Frjáls verslun - 01.03.2003, Blaðsíða 38
NÁMSKEIÐ RUBINSTEINS
Regla eða ringulreið?
Efdr Jón G. Hauksson Mynd; Geir Ólafsson
Ef þið viljið sneiða hjá vandamálum þá er þetta lausnin:
Einbeitið ykkur að því að sjá framtíðina fyrir og færið
hana yiir í núið. Það ,4eysir málin“ vegna þess að þau
verða aldrei að neinum máltrni."
Þetta var eitt af mörgum góðum ráðum sem Moshe Rubin-
stein, fyrrum prófessor við Kaiiforníuháskólann í Los Angeles,
veitti stjórnendum á tveggja daga námskeiði sem útgáfufélagið
Heimur, sem m.a. gefur út Frjálsa verslun, hélt nýlega í sam-
vinnu við Háskólann í Reykjavík. Rubinstein, sem er upprunn-
inn í Israel, hefur komið nokkrum sinnum til landsins. Hann
hélt t.d. afar fróðlegt námskeið á vegum Frjálsrar verslunar
vorið 1996.
Leiftrandi frásagnargleði Rubinstein var líflegur að venju,
byggði námskeið sitt á leiftrandi frásagnargleði og braut það
upp með verkefnum fyrir vinnuhópa. Þannig hélt hann athygl-
inni. Hann nefndi mörg dæmi um það hvernig skörp framtíðar-
sýn hefði hjálpað mörgum fyrirtækjum og „leyst mál“ með því
að þau urðu aldrei að neinum málum. Þetta ætti ekki aðeins við
um stefnumörkun heldur einnig innra verkferli og skipulag. Að
færa framtíðina yfir í núið er sömuleiðis nauðsynleg aðferð við
að ráða fólk í vinnu. Þar, eins og annars staðar, er ekki gott að
vera vitur eftir á; sjá hlutina ekki fýrir.
Mér þótti einkar athyglisvert hvernig hann hvatti menn til að
gera sér far um að komast út úr vanahugsuninni. „Verið trum-
legir í leit að bestu lausninni, hugsið hlutina frá öðrum vinklum
tíl að öðlast nýja og ferska sýn, aðra en þessa vanabundnu."
Hann taldi að bestu hugmyndirnar fæddust frekar í ringul-
reið en reglu. Rök hans eru að í ringulreiðinni brotni múrar og
menn komist út úr viðjum vanans - og leyfi sér frjórri hugsun
fyrir vikið. „I ringulreiðinni fæðastyfirleitt bestu lausnirnar." Til
að hrinda fersku hugmyndunum í verk þyrftí hins vegar reglu.
Þessu tengt er raunar hin gullni frasi í stjórnun um að það sé
munur á því að gera réttu hlutina og að gera hlutina rétt
Mannleg samskipti Hann kom inn á það hve mannleg sam-
skipti geta verið flókin því sínum augum líti hver á silfrið.
Innan hópa leggi menn oft ekki sama mat á það sem virðist
sáraeinföld mál og þekktar stærðir - og upplifi atburði mjög
mismunandi. Af þessu leiði t.d. að verðmætamat seljenda og
kaupenda á sömu vörunni geti verið mjög frábrugð-
ið og þar með ólíkar skoðanir á ávinningi beggja
af viðskiptunum. Þess vegna sé bráðnauðsyn-
legt að fyrirtæki hlustí vel á viðskiptavini sína,
finni út óskir þeirra og þarfir, og bjóði þeim það
sem þeir vilja fá, en ekki bara það sem hentar
fyrirtækinu sjálfu - og þægilegast er fyrir það að
framleiða.
38
Rubinstein fór mörgum orðum um mikilvægi þess að allir
starfsmenn fyndu tíl sín og hefðu eldmóð og áhuga á að leysa
úr vanda viðskiptavina, þótt hann væri ekki endilega á þeirra
sviði. Hann benti á að ekkert færi eins illa í fólk og að mæta
sinnuleysi þegar það hringdi í fyrirtæki. Hver einastí starfs-
maður, í hvaða deild sem hann kynni að vera, væri fyrirtækið í
augum viðskiptavinarins og það ætti að sinna honum og greiða
götu hans.
Sambönd mikílvsg Hann nefndi mikilvægi sambanda. Fyrir
okkur Islendinga kann þetta að koma á óvart þar sem afiir
þekkja alla, tengjast einhvern veginn þvers og kruss, og geta
yfirleitt leitað til allra eftír ráðum. En hann vill að menn komi sér
upp skipulögðu neti tengsla þar sem þræðir figgi tíl vina og
kunningja - sem og til afira átta í viðskiptalífinu. Tilgangurinn
væri að geta leitað til mjög ólíks utanaðkomandi fólks tíl að fá
ráð. Það væri einu sinni þannig að þeir, sem kæmu utan að,
hefðu aðra sýn á vandamálinu en þeir sem fengjust við hlutina
frá degi til dags. Þeir dyttu því oft niður á eitthvað „frumlegt og
galið“ sem innanbúðarmönnum kæmi ekki til hugar. (Með
öðrum orðum: Það er meiri ringulreið í hugsun þeirra utanað-
komandi við lausn vandamála innan fyrirtækja).
Að lokum þetta. Þegar Rubinstein hóf kennslu við Kali-
forníuháskóla fyrir mörgum árum gekk hann ásamt konu sinni
eitt kvöldið um hverfið tíl að skoða hús í fimm mínútna göngu-
leið frá skólanum. Ekkert hús var tíl sölu. Hann beið ekki eftír
því að eitthvert hús þarna kæmi á söluskrá eftír svo og svo
mörg ár. Hann fann gott hús, hringdi á dyrabjöllunni og kvaðst
vilja kaupa húsið. Hann var fluttur í það nokkrum vikum síðar.
Hann færði framtíðina yfir í núið - og losaði sig í leiðinni við eril
og ótal umferðarhnúta næstu ára við að komast í skólann. Hann
leystí málið með því að
gera það aldrei að
neinu máli. H3
Moshe
Rubinstein,
fyrrum
prófessor við
Kaliforníu-
háskólann í
Los
Angeles:
í ringulreið-
inni fæðast
yfirleitt bestu
lausnirnar.