Frjáls verslun - 01.11.2004, Blaðsíða 12
Phil Keoghan er kynnir og stjórnandi Amazing Race seríunnar.
Hann er hér við tökur í hrauninu við Grindavík.
Á daqskrá 11. ianúar nk.
Amazing Race
á íslandi
w
metanlegt auglýsingagildi", segir Einar Gústavsson, for-
stöðumaður skrifstofu Ferðamálaráðs í Bandaríkjunum,
eftir að Islandsþátturinn í Amazing Race var sýndur í
bandarísku sjónvarpi og hann bætir við: „I þættinum var gefin
upp jákvæð mynd af landi og þjóð og það er alveg á hreinu að
þessi góða auglýsing verður þess valdandi að ísland kemst á
lista hjá þúsundum fólks sem óskalandið til að heimsækja."
FRÉTTIR
Ágúst Einarsson er höfundur bókarinnar Hagræn áhrif tónlistar.
Tónlistin sem atvinnugrein veltir 6,5 milljörðum króna á ári.
Tónlistin ueltir 6,5 milljörðum
Menning er stórkostleg auðlind, einnig í efnahagslegu
ljósi, en fólk gerir sér almennt ekki grein Jýrir hagrænu
mikilvægi menningar," segir dr. Agúst Einarsson prófessor.
Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Islands gaf út á dögunum
bókina Hagræn áhrif tónlistar, þar sem Ágúst lýsir því hvemig
tónlist er umtalsverður þáttur í hagkerfi þjóðarinnar. Fram
kemur í bókinni að framlag menningar til landsframleiðslu sé
4%, sem er meira en öll starfsemi veitna og nær þrefalt meira en
landbúnaður eða ál- og kísiljámsframleiðsla.
Um 1.200 manns vinna við tónlistariðnaðinn á íslandi, eða
tæplega 1% af íslenskum vinnumarkaði, fýrirtæki á þessu sviði
velta 6,5 milljörðum kr. á ári og framlag tónlistar til landsfram-
leiðslu er um 1%. „Islendingar em skapandi og menningarlega
sinnuð þjóð og við munum hasla okkur enn meiri völl á þessu
sviði hérlendis og erlendis á næstu árum,“ segir Agúst. HO
The Amazing Race er ein vinsælasta raunvemleikasjónvarps-
serían sem sýnd er í heiminum um þessar mundir og þátt-
urinn þar sem Island er viðkomustaður var fýrsti þátturinn í
sjöttu seríunni. Það vom margir hér á landi sem komu nálægt
gerð þáttarins, meðal annars Icelandair, Bláa lónið, Toyota,
66°Norður, Ferðamálaráð og kvikmyndafélagið Pegasus.
Starfsmenn þessara fýrirtækja fengu forskot á sæluna hér á
landi og var boðið að horfa á
þáttinn á Nordica hótelinu í
byijun desember.
Þáttaröðin verður sýnd á Stöð
2 og er Islandsþátturinn á
dagskrá 11. janúar nk. HO
Tveir keppenda, Don og
Mary Jean, leggja af stað í
eina þrautina, sem var við
Grindavík.