Frjáls verslun - 01.03.2003, Blaðsíða 68
Hjá InnX er
ekki síst gott
ins til að verða sér úti um uppástungur að
því hvernig bæta
„Það kostar ekki neitt að koma hingað með grunnteikningar
og fá tiilögur að uppröðun. Þetta er bara hluti af þeirri þjón-
ustu sem við veitum," segir Arnheiður Vala Magnúsdóttir
hjá InnX.
HEILSfl OG VELLÍÐAN
algengt að hæðarstillingar á borðum nemi að lágmarki 20 senti-
metrum og að rafmagnsborðin, sem bjóða upp á að setið sé við
þau eða staðið eftir þvi hvort notandinn vill, séu það sem koma
skal. „Með því að nota stillanleg borð geta fyrirtæki sparað sér
mikla peninga," segir Arnheiður. „Með því að vera með stillan-
leg borð og stóla fækkar veikindadögum og starfsmaður
getur setið lengur við borðið án þess að þreytast. Kröfur hafa
verið að aukast hvað þetta snertir og ekki síst þar sem um er
að ræða mikla setu á vinnustöðum.“
Breyttar reglur og áherslur í samfélaginu segja til um
breytta hætti við vinnuna.
„Þetta er þegar komið inn í lagaumhverfið í Evrópu og er
því óumflýjanleg þróun. Líklega verður það orðin skylda
innan örfárra ára að vinnustöðvar á Islandi búi yfir þessum
hreyfanleika."
Þarfagreining í örri Sókn Vala segir ennfremur að sú þróun
hafi átt sér stað að fólk sé smám saman að gera sér betri grein
fyrir mikilvægi þarfagreiningar á vinnustöðum. „Það er ekki
svo einfalt að menn fari bara út í búð og kaupi skrifborð,
heldur eru menn að átta sig á því að kaupa þarf skrifborð sem
hæfir hveiju starfi fyrir sig. Það er ekki eins og áður var að
menn keyptu einfaldlega stórt L-laga skrifborð sem voru síðan
einungis nýtt að litlu leyti," segir hún. „Núna er fólk farið að
blanda meira saman stærðum og fer jafiian fram þarfagrein-
ing, sem að mínu mati er mjög nauðsynleg í öllu sem að skrif-
stofunni kemur. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því
hvað menn eru að gera til að geta búið til sem hentugast og
þægilegast vinnuumhverfi fyrir hvern og einn og eru valdir
bæði stólar og borð sem falla að niðurstöðum þessarar þarfa-
greiningar."
Aðspurð hvort mikill munur sé á vinnustöðvum eftir
InnX:
Hreyfanlegar vinnustöðuar
Vinnuumhverfi hins „dæmigerða “ skrifstofumanns
hefur tekið töluverðum breytingum á undanförnum
árum, þarsem áhersla á vinnuvernd hefur verið
að aukast og meira hefur verið lagt upp úr að
vinnustöðvar séu þægilegar oghenti hverjum og
einum einstaklingi.
meiri áhersla hefur verið lögð á hreyfanleika vinnu-
stöðvanna. Með því er átt við að bæði borð og stólar séu
hreyfanlegir og auðveldlega stillanlegir svo allir geti átt
auðvelt með að finna þær stellingar sem best henta miðað við
vinnuna sem verið er að framkvæma. Að sögn Arnheiðar Völu
Magnúsdóttur, ráðgjafa í húsgagnadeild InnX, Faxafeni 8, er
störfum svarar Vala því til að svo geti verið og að t.d. geti verið
töluverður munur á hveiju skrifstofuhúsgagni fyrir sig.
„Til dæmis erum við að bjóða upp á stóla frá 9.900 krónum
og svo aðra sem kosta allt upp í 99.000 krónur og getur hvor
um sig virkað prýðilega á þeirri vinnustöð sem um ræðir þar
sem þeir þjóna mismunandi áherslum. Stundum eru störf
einfaldlega þannig að í þau þarf ekki íburðarmeiri stól en
þann sem ódýrastur er og í því tilfelli mætti spara tölverða
peninga. Á móti geta störfin svo boðið upp á þunga setu - jafn-
vel að setið sé allan daginn - og þá verða kröfurnar meiri. I síð-
arnefnda tilfellinu gæti borgað sig að hafa heilsuna að leiðar-
ljósi og ijárfesta í rafmagnsborði og dýrari og betri stól, en
þannig mætti tjárfesta í meiri vellíðan og því betri starfs-
manni,“ segir Vala. „Eins og áður segir er heilmikil vakning í
þessu hér á landi og í raun erum við rétt að byija í þessu átaki.
En betur má ef duga skal.“ B3
68