Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2003, Blaðsíða 88

Frjáls verslun - 01.03.2003, Blaðsíða 88
Unnur Valborg Hilmarsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Hreyfingar. „Það er varla hægt að hugsa sér meira lifandi og kröft- ugri vinnustað en hér." Mynd: Geir Ólafsson Unnur Valborg Hilmarsdóttir, Hreyfingu Eftir Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur W Istarfi mínu aðstoða ég framkvæmdastjóra fyrir- tækisins við dagleg störf og deildarstjóra fyrirtækis- ins við að ná markmiðum sínum í starfi. I Hreyfingu starfa þrír deildarstjórar sem stýra einkaþjálfun og hóptímum, þjónustufull- trúum, móttöku og barna- gæslu. Þeir vinna eftir ákveðnum markmiðum og leiðum og ég aðstoða þá við að vinna að þeirra mark- miðum. Svo lít ég á það sem mitt hlutverk að hvetja alla starfsmenn í fyrirtækinu til að ná sem mestum árangri í starfi,“ segir Unnur Valborg Hilmarsdóttir, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Hreyfingar. Unnur kom fyrst inn á lík- amsræktarstöð fyrir tíu árum og var þá að sækja um starf í afgreiðslu sem hún og fékk. Hún hefur starfað við þessa grein nokkurn veginn óslitið síðan, með tveggja ára hléi þó þegar hún einbeitti sér að námi og eignaðist barn. Þegar hún hóf störf eftir það var það á öðrum vinnustað sem átti ágætlega við hana en þegar Agústa Johnson, fram- kvæmdastjóri Hreyfingar, leitaði til hennar aftur þá ákvað hún að taka stökkið. „Þetta er lifandi og skemmti- legur vinnustaður. Hér er mikið af ungu fólki að vinna, að ekki sé talað um alla við- skiptavinina sem maður er farinn að þekkja eins og vini og flölskyldu. Margir hafa verið lengi að æfa hérna og svo er alltaf að bætast við nýtt fólk. Það er varla hægt að hugsa sér meira lifandi og kröftugri vinnustað en hér,“ segir hún. A þeim tíu árum sem liðin eru frá því Unnur kom fyrst inn í líkamsræktargeirann hafa orðið gríðarmiklar breytingar. „Sá hópur er sístækkandi sem stundar þjálfun að staðaldri sem er mjög gleðilegt, og þjálfunar- formið er sífellt að breytast. Það eru alltaf að koma fram einhveijar nýjungar, sem við reynum eftir fremsta megni að tileinka okkur og bjóða viðskiptavinum upp á. Sumt stenst tímans tönn, annað ekki. Við fylgjumst ávallt vel með því sem er að gerast erlendis. A þessum tíma hefur starfsfólki fjölgað gríðarlega þannig að rekstur- inn er stærri og meiri um sig en þegar ég byrjaði. Við höfum jafnt og þétt verið að fínpússa starf fyrirtækisins með það að markmiði að geta betur þjónað sístækkandi hópi viðskiptavina." Starfsmenn Hreyfingar eru um 60 talsins, þar af eru margir i hlutastörfum og þeir eru um 4.500 til 5.000 ein- staklingarnir sem æfa í Hreyfingu. Unnur er fædd 1973 og alin upp á Hvammstanga til níu ára aldurs að hún flutti í Arbæinn. Hún hefur eytt miklum tíma á Hvamms- tanga. „Það er mitt afdrep í erlinum, þar næ ég að upplifa algjöra slökun. Eg reyni að fara þangað eins mikið og ég get,“ segir hún. Hún bytjaði hjá Hreyfingu 1993, árið sem hún útskrifaðist stúdent, og gerði svo smáhlé á starfi sínu þar meðan hún var að ljúka Kennaraháskólanum. Hún útskrifaðist úr honum 1998. Unnur á fimm ára strák sem heitir Myrkvi Þór. Hvað áhugamálin varðar þá hefur Unnur flölmörg áhugamál. Hún les mikið. „Eg einset mér að lesa a.m.k. 30 mínútur á degi hveijum, bæði til að fríska upp á þekk- inguna og svo er lestur frábær leið til að slappa af. Mér finnst ákaflega gaman að ferðast, bæði innanlands og utan og reyni að gera sem mest af því. Eg ferðast innan- lands á sumrin og erlendis á veturna. Eg er t.d. nýkomin frá San Francisco þar sem ég var á tjögurra daga heilsu- ráðstefnu í Bandaríkjunum. A henni var boðið upp á nám- skeið í sambandi við heilsu- geirann, t.d. rekstur og starfsmannahald og svo er í tengslum við þessa ráð- stefnu haldin gríðarlega stór sölusýning þar sem allar nýj- ungar eru kynntar. Það er áhugavert og gefandi að komast á svona ráðstefnu til að sjá hvað er efst á baugi hverju sinni.“S!i 88
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.