Frjáls verslun - 01.03.2003, Blaðsíða 75
HEILSfl OG UELLÍÐAIM
Jóga er lífsstfll
að er eðlilegt að kvíða fyrir ákveðnum aðstæðum eins og
að fara til tannlæknis, erfiðu ferðalagi og öðru sliku. Það
er þó ástæða að staldra við og skoða málið ef kvíðinn er
orðinn viðvarandi og stafar ekki af neinu sérstöku.
Jákvæð Streita misskilningur Ýmsar leiðir er hægt að fara til að
takast á við slíkan kvíða og jóga er ein þeirra. Asmundur Gunn-
laugsson, jógakennari hjá Yoga Studio, heldur sérstök nám-
skeið þar sem kennt er með jóga að ná tökum á kvíða.
„Það er mjög stutt á milii þess að vera stressaður og kvíð-
inn,“ segir Asmundur. „Það er oft talað um jákvæða streitu en
streita getur aldrei orðið jákvæð því hún er eyðilegging í sjálfu
sér og brýtur niður einstaklinginn. Það er útbreiddur misskiln-
ingur á Vesturlöndum að fólk þurfi ákveðna spennu til að koma
hlutum í verk. Spenna er nokkuð sem er fljótt að fara úr bönd-
unum og hún er í raun ekkert öðruvísi en hver önnur fikn. Það
sem er spennandi og drífandi í dag verður streita morgundags-
ins og sá sem sækir í spennu þarf sífellt meira af henni.“
Ekki bara Slökun Ásmundur, sem hefur kennt jóga í 10 ár,
þekkir vel til streitu og kviða sjálfur en hann fór að stunda jóga
til þess að ná tökum á eigin kvíða, sem var orðinn sjúklegur.
„Hingað kemur fólk sem glímir við streitu og kvíða,
stundum sjúklegan og ég kenni þvi aðferðir til að takast á við
þetta tvennt. Hvernig til tekst er svo á valdi hvers og eins því
ég geri ekki annað en að kenna aðferðirnar og hugsunina á bak
við jóga. Eg kenni æfingar og öndun, ákveðin gildi og það að
leita að rót vandans auk andlegra lögmála sem stuðla að friði.“
„Sá sem keyrir sig áfram dag eftir dag hlýtur á endanum að
þurfa að borga fyrir það," segir Ásmundur Gunnlaugsson
jógakennari.
„Ég tek þó fram að það er ekki hægt að koma í jógatíma og
ætla sér að halda óbreyttum lifnaðarháttum," segir hann. ,Jóga
er lífsstíll og til að ná árangri verður fólk að breyta um þanka-
gang. Árangurinn verður mjög yfirborðskenndur ef nota á jóga
til afslöppunar einu sinni eða tvisvar í viku en viðhalda sama
mynstri þar fyrir utan. Sá sem keyrir sig áfram dag eftir dag
hlýtur á endanum að þurfa að borga fyrir það og þá á ég ekki
við greiðslu í peningum heldur hina hliðina á spennunni, fallið.
Eina leiðin er að skipta um gír og finna sér takt sem virkar og
fýrir mér er það jóga. Ég nota sjálfur þær aðferðir sem ég kenni
en þær hafa reynst mér ákaflega vel í gegnum tíðina og ég sé
það vel hvernig þær virka á þá sem vinna eftir þeim.“ 33
Sælusvefn
tla má að maðurinn eyði þriðjungi
ævinnar í rúminu, þess vegna
hlýtur rúmið að vera mikilvæg-
asta húsgagnið á heimilinu að öðrum
ólöstuðum. Góður svefn er mikilvægur
og hefur áhrif á aila liðan viðkomandi,
líkamlega og andlega.
Að öliu jöfnu sofum við um það bil 7-8
tíma að nóttu og eigum þá að teljast
útsofin. Sumum dugar minni tími en aðrir
virðast aldrei geta sofið nóg. Dotta á
fundum, halla sér efdr matinn, sofna yfir
fréttunum og eru sífellt þreyttir.
Ein ástæða þess getur verið rúmið. Að
það hreinlega henti ekki viðkomandi ein-
staklingi, sé of hart, mjúkt, allt í hólum
eða hæðum, dýnan of gömul og þar fram
eftir götunum.
Hvernig er svo góð dýna? Jú, hún þarf
að gefa hæfilega eftir en um leið styðja vel
við og miðast við þyngd notandans. Sé
hún of hörð styður hún ekki nægjanlega
við mjóbakið þó mörgum finnist gott að
sofa á mjög hörðu. Dýnan þarf að vera á
rúmbotni sem hæfir henni og hæðin má
helst ekki vera minni en svo að nemi við
hnésbót og enn betra er að bæta við 10-20
sm svo gott sé að standa upp frá rúminu
og setjast í það. Séu hjón mjög misþung
er hentugast að hafa tvær dýnur og þess
þarf að gæta að dýnur endast ekki mikið
lengur en 8-10 ár og ætti að minnsta kosti
að láta skoða dýnuna þá ef ekki er skipt
um hana.
Yfirdýnur þykja mörgum góðar og
hægt er að fá þær allt fá því að vera
Rúmið er mikilvægasta húsgagnið.
örþunnar og upp í mjög þykkar og úr
mörgum efnum. Það er meira að segja
hægt að fá yfirdýnu til að verjast
legusárum. En dýnan dugar ekki ein og
sér fyrir góðan svefii. Sængin og koddinn
þurfa sömuleiðis að henta viðkomandi og
er best að prófa sig áfram með það hvort
dúnsæng/koddi eða annað hentar best.
Góða nótt... 33
75