Frjáls verslun - 01.03.2003, Blaðsíða 43
YFIRHEYRSLA GRÍMUR SÆIVIUNDSEN
staða í heimi. Yið erum að stórbæta þjónustu okkar. Miklar
framkvæmdir eru á döfinni. Við erum að undirbúa byggingu
framleiðsluhúss sem er stoðstarfsemi við alla okkar vörufram-
leiðslu. Við þurfum að tryggja og styrkja hráefnisvinnsluna. Að
öðrum starfsþáttum ólöstuðum er heilbrigðisþjónustan, þar
sem sjúklingum með psoriasis er sinnt, merkilegasti starfs-
þátturinn. Við höfum rekið þessa starfsemi í tæp níu ár í bráða-
birgðahúsnæði og nú er mjög aðkallandi að komast í varanlega
aðstöðu. Við höfum unnið að því að byggja meðferðarstöð
ásamt gistiaðstöðu fyrir 40 gesti til að byija með. Kostnaðar-
áætlun vegna þessa verkefnis hljóðar upp á 400 milljónir króna.
Þetta hefur verið mitt hjartans mál undanfarin misseri. Ekkert
verkefiii myndi styrkja betur ímynd Islands sem heilsu- og
lækningalands. Þessi tvö verkefni eru bæði aðkallandi, löngu
tímabær og mikilvæg fyrir framhaldið. Síðast en ekki síst er
verkefni um uppbyggingu heilsulindarhótels. Það er gríðarlega
fjárfrekt verkefni sem tæplega kemur til framkvæmda fyrr en
effir nokkur ár. Allir eru sammála um að hótelrekstur eigi
framtíð fyrir sér í Bláa lóninu og við höfum verið að skoða
ýmsar leiðir að fjármögnun. Samkvæmt uppbyggingaáætlun
þýskra ráðgjafa er gert ráð fyrir 150 herbergja fjögurra stjörnu
hóteli með sérstöku baðlóni og sérstakri heilsulindarþjónustu."
- Þetta kostar marga milljarða!
,Að hótelinu meðtöldu. En uppbygging heilbrigðisþjónustunn-
ar, framleiðsluhúsið og uppbygging við heilsulindina er ljárfest-
ing upp á 800 milljónir króna sem þarf ekki að tjármagna alla
með eigin fé, heldur blöndu af eigin fé, lánsfé og hugsanlega
framlögum frá hinu opinbera vegna heilbrigðisþjónustunnar.“
- Hveijir eiga Bláa lónið?
„Stærstu eigendur eru Hitaveita Suðurnesja, Nýsköpunar-
sjóður, Flugleiðir, íslenskir aðalverktakar og 01ís.“
- Hafið þið hug á að fá inn erlenda fjárfesta?
„Við höfum að undanförnu skoðað möguleika þess að fá
erlenda tjárfesta að félaginu en öflug starfsemi við Bláa lónið
er grunnurinn að öflugri útrás. Við hefðum t.d. viljað rann-
saka lífrikið nánar. Það getur kallað á möguleika til samstarfs
við erlend lytjafyrirtæki á sviði húðlækninga þannig að við
erum að skoða það að afla ijár gegnum erlenda aðila. Eg mæti
skilningi og áhuga þegar ég kynni málefni okkar hér heima
en innlendir áhættutjárfestar eru með tjármuni sína bundna í
verkefnum sem þeir komast ekki út úr. Þrátt fyrir vaxandi
bjartsýni er íslenskur Jjárfestingamarkaður frosinn. Þess
vegna höfum við velt fyrir okkur að afla Jjár erlendis til útrásar
og uppbyggingar Bláa lónsins."
- Hver var velta, hagnaður og tap Bláa lónsins í íyrra?
„Veltan í Jýrra nam 578 milljónum króna, hagnaður var 77
milljónir og EBITDA var 80 milljónir. Að því gefnu að ytri
aðstæður verði hagfelldar og ferðamannastraumur verði með
eðlilegum hætti er rekstur heilsulindarinnar, sem nú skapar
mestar tekjur og framlegð, nokkuð tryggur. Við erum bjart-
sýn á áframhaldandi vöxt í framtíðinni.“
- Hvernig líst þér á stefnu ferðamálayfirvalda í mark-
aðssetningu Islands erlendis?
„Mér finnst að það þurfi að stórefla markaðsrannsóknir með
tilliti til þess hvaða ímynd Island hefur og hvaða áhrif við
viljum hafa á þá ímynd gagnvart þeim markhópum sem við
skilgreinum. Eg held að það megi á margan hátt gera mark-
aðsstarfið markvissara. Það er fyrst nú sem stjórnvöld eru
farin að taka til hendinni og setja fjármuni inn í þennan mála-
flokk og er það vel.“
- Trúnaðarbrestur varð fyrir tæpum tveimur árum í
stjórn LyJjaverslunar Islands. Er gróið um heilt?
„Valdabarátta átti sér stað í LyJjaverslun Islands vorið og sum-
arið 2001. Delta blandaðist inn í þá baráttu og það varð mjög
alvarlegur trúnaðarbrestur milli manna. Eg varð undir í þess-
ari valdabaráttu og það hefur ekki enn tekist að beija í brest-
ina. Eg tel að flestir séu sammála um að hagur hluthafa LyJja-
verslunarinnar sé nú verri en ella í kjölfar þessarar
valdabaráttu. En lífið heldur áfram.“
- Mér skilst að þú hafir hugmyndir um að fiæra rekstur
Vals meira í átt til fyrirtækjareksturs?
,Að vinna í fyrirtæki og félagasamtökum er eins og svart og
hvítt. I fyrirtæki tekur maður ákvarðanir og ber ábyrgð á þeim.
I félagasamtökum er það heildin sem ákveður hvernig málum
er skipað. Eg tók við formennsku í Val sl. haust. Við settum á
fót stefnumótunarnefnd sem mun skilgreina starfsemina og
gera tillögur um hvernig Valur á að sinna hlutverki sínu með
þarfir félagsmanna í huga. En þetta er í getjun og ég sé Jýrir
mér að það taki allt þetta ár að spekúlera og velta fyrir sér
hlutum. Síðan verða félagsmenn að ákveða hvernig þeir vilja
sjá Val í framtíðinni.“
- Stjórnvöld hafa gjarnan komið íþróttafélögum til
björgunar. Finnst þér það eðlilegt?
„Stjórnvöld eiga að koma með öflugri hætti að daglegum
rekstri íþróttafélaga og þá sérstaklega barna- og unglinga-
starfi. I Val fer mestur tími foreldra í að rukka æfingagjöld til
að borga þjálfurunum laun - ekki til að efla félagastarfið. Sér-
menntaðir einstaklingar eiga að vinna innan félaganna og
launin eiga að vera greidd af sveitarfélögunum. Hafnfirðingar
borga ákveðna Jjárhæð fyrir hvert barn sem stundar íþróttir.
Þetta er málaflokkur þar sem Reykjavíkurborg þarf að taka
verulega til hendinni. Foreldrarnir eiga að nota sinn tíma til
að efla félagsstarfið og vera með börnunum. Annað er fráleitt
í mínum huga.“ S3 Sjá nærmynd um Grím á næstu opnu.
43