Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2004, Blaðsíða 24

Frjáls verslun - 01.11.2004, Blaðsíða 24
Flugleiðir: Heildarávöxtun hlutliafa | Ávöxtun í formi verðhækkana á hlutabréfum. % I Ávöxtun í formi arðs. % 1,1 ferðir eiga þess nú kost að fara á mun ódýrari áfangastaði, svo sem í Austur-Evrópu, sem fólk vestanhafs nýtir sér mikið.“ Nálægð við eigendur er kostur Eimskipafélag íslands var lengi kjölfestuflárfestir í Flugleiðum og átti þá meira en 30% hlut í félaginu. Með þeim frægu uppskiptum sem urðu í viðskiptalifinu í september í fyrra, þegar meðal annars var greitt úr fyrirtækja- neti Eimskipafélagsins, var losað um þessi eignatengsl og nýir aðilar komu að rekstri Flugleiða. Enn aðrir eigendur hafa komið síðan; í dag á Hannes Smárason nær 30% hlut í félaginu, það er í nafni Oddaflugs ehf. „Eg hef alltaf talið það styrk fyrir félagið að hafa sterka kjöl- festufjárfesta, eins og Eimskipafélagið var. Þeir fylgdu okkur til dæmis í gegnum flugvélakaupin í kringum 1990. Það var sömuleiðis mikill styrkur fyrir félagið að hafa þetta sterka bak- land í þeim erfiðleikum sem mættu okkur í kjölfar atburðanna 11. september," segir Sigurður. Tekur fram að fyrst og síðast sé hlutabréfaeign í Flugleiðum góð fjárfesting enda hafi arðsemi bréfa í félaginu síðustu árin verið um 24% á ári. „Ef við einföldum þær breytingar sem orðið hafa á eignarhaldinu getum við sagt að nú séu það eigendur hlutaflárins sem sjálfir sitja í stjóm félagsins, en áður vom það fulltrúar eigendanna. Sjálfur tel ég það kost fyrir okkur stjómendur félagsins að vera í nálægð við eigenduma, það fer þá ekkert á milli mála hvert hugur þeirra stefnir." Lággjaldaflugið í sóhn Meðal þeirra fregna úr ranni Flugleiða hf. á þessu ári sem hafa hvað mesta athygli vakið, em kaup á 10,1% hlut í breska lág- gjaldaflugfélaginu Easyjet, en þau vom Jjármögnuð með eigin fé sem félagið hafði handbært. „I stað þess að vera með þessa peninga bundna í hús- bréfum eða annarri áhættulítilli tjárfestingu ákvað stjómin að setja þá í fyrirtæki sem starfar á sviði sem við þekkjum ágætlega. Þetta vom líka mjög hagstæð kaup, því þegar við Jjárfestum í þessum bréfum hafði gengi bréfa í félaginu lækkað um 2/3 frá áramótum," segir Sigurður. Easyjet gerir aðallega út frá Luton-flugvelli við London og flýgur til allra helstu áfangastaða í Evrópu. „Það er vöxtur í lággjaldafluginu um þessar mundir, en jafnframt mikil kvika. Þegar eitt lággjaldaflugfélag er stofnað, er annað á leiðinni í þrot. Sú þróun sem menn sjá annars fyrir sér í alþjóðlegum flugrekstri er aukið sætaframboð í lággjaldaflugi og jafn- framt fjölgun flugfélaga á þeim enda markaðarins. Stóm flugfélögunum mun fækka og þau sameinast, eins og núna er að gerast með KLM og Air France. Þriðja tegund félaga, sem menn sjá síðan fyrir sér að eigi möguleika, em jaðarfélög eða „niche carriers“ eins og þau em kölluð á ensku. Flugleiðir em klárlega í þeim hópi. Við þurfum hins vegar eins og allir aðrir að beijast fyrir tilveru okkar, en með því að byggja upp skipti- stöð okkar í Keflavík, auka ferðatíðni á mörkuðum og sækja harðar fram á nýjum mörkuðum og rekstrargreinum teljum við okkur vera að styrkja stöðuna." Mannauður er gildur höfuðstóll Mannauður er verðmætasta eign hvers fyrirtækis, en Sigurður Helgason segir að ugglaust eigi Flugleiðir að því leyti gildari höfuðstól en flestir aðrir. Starfs- mannavelta fyrirtækisins sé lítil og af 2.300 starfsmönnum hafi á sjötta hundrað starfað hjá félaginu í 25 ár eða lengur. „Fólk heldur tryggð við okkur, en vissulega geri Flugleiðir líka vel við sitt fólk, hvort sem það er í launum eða öðm. Einnig fær starfs- fólk hér mörg tækifæri tfl menntunar, ferðalaga og svo fleira,“ segir Sigurður sem kveðst, þegar hann ræður fólk tfl starfa, leggja áherslu á að það búi yfir áræði, dugnaði, liðshugsun og getu tfl að hugsa út fyrir ramma daglegra viðfangsefna. „Mér finnst jafnframt kostur að fólk hafi þann bakgmnn að hafa starfað eða stundað nám og búið erlendis. Eg fullyrði að menntun Islendinga væri allt önnur og jafnvel lakari ef góðra flugsamgangna hefði ekki notið við. Sama gildir raunar um atvinnulífið, þeir sem staðið hafa í stafni í útrás íslenskra fyrirtækja segja að hún væri ómöguleg nema sakir þess hve góða þjónustu við veitum í kringum leiðakerfi okkar.“ ÍSland er í alfaraleið „Hér heima verður starfið svolitið yfir- þyrmandi. Ef ég fer úti í búð þarf fólk gjaman að bera upp við mig að ferðatöskumar hafi ekki skílað sér í síðustu ferð þess með Flugleiðum. Sumir þurfa að rabba við mig um farmiðaverð. m4nnaðhvort að halda í horfinu eða endumýja flotann allan með það fyrir augum að endurskipuleggja leiðakerfið og auka umsvif.“ 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.