Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2003, Side 37

Frjáls verslun - 01.07.2003, Side 37
SÉRFRÆÐINGAR SPÁI SPILIN Spumingin til Guðjóns Amgrímssonar, tíilsmanns lcehmdmr, erþessi:í ItÍtClbylgjunnÍ l EVTOpU á dögunum kviknaði sú hugmynd að auglýsa Islandsferðir undir formerkj- unum „kœldu pig niður“. Eru flugfélögin og ferðaþjónustan í stakk búin til að taka við viðbótargusu ferðamanna á mesta annatímanum? Og hvaða heildarstefnu hefur Icelandair í því að auglýsa Island erlendis? Er vit í því að auglýsa yfirskriftinni „kældu þig Okkar fólk erlendis hefur allar klær úti til að ná athygli. Hitabylgja gefur tækifæri og það er gripið. Við búumst ekki við að hún skili stórauknum farþegafjölda. En með húmor og lagni næst að koma nafni landsins og félags- ins í umræðuna í smástund. Og allt telur. Icelandair hefur um langt skeið haft þá sérstöðu meðal flugfélaga í Evrópu að leggja í auglýsinga- og kynningarstarii sínu meiri áherslu á áfangastað en á eigið vörumerki og þjónustu. Sáralítíl sjálfvirk spurn er eftír flugi til landsins, líkt og er t.d. milli tveggja stórra Evrópuborga, eins og London og Brussel, þar sem margar þúsundir fljúga á milli daglega og kynningarstarf einstakra flugfélaga snýst um að ná hlut af hinni stóru köku. Þeir sem koma til íslands eru einkum ferðamenn í fríi og þeir koma ekki hingað af sjálfu sér. Nauðsynlegt er því fyrir Icelandair að halda úti stöðugu kynningarstarfi til þess að Island hreinlega hverfi ekki af yfirborðinu í hafsjó af ferðavalmöguleikum útí í heimi og farþegar fljúgi eitthvað annað. Eitt af helstu markmiðum kynningar- starfsins á undanförnum árum hefur verið að lengja ferðamannatímabilið, að fá farþega utan háannatímans á sumrin og nýta betur ljárfestínguna í greininni. Við kynningu á slíkum vetrarferðum hefur nafnið Reykjavík verið notað ekki síður en ísland. Island hefur ákveðna ímynd í Evrópu, sem er mjög tengd náttúrunni, en Reykjavík er ómótaðri og það gengur vel að skapa henni þá ímynd að hún sé spennandi og öðruvísi valkostur í baráttu við td. París, London eða Madríd í stuttum vetrarferðum. Mikil áhersla hefur verið lögð á flölmiðla- tengsl og starfa fjölmiðlafulltrúar á öllum skrifstofum félagsins erlendis. A vegum félagsins hafa komið mörg þúsund ijölmiðla- menn til landsins á undanförnum árum. Sum- ir eru í skipulögðum ferðum, aðrir á eigin vegum. Reynslan af þessu er góð, landið og landsmenn standa íyrir sínu og útvega flöl- miðlafólkinu nægt fóður. Sú umfjöllun á langtum stærri þátt í mótun ímyndar landsins en auglýsingarnar. Hlutverk auglýsinganna er að fá þann sem hefur áhuga til þess að stíga skrefið og kaupa farseðilinn. Island er fremur dýrt land. Icelandair hefur því lagt áherslu á að gera vandaðar auglýsingar, hvað varðar skilaboð, hönnun, textagerð og myndskreytingar þar sem höfðað er tíl fólks sem hefur góða menntun og þokkaleg fjárráð. Auglýsingar félagsins erlendis eru hannaðar og birtar á vegum svæðisstjórna félagsins í þeim löndum þar sem það starfar. Við gerð þeirra er tekið mið af markaðsaðstæðum 1 hverju landi, og menningu og hefðum í auglýsingagerð þar. Þetta starf hefur í heild skilað gríðarlegri flölgun ferðamanna til Islands á undan- förnum áratug og hefur skapað fyrirtækinu stærð og tækifæri. SH undir niður"? Guðjón Arngrímsson, tals- maður lcelandair, segir að mikil áhersla sé lögð á komu erlendra fjölmiðla- manna til landsins. „Reynslan af þessu er góð og á sú umfjöllun langtum stærri þátt í mótun ímyndar landsins en auglýsingarnar." „Við búumst ekki við að hún skili stórauknum farþegafjölda. En með húmor og lagni næst að koma nafni landsins og félagsins í umræðuna í smástund. Og allt telur.“ 37

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.