Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2003, Blaðsíða 20

Frjáls verslun - 01.03.2003, Blaðsíða 20
sala FJÖLSKYLDUfrirtækja Eiríkur Sigurðsson, fv. forstjóri 10-11, skellti sér í viðskiptanám til Boston. Eiríkur og Helga störfuðu bæði við fyrir- tækið ásamt elsta syni sínum, Matthíasi. Hinir synirnir, Eiríkur Valur og Sigurður Gísli, voru í skóla en störfuðu við fyrirtækið eftír megni. Bónusfeðgar, Jóhannes Jóns- son og Jón Asgeir Jóhannesson, komu að 10-11 í gegnum innkaupasamstarf og áttu 50 prósent í því í upphafi en voru keyptir út árið 1993 eftír að Hagkaupsfjölskyldan hafði keypt helminginn í Bónus. Þar með áttu frumkvöðlarnir fyrirtækið að fullu. Peningarnir ekkert aðalatriði Eiríkur var alinn upp í heimi smásöluverslunar og hafði starfað við það allt sitt lif, ýmist í eigin fyrir- tæki, fyrirtæki foreldra sinna eða hjá öðrum, en foreldrar hans, Sigurður Matthí- asson og Vigdís Eiríksdóttir, ráku verslun- ina Víði í mörg ár. Eiríkur og Helga höfðu kynnst seven-eleven verslununum í Banda- ríkjunum og höfðu gengið með þann draum í maganum að opna matvöruverslun sem gæti þjónað þörf neytenda fyrir rýmri opn- unartíma en áður hafði þekkst á Islandi. Árið 1990 var opnunartíminn gefinn frjáls og þá taldi Eiríkur vera pláss á markaðnum fyrir nýja tegund hverfisverslana. Viðskipta- hugmyndin var í grófum dráttum sú að hafa fastan opnunartíma frá 10 til 23 sjö daga vik- unnar, hnitmiðað og gott vöruúrval, ferskar vörur, lágt vöruverð, gott hreinlæti og 10-11: LÉT GAMLA DRAUMA RÆTAST Baugur keypti Vöruveltuna hf., sem rak verslanakeðjuna 10- 11, vorið 1999 af stofnendunum, hjónunum Eiríki Sigurðs- syni og Helgu Gísladóttur. Eiríkur og Helga höfðu starfrækt verslanakeðjuna í átta ár. Þau opnuðu fyrstu verslunina í Engi- hjalla í Kópavogi 10. 11. 1991 og ráku samtals 15 verslanir á höfuðborgarsvæðinu þegar þau tóku ákvörðun um að selja. snyrtilegar búðir, réttu litina og rétta lógóið. Áhersla var lögð á að hafa upplýsingakerfi og tölvumál í lagi þannig að staða fyrirtækisins væri ljós frá degi til dags. 10-11 verslanirnar hittu í mark. Þær voru reknar með hagnaði frá fyrsta degi og náðu stórum hluta af markaðnum. Þegar á leið vildu margir kaupa fyrirtækið og tilboðin tóku að streyma inn en fjölskyldan var ekki á þeim bux- unum að selja. Þau langaði frekar að halda áfram að vinna að uppbyggingu fyrirtækisins. „Þó að það sé gott að hafa peninga þá eru þeir ekki aðal- atriði í lífinu. Mestu skiptir að vera ánægður í starfi og hafa gaman af því sem maður er að gera,“ segir Eiríkur. Vegna anna höfðu þau Helga lítið getað tekið sér frí en haustið 1998 fóru þau í frí í hálfan mánuð og þá segir Eiríkur að þau hafi „EG ER FARINN AÐ VERÐA óþolinmóður og mig langar að takast á við stærri og meiri verkefni/1 segir Eiríkur Sigurðsson en vill ekki tilgreina nánar hvað þar verður á ferðinni. Segir það koma í Ijós síðar. 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.