Frjáls verslun - 01.03.2003, Blaðsíða 30
SALA FJOLSKYLDUfyrirtækja
Hekla:
BfiRNIN FÆRU EKKIINN í HEKLU
Tryggvi Jónsson hafði frétt að Sverrir bróðir minn vildi selja
sinn hlut í Heklu og gerði okkur báðum tilboð um meiri-
hlutann í félaginu. Þetta kom flatt upp á mig því að ég hafði
Tryggvi Jónsson.
Sigfús R. Sigfússon.
Sverrir Sigfússon.
UIÐ VILDUM EKKI AÐ það færi eins fyrir Heklu
og mörgum öðrum fyrirtækjum að liðast
í sundur þegar þriðja kynslóðin tæki
við þannig að við höfðum gert
með okkur samkomulag um að börnin
okkar færu ekki inn í Heklu,“ segir Sigfús
Sigfússon, starfandi stjórnarformaður Heklu.
ekkert verið á þeim buxunum að selja. Þetta var ekki auðveld
ákvörðun fyrir mig en þegar ég fékk svona gott tilboð, sem
var erfitt að hafna eftir langt og farsælt starf, þá fannst mér að
ég ætti að taka því, ekki síst til að bróðir minn
gæti selt sinn hlut. Við vildum ekki að það
færi eins fyrir Heklu og mörgum öðrum fyrir-
tækjum að liðast í sundur þegar þriðja kyn-
slóðin tæki við þannig að við höfðum gert
með okkur samkomulag um að börnin okkar
færu ekki inn í Heklu,“ segir Sigfús Sigfús-
son, starfandi stjórnarformaður Heklu.
Foreldrar Sigfúsar og Sverris stofnuðu
Heklu árið 1933 og því voru bræðurnir Sigfús
og Sverrir „fæddir inn í fyrirtækið“ og höfðu
báðir starfað þar lungann úr sinni starfsævi.
Tryggingamiðstöðin kom inn í Heklu fyrir
átta árum þegar TM keypti hlut Margrétar
Sigfúsdóttur í fyrirtækinu. Skömmu áður
höfðu Sigfús og Sverrir keypt hlut Ingi-
mundar bróður síns. Stefnan hafði verið á
skráningu á markað þegar tilboðið barst frá
Tryggva. ,Auðvitað er eftirsjá að Heklu, það
rennur Heklublóð í mínum æðum og það
breytist aldrei. Menn koma og fara en fyrir-
tæki eiga að vera eilíf. Það er okkur þess
vegna mikið hugðarefni að fyrirtækið dafni
áfram undir sterkri stjórn eigenda þegar við
drögum okkur í hlé,“ segir Sigfús. ffil
Uedes:
REKA OLSEN OG
FASTEIGNAFÉLAG
Hagkaup keypti árið 2000 leikfangaverslunina Vedes í
Kringlunni af Guðbergi Kristinssyni og Kolbrúnu Jóns-
dóttur, þar sem þau vildu minnka við sig. Hagkaup tók yfir
samning um verslunarhúsnæði í Smáralind og rekur því í
dag verslanir undir nafninu Dótabúðin. Sonur eigend-
anna, Hrafn, starfaði með þeim í versluninni og er í dag
innkaupastjóri í Hagkaup. Sjálf reka þau fasteignafélag og
kvenfataverslunina Olsen að Laugavegi 25. HH
ÍSKRAFT:
SELT1999
Rafiðnaðarverslunin ískraftvar stofnuð árið 1975 af Herborgu
Halldórsdóttur og Hreggviði Þorgeirssyni verkfræðingi.
Húsasmiðjan keypti Iskraft haustið 1999 og voru aðaleigendur
þá hjónin Herborg og Hreggviður og börn þeirra, verkfræð-
ingarnir Snorri, Halldóra og Þráinn Valur. Aðrir eigendur voru
Ulfur Sigurmundsson og bræðurnir Asgeir Friðsteinsson og
Kristján Friðsteinsson. Herborg og Hreggviður, Þráinn Valur
og Snorri störfuðu öll við Iskraft og sömdu Valur og Snorri um
áframhaldandi störf til þriggja ára eftir söluna. Þráinn Valur er
nú framkvæmdastjóri hjá JHM Altech og Snorri er deildarstjóri
hjá Fálkanum. Halldóra rekur eigið ráðgjafa- og verkfræði-
fyrirtæki, Alta ehf. Herborg og Hreggviður eru hætt öllum
rekstri og komin á eftirlaun. Asgeir starfar enn hjá ískraft. [H
30