Frjáls verslun - 01.03.2003, Blaðsíða 64
HEILSfl OG UELLÍÐAN
Huernig slakar þú á?
Fólk slakar á meö ýmsum hætti en eftir annasaman vinnudag er oft erfitt að komast í annan gír. Frjáls verslun spurði
nokkra aðila í viðskiptalífinu um pað hvernigpeim tækist að skilja vinnuna eftir og njóta pess að pað er lífeftir vinnu.
Tveir góðir með gítar! Tryggvi Pálsson með barnabarni sínu.
Góður með gítarinn
Tt-yggvi Pálsson framkvæmdastjóri á sér mörg áhugamál og segist fara
nokkuð létt með að slaka á og skilja vinnuna eftír þar sem hún á heima.
„Mér finnst gott að hreyfa mig og fer tvisvar í viku í trirnm með hópi hér
í Seðlabankanumsegir hann. „Eg var áður í körfubolta í Garðabæ en
tognaði illa og er hættur því í bili. Svo er ég flórgoði af og til og moka út úr
hesthúsi sem við eigum nokkrir saman. Fyrir ári tók ég svo upp á því að
bytja að læra á gítar mér tíl ánægju og hef meira að segja spilað „opinber-
lega“. Við Hrólfur Jónsson slökkviiiðsstjóri og Eyjólfur Arni Raihsson,
aðstoðarforstjóri Hönnunar, spiluðum nefnilega saman á þorrablóti á
Kóngsbakka og við skemmtum okkur að minnsta kosti dável!
En stærsta gleðin og skemmtilegasta og það sem fær þreytuna til að
fljúga burt er samvera með nafna litla sem senn verður tveggja ára. Við
spilum stundum saman á gítarinn...“ 33
Finnur Geirsson.
Fejr í ræktina
w
Eg er svo heppinn að geta farið heim, notið
samvista við flölskylduna og þannig skilið
vinnuna frá einkalífinu, “ segir Finnur Geirs-
son, framkvæmdastjóri hjá Nóa-Síríusi. „Eg fer
í ræktina eins oft og ég get og finnst það vera
frábær leið til þess að slaka á en þegar allt
kemur til alls er það einfaldlega þannig að ég
fer heim og skil vinnuna eftír í vinnunni." 33
Gott að fara í golf
Guðrún S. Eyjólfsdóttir, framkvæmda-
stjóri gæðasviðs hjá Delta, segir
hreyfingu af ýmsu tagi vera það sem
henni gagnast best til að losna við
spennu. „Eg er í golfi allt sumarið, alveg
frá því snjóa leysir á vorin,“ segir hún.
„Það er hægt að fara eftir vinnu þó
maður sé að vinna langan vinnudag því
það er bjart svo lengi frameftir og ég er
gjarnan að spila á kvöldin. Þar fyrir utan
fer ég reglulega í Hreyfingu þar sem ég
fær útrás og svo á skiði en ég er einmitt
nýkomin úr skíðaferðalagi þar sem ég
hlóð batteríin svo um munaði. Mér
gengur með öðrum orðum frekar vel að
skilja vinnuna eftir og fara heim og njóta
þess sem lífið býður upp á að öðru
leyti.“ 33
Guðrún S. Eyjólfsdóttir.
Mynd: Hreinn
64