Frjáls verslun - 01.03.2003, Blaðsíða 20
sala FJÖLSKYLDUfrirtækja
Eiríkur Sigurðsson, fv. forstjóri 10-11, skellti sér í viðskiptanám til Boston.
Eiríkur og Helga störfuðu bæði við fyrir-
tækið ásamt elsta syni sínum, Matthíasi.
Hinir synirnir, Eiríkur Valur og Sigurður
Gísli, voru í skóla en störfuðu við fyrirtækið
eftír megni. Bónusfeðgar, Jóhannes Jóns-
son og Jón Asgeir Jóhannesson, komu að
10-11 í gegnum innkaupasamstarf og áttu
50 prósent í því í upphafi en voru keyptir út
árið 1993 eftír að Hagkaupsfjölskyldan hafði
keypt helminginn í Bónus. Þar með áttu
frumkvöðlarnir fyrirtækið að fullu.
Peningarnir ekkert aðalatriði Eiríkur var
alinn upp í heimi smásöluverslunar og hafði
starfað við það allt sitt lif, ýmist í eigin fyrir-
tæki, fyrirtæki foreldra sinna eða hjá
öðrum, en foreldrar hans, Sigurður Matthí-
asson og Vigdís Eiríksdóttir, ráku verslun-
ina Víði í mörg ár. Eiríkur og Helga höfðu
kynnst seven-eleven verslununum í Banda-
ríkjunum og höfðu gengið með þann draum
í maganum að opna matvöruverslun sem
gæti þjónað þörf neytenda fyrir rýmri opn-
unartíma en áður hafði þekkst á Islandi.
Árið 1990 var opnunartíminn gefinn frjáls
og þá taldi Eiríkur vera pláss á markaðnum
fyrir nýja tegund hverfisverslana. Viðskipta-
hugmyndin var í grófum dráttum sú að hafa
fastan opnunartíma frá 10 til 23 sjö daga vik-
unnar, hnitmiðað og gott vöruúrval, ferskar
vörur, lágt vöruverð, gott hreinlæti og
10-11:
LÉT GAMLA DRAUMA RÆTAST
Baugur keypti Vöruveltuna hf., sem rak verslanakeðjuna 10-
11, vorið 1999 af stofnendunum, hjónunum Eiríki Sigurðs-
syni og Helgu Gísladóttur. Eiríkur og Helga höfðu starfrækt
verslanakeðjuna í átta ár. Þau opnuðu fyrstu verslunina í Engi-
hjalla í Kópavogi 10. 11. 1991 og ráku samtals 15 verslanir á
höfuðborgarsvæðinu þegar þau tóku ákvörðun um að selja.
snyrtilegar búðir, réttu litina og rétta lógóið. Áhersla var lögð
á að hafa upplýsingakerfi og tölvumál í lagi þannig að staða
fyrirtækisins væri ljós frá degi til dags.
10-11 verslanirnar hittu í mark. Þær voru reknar með
hagnaði frá fyrsta degi og náðu stórum hluta af markaðnum.
Þegar á leið vildu margir kaupa fyrirtækið og tilboðin tóku að
streyma inn en fjölskyldan var ekki á þeim bux-
unum að selja. Þau langaði frekar að halda áfram
að vinna að uppbyggingu fyrirtækisins. „Þó að
það sé gott að hafa peninga þá eru þeir ekki aðal-
atriði í lífinu. Mestu skiptir að vera ánægður í
starfi og hafa gaman af því sem maður er að
gera,“ segir Eiríkur. Vegna anna höfðu þau Helga
lítið getað tekið sér frí en haustið 1998 fóru þau í
frí í hálfan mánuð og þá segir Eiríkur að þau hafi
„EG ER FARINN AÐ VERÐA óþolinmóður og
mig langar að takast á við stærri og
meiri verkefni/1 segir Eiríkur Sigurðsson
en vill ekki tilgreina nánar hvað þar verður á
ferðinni. Segir það koma í Ijós síðar.
20