetta stækkaði og Baugur varð til langaði mig til að breyta til og fór að vinna hjá Hagkauþ þar sem ég hefverið í tvö ár. “ Fv-Mynd: Geir Olajsson. Trausti Reynisson, Hagkaup Smáralind Efiir Vigdísi Stefánsdóttur Trausti Reynisson, versl- unarstjóri í stærstu verslun landsins, Hag- kaup í Smáralind, hefur unn- ið við verslun stærstan hluta ævinnar og segir verslunar- störf eiga hug sinn allan. „Eg vinn þetta starf nú ekki einn,“ segir hann og brosir við. „Með mér eru þijár konur í yfirstjórninni sem gerir að verkum að þetta er auðvitað hálfgert kvennaríki en þær stjórna innkaupum í matvöru og sér- vöru og sjá um rekstarsviðið. Við hittumst daglega kl. 10 og förum yfir stöðuna, skoð- um daginn áður og berum saman við fyrri ár og gerum plan fyrir það sem er á döf- inni.“ Starf verslunarstjóra felur í sér að gera áætlanir um sölu og innkaup ásamt því að ná sölutakmörkum sem sett eru og því að halda viðskipta- vinum verslunarinnar ánægðum. Þegar verslunin er svo stór sem þessi, 10 þús- und fermetrar, liggur í aug- um uppi að verkið er all- nokkuð og til þess þarf dugnað og skerpu. „Eg er fæddur í Reykjavík og bjó fyrstu árin á Lindar- götu en fluttist svo í Ar- bæinn,“ segir Trausti. „Það- an flutti ég í Seljahverfi. Þeg- ar ég flutti að heiman keypti ég mér íbúð í Hafnarfirði og bý þar í dag.“ Dóttir Trausta, Sunna, býr hjá móður sinni. Trausti býr með Agnesi Elfar og dóttur hennar. Trausti fór í Fjölbrautar- skólann i Armúla og var þar um tíma en lauk ekki prófi. Hann ákvað að leggja fyrir sig smíðar og vann við þær í rúmt ár en hugurinn leitaði í verslun þar sem hann hafði unnið um 10 ára skeið í Hóla- garði, hjá Gunnari Snorra- syni. Því varð úr að hann hætti smíðunum og fór að vinna í Bónus þar sem hann var næstu sex árin, m.a. sem verslunarstjóri. Hann segir Bónus góða uppeldisstöð og að þar sé gaman að vinna. „Þegar þetta stækkaði og Baugur varð til langaði mig til að breyta til og fór að vinna hjá Hagkaup þar sem ég hef verið í tvö ár. Eg var verslunarstjóri í Hagkaups- búðinni á Smáratorgi sem svo fluttist hingað yfir og ég með. Ég hef sótt ansi mörg námskeið á vegum Baugs og m.a. var ég á Öngulstöðum í fyrra að læra viðskiptafræði en þar fyrir utan hafa nám- skeiðin verið af ýmsum toga og margvíslegum," segir Trausti. Hvað áhugamál varðar eru þau að mestu bundin heimilinu, þegar aðaláhuga- málið, vinnan, er frátalin. „Vinnudagurinn er oft langur en það er í lagi því ég hef mjög gaman af vinn- unni,“ segir Trausti. „Annars eyði ég frítímanum að mestu með fjölskyldunni og svo hef ég gaman af því að fíflast með félögunum í fótbolta og því að fara í World Class, en það geri ég fimm sinnum í viku, um og upp úr kl. sex á morgnana. “H3 105
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.