Frjáls verslun - 01.03.2003, Blaðsíða 67
HEILSfl OG UELLÍOAIU
Góðar æfingar
Háls, axlir og linakki
Axlir og háls eru undir miklu álagi alla daga og margir finna
fyrir vöðvabólgu og öðrum kvillum. Til þess að losna undan
þeim eða að minnsta kosti reyna að minnka vandamálið, er
gott að gera nokkrar einfaldar æfingar daglega. Þær er hægt
að gera á skrifstofunni eða heima við, eða bara þar sem
maður er staddur hverju sinni. Gerið allar æfingar hægt og
rólega og umfram allt mjúklega.
1 Andaðu að þér og um leið og þú andar hægt frá þér skaltu
þrýsta hökunni að bringunni og búa þannig til langa
teygju á aftanverðan hálsinn. Taktu nokkur djúp andartök
með hökuna þannig og lyftu henni svo aftur á meðan þú
andar hægt að þér.
2 Andaðu að þér og svo hægt frá þér aftur. Um leið og þú
andar frá þér, skaltu þrýsta hægra eyranu niður að
öxlinni, eins langt og það nær. Andaðu inn í teygjuna sem
myndast, hægt og rólega og djúpt nokkrum sinnum.
Lyftu eyranu svo um leið og þú andar að þér. Endurtaktu
hinum megin.
3 Gerðu eins og þegar þú þrýstir eyranu að öxlinni en bættu
því við að þrýsta hökunni niður að bringu og rúllaðu
þannig höfðinu til í hvert sinn sem þú andar frá þér.
4 Andaðu að þér og lyftu öxlunum upp að eyrunum eins
hátt og þú getur. Láttu þær síðan falla og andvarpaðu
„ahhh“ um leið. Endurtaktu nokkrum sinnum.
5 Lyftu öxlunum upp og snúðu þeim í hringi. Fyrst í aðra
áttina og svo í hina.
Á floti
Skemmtileg stund þarf ekki að kosta mikið, hvorki í
tíma né peningum. Það eitt að bregða sér í sund getur
hreinlega bjargað deginum, hvort sem lagt er af stað
kl. 6.30 að morgni eða stund notuð milli stríða.
Það er eiginlega alveg ótrúlegt hversu miklu það breytir
að fara í sund. Örþreyttur forstjórinn er símalaus og enginn
nær til hans nema þeir sem eru með honum í sundi, litlar
Andlitið
Vöðvar andlitsins eru í stöðugri vinnu alla daga við að anda,
tyggja, tala, hlæja, gráta, kyssa, brosa, gretta sig, hnerra og þar
fram eftir götunum. Það rignir á andlitið, sólin skín á það, snjór-
inn fellur á það, snyrtivörur þekja það og ýmsar rispur henda
það. Af og til þarf andlitið að losa um spennu og hér eru nokkrar
góðar æfingar til þess.
1 Sestu í þægilegan stól eða á gólfið. Sittu með bakið beint og
lokaðu augunum. Einbeittu þér að andardættinum, kalt loft
inn, heitt loft út. Nuddaðu svo saman lófúnum rösklega og
leggðu þá svo yfir lokuð augun. Endurtaktu nokkrum
sinnum. Þetta róar taugarnar í augunum og svæðið
umhverfis augun.
2 Leggðu vísifingur og löngutöng beggja handa á mitt ennið.
Nuddaðu svo hringi um allt ennið út á við og að gagnaugum.
Stoppaðu þar og nuddaðu gagnaugun því þar saihast oft
mikil spenna. Nuddaðu svo niður kjálkann og aftur upp.
3 Notaðu tvo fingur hvorrar handar til að nudda í kringum
augun. Byrjaðu með því að stijúka upp með nefinu og upp
á augabrúnir. Fylgdu augntóttunum og farðu í hringi.
Endurtaktu nokkrum sinnum.
4 Þrýstu tönnunum fast saman og beraðu tennurnar eins og
þú getur. Finndu hvernig kinnar, haka og háls strekkjast
Haltu þessari stöðu smástund og slepptu svo. Endurtaktu
nokkrum sinnum.
5 Krumpaðu andlitið eins og þú getur. Settu stút á varirnar,
togaðu kinnarnar upp að nefinu og settu í brúnirnar. Haltu
um stund og slepptu svo. Endurtaktu nokkrum sinnum.
6 Andaðu djúpt að þér og andaðu svo rösklega frá þér með
galopnum munni. Settu tunguna út eins langt og hægt er og
segðu Ahhhhhhh um leið og þú opnar augun vel. Endur-
taktu þrisvar.
Klíptu í kinnarnar á nokkrum stöðum. Það bætir blóðrásina
til muna. B3
líkur eru á því að eitt eða neitt trufli stundina. Við að synda
rösklega nokkrar ferðir fer blóðið að renna hraðar og jafn-
vægi kemst á þreytta vöðva og seta í heita pottinum innan
um skemmtilegt fólk gefur deginum gildi auk þess sem
fréttamolar dagsins síast inn. Eftir sundið eru líkami og sál
endurnærð og tandurhrein og maginn galtómur. Það er
nefnilega eitthvað sem gerist í sundi sem verður þess vald-
andi að hungrið sverfur að. Þá er gott að hafa verið skyn-
samur og tilbúinn með hollustufæði svo ekki læðist að
löngun til að kaupa eitthvað fitandi. Þó það sé ljúft að sporð-
renna pylsu með öllu og drekka með gos - og hafa súkkulaði
í eftirmat! H3
67