Frjáls verslun - 01.03.2003, Blaðsíða 76
Reynir Sigurðsson,
Guðmundur Gauti
Reynisson og Egill
Fannar Reynisson
segjast sofa vel á
næturnar.
en ab hvílast er annað
b / Feðgarnir hjá Betra Bak hafa frá upphafi einsett sér að vera leiðandi í
/ nýjungum á rúmamarkaði. Þeir hafa fylgt Jneirri öru þróun sem hefur átt sér
A stað í heiminum síðastliðin 10 ár.
Betra Bak hefur alla tíð sérhæft sig í stillanlegum rúmum og heilsudýnum. Dýnurnar
og rúmin koma alls staðar að, svo sem Ameríku, Þýskalandi, Hollandi, Italíu, Dan-
mörku og víðar. Þar er að finna allar gerðir rúma, allt frá hinum þekktu Spring Air®
amerísku heilsurúmum, til hátísku ítalskrar hönnunar sem ber alveg gerólíkt yfirbragð. En
eins og feðgarnir henda á hefur þróunin orðið sú að við sækjum meir og meir í evrópskan innaiv
hússtíl. Þeir hafa hrugðist við með því að opna stóran og glæsilegan sýningarsal á neðri hæðinni
með evrópskum rúmum og fataskápum frá TM-Line í Danmörku. Nú er hægt að fá allt í svefnherhergið
í Betra Bak, rúmið, rúmfötin, teppasettið, fataskápinn o.f.l. Tempur þrýstijöfunarefnið, sem geimferða-
stofnun Bandaríkjanna (NASA) bjó til á sínum tíma, var fyrsta varan sem Betra Bak byrjaði með og hefur
sú dýna verið ein mest selda heilsudýna landsins undanfarin ár. Stefna fyrirtækisins er að halda áfram á sinni braut
og vera alltaf opið fyrir góðum nýjungum sem enda í vel búnum svefnherbergjum landsmanna.