Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2004, Blaðsíða 51

Frjáls verslun - 01.11.2004, Blaðsíða 51
Drífa Hjartardóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi og formaður landbúnaðarnefndar Alþingis. „Það hefur verið gegndarlaus miðstýring í fjárbúskap sem hefur verið honum fjötur um fót.“ □RÍFA HJARTARDÓTTIR, FORMAÐUR LANDBÚNAÐARNEFNDAR ALÞINGIS: „Frjáls sala mjólkurkvóta það jákvæðasta“ Mjólkurbú eru að stækka og þeim fer ört fækkandi og sú þróun hefur átt sér stað allt frá því að sala á mjólkurkvóta var gefin frjáls. Það var afskaplega jákvæð ákvörðun, ekki síst vegna þess að það er engin miðstýr- >ng á þessari sölu. Þetta sölufrelsi var mjög gagnrýnt í upphafi, og er það jákvæðasta sem gerst hefur í íslenskum landbúnaði um margra ára skeið. Þessi þróun gerir fólki það auðveldara að lifa á landbúnaði. Það er alls ekkert markmið að halda uppi byggð með þeim hætti, gengur raunar alls ekki, enda vill það enginn,“ segir Drífa Hjartardóttir, þingmaður og formaður landbúnaðamefndar Alþingis. Drífa segir að bóndi framtíðarinnar verði að eiga nóg beitar- land og stór tún svo að hægt sé að afla fóðurs iýrir gripina. Margir ábúendur stærri jarða em að kaupa jarðir sem liggja næst búum þeirra. Svo hefur komrækt verið að aukast alveg gríðarlega til að afla fóðurs, sérstaklega fýrir nautgripi. Meðal- framleiðsla á hektara er 4 tonn, en í Suður-Þingeyjarsýslu hefur tekist að fá 10 tonn af hektara, sem er stórkostlegur árangur. „En auðvitað fer það efdr markaðsverði á komi hvort ræktin er hagkvæm. Margir ábúendur meðalbúa standa frammi fýrir því að annaðhvort verða þeir að byggja upp og kaupa meiri full- virðisrétt eða selja jörðina, ekki síst ef fólk er komið á efri ár,“ segir Drífa. Á Suðurlandi hefur mjólkurframleiðendum fækkað gríðarlega, em kannski 20% af þeirn Jjölda sem var fýrir tiltölu- lega fáum ámm, og þannig er þróunin víða. En framleiðslan er jafnmikil á flestum svæðum, hefur jafnvel aukist. Stór bú krefjist hins vegar sérhæfingar, og því muni blönduðum búum fækka. Gegndarlaus miðstýring í fjárbúshap fótakefli „Það jákvæða er að á mörgum þeim jörðum sem fara úr hefðbundinni fram- leiðslu hefur fólk sest að sem er ýmist að stunda annars konar búskap eða sækir vinnu annars staðar. Fólki fækkar því lítið, en erfiðustu svæðin em norðausturhom landsins og Vestfirðir, þar fækkar fólki þvi miður stöðugt. Það hefur verið gegndarlaus miðstýring í fjárbúskap sem hefur verið honum fjötur um fót. Fyrir tveimur ámm var sala á fullvirðisrétti gefin frjáls, en þar em nokkur kerfi í gangi sem gera þetta erfitt. Eg hefði viljað sjá sömu stefnu og frelsi í sauðflárbúskap og í mjólkurframleiðslunni. I sauðJjárræktinni er útflutningsskylda þar sem framleitt er mun meira en innan- landsmarkaðurinn nær að vinna úr. En miðstýring sem felst í því að framleiða lambakjöt á ákveðnum svæðum landsins er mér mjög á móti skapi. Sífellt er verið að benda á að stóm búin séu hagkvæmari, en það tel ég ekki þurfa að vera. Það er eins og með hvem annan rekstur, því um leið og þú rekur þína einingu vel verður hagnaðurinn góður. Hagkvæmni stærðarinnar á ekki alltaf við. Þeir sem ætla að lifa af sauðJjárbúskap eingöngu verða að hafa nokkuð stór bú.“ Utílutningur sauðJjárafurða hefur lengi tíðkast hérlendis, en lengst af með miklum sleifargangi. Ríkissjóður niðurgreiddi það sem flutt var út og útflutningsaðilar, aðallega SIS, hugsuðu fýrst og fremst um það að losna við kjötið með sem minnstri fýrirhöfn og hirða útflutningsbætumar. Þess vegna höfðu nær engir markaðir verið byggðir upp erlendis þegar giæiðslu útflutningsbóta var hætt í byrjun 10. ái'atugar síðustu aldar. Drífa segir að það sé hárrétt stefna að selja lambakjöt í Bandaríkjunum sem lúxusvöm í dýmm búðurn, enda sé ekki hægt að selja neitt umtalsvert magn miðað við stærð markað- arins. Lambakjötið sé auk þess vistvæn villibráðarvara, lömbin í úthaga allt sumarið, og á það eigi að leggja þunga áherslu.S3 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.