Frjáls verslun - 01.11.2004, Blaðsíða 64
JAKOB SIGURÐSSON, FORSTJÓRI SÍF
Kaupin á
Labeyrie Group
Það er af mörgu að taka þegar horft er yfir rekstur SÍF hf.
á árinu sem er að líða og miklar breytingar hafa orðið á
stefnu fyrirtækisins. Fullvinnslustarfsemi matvæla hefur
verið aðgreind frá sölu- og markaðsstarfsemi með lítið unnar
afurðir og er hvor eining rekin á sjálfstæðum grunni. Kjama-
markaðir hafa verið endurskilgreindir og stefnan sett á kælda
markaðinn í fullvinnslunni. Þessar stefnubreytingar koma síðan
fram í því sem við höfum verið að gera á seinni hluta þessa árs,
kaupunum á Labeyrie Group sem er leiðandi á sínu sviði í
Bretlandi, Frakklandi og Spáni, undirskrift á viljayfirlýsingu um
sölu á Iceland Seafood Corporation, sölu á hlut SÍF í SH auk
mjög vel heppnaðs hlutafjárútboðs og endurskiplagningar allra
lána samstæðunnar.
Eg er mjög bjartsýnn á árið 2005. Það eru mörg spennandi
verkefni framundan við að fýlgja eftir þeim breytingum sem við
höfum verið að gera til þess að stuðla að frekari vexti og skil-
virkni í rekstrinum, auk þess að treysta innviði samstæðunnar.
Hvað sölustarfsemi litt unninna vara varðar, er gengisþróun
krónunnar verulegt áhyggjuefni íýrir afkomu og samkeppnis-
hæfni sjávarútvegs í landinu. Hvað framboð snertir virðast horfur
almennt góðar. A mörkuðum fullvinnslustarfseminnar er ljóst
að áframhaldandi þróun í átt til samruna og stækkunar rekstra-
reininga mun verða einkennandi, auk frekari vaxtar í kældum og
hollum matvælum sem auðveldara er að matreiða, ekki einungis
á Bretlandseyjum heldur á mörkuðum í Mið-Evrópu líka.
Hvað sjálfan mig varðar þá er helst að telja breytingu á starfs-
vettvangi. Eg kom til starfa hjá SÍF um mitt ár eftir 9 ára starf hjá
bandaríska fýrirtækinu Rohm and Haas og um 11 ára fjarveru
frá Islandi. Það hefur verið mjög erilsamt síðan en jafnframt
gefandi. í gegnum allt þetta breytingaferli hef ég kynnst frábæru
fólki í hópi samstarfsmanna, framleiðenda og útgerðarmanna,
viðskiptavina og þeirra sem aðstoðað hafa fýrirtækið í þessu
umfángsmikla breytíngarferli.[I]
RAGNHEIÐUR ELÍN ÁRNADÓTTIR,
AÐSTOÐARMAÐUR FJÁRMÁLARÁÐHERRA:
Skattalækkanirnar
standa upp úr
r
An efa eru skattalækkanir rikisstjómarinnar, sem nú eru
orðnar að lögum, það sem upp úr stendur á árinu. Málið
er á forræði fjármálaráðherra og hefur því mikill tími
okkar og starfsmanna ráðuneytisins farið í þessa vinnu. Þetta
baráttumál okkar sjálfstæðismanna er nú orðið að vemleika,
til hagsbóta fýrir allt venjulegt vinnandi fólk í landinu. Það er
mikið fagnaðarefni.
Eg tel að árið 2005 hafi ótal tækifæri í för með sér og horfi
til þess full bjartsýni. íslenskt efnahagslíf er á mikilli siglingu
og margt ákaflega spennandi hér um að vera. Hraðinn er
óneitanlega mikill, en þá er það einfaldlega úrlausnarefni
þeirra sem með stjóm efnahagsmála fara að stýra málum
þannig að jafnvægi ríki hér áfram. Ég hef ekki áhyggjur af því
að það takist ekki.
Árið sem er að líða hefur verið afar viðburðarríkt og
skemmtilegt. Það sem kannski er minnisstæðast em húsa-
kaup okkar hjóna, en við munum gerast Garðbæingar eftír ára-
mótín. Einnig urðu breytingar á atvinnumálum eiginmannsins
á árinu.Hann stofnaði ásamt fleimm fýrirtækið Síríus ehf. sem
sérhæfir sig í útflutningi á saltfiski. Af einstökum atburðum
gæti ég t.d. nefiit ákaflega skemmtilegt brúðkaup sem við
hjónin fómm í til Spánar sl. vor. 33
64