Frjáls verslun - 01.03.2003, Blaðsíða 66
HEILSfl OG UELLIÐAN
(reyndar víða erlendis einnig) er megrunarkúr sem felur í sér
að lítið sem ekkert er borðað af kolvetnum en því meira af
próteinum og fitu.
Fyrir þá sem elska kjöt er þetta draumakúr. Og merkilegt
nokk, karlar eru mun líklegri til að prófa hann en konur...
Því er ekki að neita að ansi mörg dæmi eru um góðan
árangur og fólk sem árum saman hefur þjáðst af offitu og
ýmsum óþægindum hennar vegna er alsælt og mörgum
kílóum léttara. Einn þeirra er Gylfi Magnússon fiskverk-
andi:
„Þegar umræðan um bókina fór af stað ákvað ég að prófa
þennan kúr þar sem ég hafði árum saman verið í vanda vegna
offitu," segir Gylfi. „Eg hafði verið lengi vel yfir 100 kíló og
leið oft illa, var þróttlaus, kraftlaus og átti við síþreytu að
stríða. Eg tel víst að mikið brauð- og sykurát hafi átt sinn þátt
í þessari vanlíðan því þegar ég hóf kúrinn breyttist líðanin.
Tveimur mánuðum eftir að ég byijaði á honum er ég 10 kg
léttari og mér líður margfalt betur. Eg er einnig laus við
brjóstsviða sem ég hef þjáðst af árum saman.
Meðalhófið er best í mataræði eins og öðru. Hæfileg hreyf-
ing og smávegis aðhald í bland virka til þess að fólk sé í
hæfilegri þyngd. Mynd: Golf á íslandi
Fyrirhafnarlaus megrun?
Tískan breytist og mennirnir með og það sem álitið var
eðlilegt og jafnvel eftirsóknarvert, að vera í góðum
holdum, er í dag bannað vegna vondra áhrifa á heilsuna.
Fitan, sem á fyrri tímum þegar fólk lifði um það bil 20-40
árum skemur, þýddi einfaldlega að konan hafði efni á að
borða og átti afgangsforða þó svo hún eignaðist börn og
þyrfti að mjólka þeim - var sem sagt góður kvenkostur -
merkir í dag að hún hreyfir sig ekki nóg og lifir sennilega
styttra en jafnaldri hennar sem passar holdafarið.
Umræður um megrun og megrunarkúra eru í enda-
lausum hring. Einn daginn má ekki borða fitu, annan daginn
er það í lagi en kolvetni eru bannvara. Stundum eru bananar
töfraorð, ef ekkert er borðað nema bananar grennist fólk
hratt og vel. Það koma upp töfrakúrar
sem byggja á því að drekka sérstaka
(rándýra) drykki sem innihalda eiga öll
næringarefni sem líkaminn þarfnast en
aðeins hluta af hitaeiningunum, fólk á að
borða sérstakan mat í samræmi við blóð-
flokkinn og svo framvegis. Allir þessir
kúrar eiga það sameiginlegt að nær-
ingarfræðingar hrista hausinn yfir þeim
og mæla varnaðarorð gegn þeim.
Minna á að meðalhófið er best og að
hæfileg hreyfing ásamt því að borða
skynsamlega, hvorki of né van, er
besta leiðin til þess að grennast og
halda sér grönnum.
Ég fer eftír töflu í bókinni sem segir tíl um kolvetnainnihald
ýmissa matvæla og borða ekkert sem inniheldur hveití og
sykur. Dæmigerður morgunverður hjá mér er vanilluskyr með
rjóma og í hádeginu borða ég gjarnan grænmeti af einhverju
tagi og í kvöldmat stóran skammt af kjötí eða fiski með græn-
meti. Reynslan er sú að eftir nokkra daga á kúrnum hætti ég að
finna tíl svengdar stöðugt og er bara mjög ánægður með þetta
þar sem megrunin hefur komið alveg fyrirhafnarlaust."
Hvað með aukaverkanir? Auðvitað eru skiptar skoðanir
um kúra eins og þennan og heyrast raddir bæði með og á
móti. Þeir sem andmæla kúrnum segja rannsóknir sýna að
kólesterólmagn hækki verulega eftir nokkra daga á slíkum
kúr og að álagið á nýrun sé gífurlegt þegar
prótein er í svo miklum meirihluta í fæðunni.
Líkaminn þarfnast kolvetna tíl orkufram-
leiðslu og ef hann fær ekki kolvetni úr
matnum leitar hann inn á við og býr til glúkósu
sjálfur og notar til þess mikla orku. Við það að
búa til þessa orku framleiðir líkaminn einnig
aceton (sama efni og er í naglalakkseyði) og
það er stundum hægt að finna lyktina af þeim
sem hafa verið lengi á slíkum kúr.
ElSka kjöt... Nýjasti kúrinn og sá
sem nú tröllríður íslensku þjóðfélagi
GíBi &kverka
Mynd úr einkasafni
Meðalhófið best Þegar allt kemur til alls er
líklega best að fylgja skynseminni og borða í
samræmi við orkuþörfina hverju sinni. Sá sem
vill grennast þarf að hreyfa sig meira og borða
minna, svo einfalt er það. Það er nefnilega sam-
ræmi á milli þess sem fer inn um munninn og
þess sem safnast utan á mann! ffl
66