Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2003, Blaðsíða 51

Frjáls verslun - 01.03.2003, Blaðsíða 51
VIDTflL HILDUR NJflRDVÍK nýjum fulltrúum. Mín skoðun er sú að það sé eðlilegt að stofn- fjáreigendur velji sína fulltrúa sjátfir. Mér skilst að fram að þessu hafi stjórnin yfirleitt verið sjálfkjörin enda virðist ekki hafa verið mikill áhugi á mótframboði. Þátttaka á aðalfundum hafi ekki verið mikil og það hafi ríkt hálfgerð deyfð og áhuga- leysi. Það er takmarkað hversu mikið stofnfé hver og einn má eiga svo að hver eigandi hefur lítið vægi. En á aðalfundinum gerðu stjórnljáreigendur sér grein fyrir því að það felst heil- mikið vald í því að kjósa í stjórn og mér fannst frábært að þeir skyldu nýta sér það. Eg held að stofnijáreigendur geri sér grein fyrir því að kosning til stjórnar er þeirra tækifæri til að gæta hagsmuna sinna. Það komu margir á fundinn til að nýta sér réttinn til að kjósa í stjórn og mér skilst að mjög mörg umboð hafi verið veitt,“ segir Hildur. í sátt otj samlyndi Hildur segir að þau Pétur og varamenn þeirra muni nú vinna að þeim markmiðum og loforðum sem þau hafi gefið stofnijáreigendum. „Það er fyrst og fremst að leita allra leiða til að gera þeim stofnijáreigendum, sem það kjósa, kleift að selja stofnfé sitt á sanngjörnu markaðsverði. Það er ekki sjálfgefið að þeir vilji allir selja stofnfé sitt en okkur finnst eðlilegt að leita leiða fyrir þá sem það vilja,“ segir hún og telur niðurstöðuna í stjórnarkosningunni vera skýra vísbendingu til stjórnar um það hver vilji stofnijáreigenda sé. Hún býst við að stjórnin öll taki þátt í þeirri vinnu. Ný stjdrn mun fyrst og fremst leita allra leiða til að gera þeim stofnfjáreigendum sem það kjósa kleift að selja stofnfé sitt á sanngjörnu markaðsverði. Hildur telur niður- stöðuna í stjórnarkosningunni vera skýra vísbendingu um það hver vilji stofnfjáreig- enda sé og býst við að stjórnin öll taki þátt í þeirri vinnu. - Hefur sá darraðardans, sem átti sér stað í sumar, ein- hver áhrif á starfsandann í stjórninni? „Eg á ekki von á öðru en að við getum öll unnið saman í sátt og samlyndi. Eg held að stjórnarmenn horfi fram á við og starfi saman með hagsmuni stofnijáreigenda og sparisjóðsins að leiðarljósi," svarar hún. Margir urðu hissa þegar fréttir bárust um að nýju samtökin hefðu náð tveimur fulltrúum í stjórn og Hildur viðurkennir að það hafi líka komið sér á óvart. „Við höfðum alltaf á stefnu- skránni að koma Pétri inn og helst fleiri fulltrúum en við vissum ekki hveiju við máttum eiga von á. Við höfðum sam- band við stofnijáreigendur og þeir höfðu greinilega margir kynnt sér þetta og voru búnir að mynda sér ákveðna skoðun en það var erfitt að draga ályktun af þessum samtölum um það hvernig okkur myndi ganga. Við reiknuðum með að ná kannski tveimur fulltrúum í stjórn en vorum alls ekki viss um að það myndi ganga eftir. Við gerðum okkur ekki grein fyrir að fylgið yrði jafn mikið og raun bar vitni, nálega 48% atkvæða, en aðeins 536 atkvæði vantaði til að við næðum meirihluta." Búin að (ara hring Af framansögðu er ljóst að Hildur er hressileg ung kona sem ætlar að vinna að brautargengi stofn- fjáreigenda næsta árið. En hverra manna er hún? Hún er dóttir Njarðar P. Njarðvík, prófessors og rithöfundar, og eigin- konu hans, Beru Þórisdóttur menntaskólakennara, miðju- barnið í þriggja systkina hópi. Hildur er lögfræðingur að mennt og starfar nú sem yfir- maður sektadeildar lögreglunnar í Reykjavík. Þetta er 22 manna deild sem sér um fullnustu og innheimtu á fésektum og sakarkostnaði. Þó að lögfræðin nýtist henni ágætlega í starfi þá eru verkefnin í dag fyrst og fremst stjórnunarlegs eðlis. Hildur var áður starfsmaður á nefndasviði Alþingis í tvö ár og þar áður starfaði hún í eitt ár á varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Það er þó óhætt að segja að hún þekkir vel til hjá lögreglunni í Reykjavík því að hún hafði starf- að þar í nokkra mánuði áður en hún lauk háskólanámi og vann eftir það í tæp sex ár á ákærusviði. Það má því kannski segja að hún sé nú búin að fara í hring og sé komin heim aftur. „Eg hef öðlast góða reynslu gegnum tíðina. Það er ríkt í mér að vilja takast á við krefjandi verkefni og kynnast nýju fólki," segir hún. ffl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.