Frjáls verslun - 01.11.2004, Blaðsíða 120
FQLK
„Fimmta árið í röð eru viðskiptavinir Sparisjóðsins þeir ánægðustu í bankakerfinu samkvæmt
mælingu íslensku ánægjuvogarinnar. Viðskiptavinir kunna að meta persónulega þjónustu og
nálægð sparisjóðanna við lífið í landinu." FV-mynd: Geir Ólafsson
Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir
hjá Sambandi íslenskra
sparisjóða
Eftír ísak Öm Sigurðsson
Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir
tók við starfi forstöðumanns
markaðssviðs sparisjóðanna
í september síðastliðnum.
„Samband íslenskra sparisjóða
(SISP) eru heildarsamtök
sparisjóða á Islandi. Starf mitt
felst í uppsetningu, mótun og
stýringu á markaðsstarfi spari-
sjóðanna, ásamt samskiptum
við auglýsingastofur og sam-
starfi við markaðsnefnd," segir
Ingibjörg.
120
Tilgangur SÍSP er meðal
annars að vera sameigin-
legur vettvangur viðræðna
og ákvarðanatöku sparisjóða.
Hjá SISP er fræðslu- og mark-
aðssvið sparisjóðanna rekið
sem ein eining. Markaðs- og
fræðslumál tengjast mikið
saman þar sem fræðslan
fyrir starfsfólkið mótast veru-
lega af þeim áherslum sem
Sparisjóðurinn leggur upp
úr í þjónustu hveiju sinni.
Sparisjóðurinn leggur mikla
áherslu á að starfsmenn séu
vel upplýstir um hvað er efst á
baugi í markaðsmálum. Spari-
sjóðimir birtast sameiginlega
undir einu vömmerki - Spari-
sjóðurinn.
Þjónustu Sparisjóðsins er
skipt upp í sérþjónustur eftir
aldursskeiðum einstaklinga
til að uppfylla þarfir hvers og
eins viðskiptavinar. Ahersla er
lögð á að veita viðskiptavinum
sveigjanlega og persónulega
þjónustu. Fimmta árið í röð
em viðskiptavinir Sparisjóðs-
ins þeir ánægðustu í banka-
kerfinu samkvæmt mælingu
Islensku ánægjuvogarinnar.
Viðskiptavinir kunna að meta
persónulega þjónustu og
nálægð sparisjóðanna við lífið
í landinu," segir Ingibjörg.
I byrjun desember kynnti
Sparisjóðurinn síðan nýjalána-
leið fyrir íbúðarkaupendur í
samstarfi við íbúðalánasjóð.
Með þessu vill Sparisjóður-
inn efla þjónustuna við íbúða-
kaupendur og bjóða upp á
nýjan valkost á íslenskum
lánamarkaði. Greiðslumat
vegna lánanna fer fram á
nýrri vefsíðu, www.ibudalan.
is, en ráðgjöf og þjónusta er
á 65 afgreiðslustöðum Spari-
sjóðsins um land allt.
Ingibjörg útskrifaðist árið
2001 sem viðskiptafræðingur
frá Tækniháskóla Islands
með B.Sc. gráðu í alþjóða-
markaðsfræðum. Hún er
stúdent frá Verslunarskóla
Islands og útskrifaðist þar af
hagfræði- og málabraut. „Ég
vann í hlutastarfi hjá Spari-
sjóðabankanum í erlendum
viðskiptum meðan ég var í
námi í Tækniháskóla íslands.
Þegar ég útskrifaðist hóf ég
störf hjá SISP og var vinnan
mín fyrst um sinn bæði tengd
markaðs- og fræðslustörfum.
Ingibjörg er í sambúð með
Kristni Sigurþórssyni bifreiða-
sala. „Við eigum saman
soninn Halldór Andra sem
er ellefu mánaða. Fyrir utan
vinnuna fer mestur tími minn
í nýtt skemmtilegt hlutverk,
móðurhlutverkið. Það eru
alveg frábær forréttindi að
fylgjast með nýjum einstakl-
ingi dafna og þroskast. Þegar
ég á tíma fyrir sjálfa mig þá
finnst mér alltaf gaman að
lesa, fara út að borða, í leik-
hús og á kaffihús." 12]