Frjáls verslun - 01.03.2003, Blaðsíða 44
Grímur og eiginkona hans, Björg Jónsdóttir, eru í gönguklúbbnum Labbabörum.
Eldhuginn
Margir muna eftir Grími Sæmundsen úr fót-
boltanum fyrir 20 árum eða félagsstarfi á vegum
Vals og ekki hafa færri tekið eftir honum í
tengslum við upþbyggingu Bláa lónsins. Grímur
er í nærmynd Frjálsrar verslunar að pessu sinni.
Eftir Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur Myndir: Ur einkasafni
Grímur Sæmundsen, framkvæmdastjóri Bláa lónsins, er
áræðinn, ákveðinn og vinmargur maður, eins og Eðvarð
Júlíusson, stjórnarformaður Bláa lónsins, orðar það, en
þeir hafa unnið saman í 11 ár. Hann er metnaðargjarn, dug-
legur og atorkusamur maður sem er ákaflega mannblendinn.
Hann er hæfileikaríkur og afburða námsmaður enda fór hann
létt í gegnum læknisfræðina á sínum tíma. Hann áttaði sig þó
fljótlega á því að hann fengi ekki nógu mikla útrás í starfi sem
læknir og fór því að leita á mið viðskiptanna. Grímur er
afskaplega orkumikill maður og fullur vilja til þess að láta gott
af sér leiða og hafa áhrif á umhverfi sitt. Hann vill hafa mörg
járn í eldinum og sagt er í gríni að honum líði ekki vel nema
að hafa bókað tvo fundi á sama tíma, slíkur er áhuginn og
viljinn til að koma miklu í verk.
Hrífur fólk með Sér Grímur er sagður duglegur og drífandi,
hugmyndaríkur og kraftmikill hugsjónamaður og eldhugi
sem vill stýra og stjórna eftir sínu höfði. Hann getur verið
„aggressívur", eins og stundum er sagt, en er jafnframt hlýr
og yndislegur maður og góður vinur. Hann er keppnismaður
og þolir illa að tapa. Bróðir hans, Ari Sæmundsen, fram-
kvæmdastjóri Gróco, segir að á æskuárunum hafi fótbolti átt
hug Gríms allan. Hann hafi einnig spilað handbolta um tíma
en ákveðið svo að helga sig fótboltanum. Grímur fékk mikla
útrás fyrir keppnisskapið og tókst að virkja það til góðs. Hann
er fyrirliði að eðlisfari og á auðvelt með að hrífa fólk með sér.
Hann er þó ekki allra. Hann er sagður afskaplega ákveðinn,
jafnvel frekur, og ekki mikið fyrir málamiðlanir en hlustar og
getur tekið rökum. Hann þykir skemmtilegur í rökræðum.
Hann er eldhugi sem á það til að rjúka áfram án þess að hafa
hugsað málin til hlítar en hann hefúr haft lag á að velja með
sér samstarfsmenn sem halda honum við jörðina þegar þörf
krefur. Samstarfsmenn hans læra fljótt að láta í sér heyra.
Anna G. Sverrisdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Bláa
lónsins, segir að Grímur sé góður stjórnandi, frjór og dríf-
andi. Hans meginstyrkur sé frumkvöðlakrafturinn og hug-
myndaauðgin. Hann stoppi ekki lengi í einu, það sé aldrei
„dauð stund í kringum hann“ en hann treysti samstarfsfólki
sínu til að vinna úr hugmyndum sínum. Hann geri miklar
kröfur en sé jafnframt hvetjandi. „I þessi rúm átta ár sem ég
hef þekkt hann hefur hann vaxið sem stjórnandi og lært
meira að hlusta á menn. Hann fylgist vel með því sem er að
gerast, er fljótur að tileinka sér hlutina og skilja þróunina á
sínu sviði. Oftast gleymi ég því að hann er læknismenntaður,
það er manni ekki ofarlega í huga þvi að hann er svo sjóaður
í viðskiptum og þannig þekki ég hann rneira," segir hún.
44