Frjáls verslun - 01.09.2002, Page 46
STJÓRNUN STflRFSMATSVIÐTðL
Hið fullkomna
starfsmatsviðtal
Regluleg starfsmatsvidtöl þar sem stjórnendur og
starfsmenn hittast til að fara á hreinskilinn og
uppbyggilegan hátt yfir starfið, framvinduna og
árangurinn erhluti af nauösynlegri og nútímalegri
stjórnun. Kunnátta til ab leiða slíkt viðtal er ekki
meðfædd, hana verður að læra eins og flest annað.
Samantekt: Guðrún Helga Sigurðardóttir
Símon Ellis kemur í árlega skoðun til læknisins. Síðast var
vandamálið streita í vinnunni. Nú er hann kominn í starf
hjá nýju fyrirtæki og likir því saman við dagsbirtu eftir
fimm ár í myrkri því að nú veit hann hvað hann á að gera og
hvaða stöðu hann hefur í fyrirtækinu. „Aldrei hlustaði nokkur
maður, enginn sagði hvað ætti að gera. Maður var svo hjálpar-
vana. Það var streituvaldurinn. Gott fólk fór af því að það fékk
ekki nóg út úr starfinu. Lélega fólkið var um kyrrt af því að eng-
inn tók eftir þvi. Maður skyldi halda að það væri hagur vinnuveit-
andans að ná því besta út úr fólki, eða hvað? Fá starfsmönnum
verk sem þeir eru góðir í og þjálfun ef þess þarf. Manni gafst
aldrei tækifæri til að ræða við yfirmanninn um vinnuna sína.
Hvort ég væri ánægður, hvort þeir væru ánægðir, hvernig allt
gengi,“ segir Símon við lækninn.
Heimsókn Símonar til læknisins er að finna á myndbandi hjá
Vídeó & tölvulausn og eru þar ýmsar skemmtilegar dæmisögur.
I viðræðum Símonar og læknisins felst nefnilega kennsla í því
hvernig góð starfsmatsviðtöl eiga að fara fram. Við höfum tekið
saman nokkur dæmi.
Illa undirbliinn Stjórnandi Símon er skyndilega kallaður inn til
yfirmannsins til að ræða frammistöðuna. Yfirmaðurinn vill ljúka
því af í hvelli því hann hefur mikið að gera og þarf að ræða við
marga. Fljótlega kemur í ljós að yfirmaðurinn hefur ekkert und-
irbúið sig fyrir viðtalið, hvað þá að gefa Símoni færi á slíku.
„Verst hvernig allt fór í handaskolum með enduropnunina," slær
stjórnandinn fram. „En ég var ekki að vinna við enduropnunina,“
svarar Símon. „Nú? Var það ekki?“ svarar stjórnandinn. „Hef-
urðu farið á einhver námskeið? Eða í e-nám?“ spyr yfirmaðurinn
og Símon bendir honum á að hann hafi beðið um slíkt í fyrra en
ekki fengið. Yfirmaður Símonar baunar fram ósanngjarnri gagn-
rýni og Símon verst fimlega. Niðurstaða: „Hann reyndi ekki að
komast að einföldum staðreyndum um mig, hann sagði mér
ekki einu sinni að ég færi í mat á frammistöðu eða gaf mér um-
hugsunartíma. Hann talaði ekki við stjórnanda alþjóðasviðs um
það sem ég vann og hann hafði ekki minnispunkta frá síðasta
starfsviðtali. Hann hafði ekki einu sinni flett upp í skránni um
mig. Aðalsamtal okkar á árinu og hann vann ekki 5 mínútna
heimavinnu! Hann hafði ekki áhuga.“
Lærdómurinn:
Undirbúningur er milálvægur, bæði af hálfú stjórnand-
ans og starfsmannsins.
Gagnrýndu verk, ekki persónur Símon var í þrjú ár í markaðs-
deildinni hjá Ivan hinum stressaða og þar gekk ekki nógu vel.
Símon Ellis kemur í sína árlegu læknisskoðun og fær þar
útrás fyrir það sem miður fór á gamla vinnustaðnum. „Aldrei
hlustaði nokkur maður, enginn sagði hvað ætti að gera.
Maður var svo hjálparvana. Það var streituvaldurinn."
Yfirmaður Símonar baunar fram ósanngjarnri gagnrýni og
Símon verst fimlega. Niðurstaða: „Aðalsamtal okkar á árinu
og hann vann ekki 5 mínútna heimavinnu! Hann hafði ekki
áhuga."