Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2004, Blaðsíða 40

Frjáls verslun - 01.11.2004, Blaðsíða 40
NÆRMYND Guðrún Helgadóttir, rithöfundur og fyrr- verandi alþingsmaður, var samferða Birgi í MR. „Birgir var yndislegur skólafélagi. Eitt sinn vorum við í Seli og þá sagði ég við hann að hann ætti örugglega eftír að verða forsætisráðherra. Enda virtist hann á hraðri uppleið í Heimdalli og öðru stjómmála- vafstri fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hann varð reyndar ekki forsætisráðherra en ekki leið á löngu áður en hann var komin í eitt mesta virðingarembætti stjómmálanna, borgarstjórastólinn.“ Reyndar var farið að tala um Birgi Isleif sem borgarstjóraefni fyrir 1970.1 augum margra var hann prinsinn í borginni. Enda Geir Hallgrímsson, þáverandi borgarstjóri, oftsinnis nefndur arftaki Bjama Benediktssonar sem formaður flokksins og forsætis- ráðherra. Bjami fórst í eldsvoða á Þingvöllum 1970 og eftír það gerðust hlutimir tiltölulega hratt. Þá þegar var altalað að Birgir Isleiíur „tæki við borginni" eins og það hét þá enda þótti heldur fjarstæðukennt að sjálfstæðismenn mundu missa meirihlutann. Arið 1972 var Birgir borgarstjóraefni flokksins í kosningum og borgarstjóri í kjölfarið. Því starli gegndi hann allt til ársins 1978, þegar flokkurinn tapaði borginni í sögulegum kosningum. Reyndar meta menn það svo að Birgir Isleifur hafi ekki tapað borginni vegna óvinsælda sinna heldur vegna landsstjómarinnar, að óvanalega hörð rimma á vinnumarkaði á þessum tíma hafi leitt bæði til falls ríkisstjómar og borgarstjómar. „Það má fuflyrða að Birgir hafi verið fómarlamb aðstæðna því hann var ágætlega liðinn sem borgarstjóri. Kjósendur vom fráleitt að hafna honum sem borgarstjóra í þessum kosningum,“ segir Guðmundur H. Garðarsson, fyrrverandi alþingismaður, sem þekkt hefur Birgi Isleif frá þvi þeir vom unglingar og er náinn vinur hans í dag. „Það varð mikið persónulegt áfafl fyrir Birgi Isleif að tapa borginni og hann var lengi að jafna sig eftír það,“ segir annar samferðamaður Birgis í pólitík og bætir við: „En þau hjón þóttu bera sig mjög vel við þessar aðstæður." Vonbrigði Birgis Isleifs vom skiljanleg. Hann hafði unnið ágætt starf fyrir borgina sem hafði ágætar tekjur og mikið var um framkvæmdir. En hann átti ekki eftír að njóta verka sinna. Örlögin höguðu því þannig að Guðrún Helgadóttir, sem spáð hafði vini sínum og félaga miklum irama í stjómmálum, átti nokkum þátt í því að sjálfstæðismenn misstu borgina 1978. „Eins glöð og ég var vegna nýs meirihluta í borginni þá fann ég til með Birgi Isleifi og tók nokkuð nærri mér að það skyldi verða hans hlutskipti að vera oddviti meirihlutans þegar bogin féll. í kosningabaráttunni hafði ég meira að segja lýst honum sem góðum borgarstjóra. Eg stóð við það þó þau orð hefðu faflið í heldur grýttan jarðveg meðal samheija minna.“ Þó Birgi Isleifi sé lýst sem ljúfmenni hinu mesta getur hann verið mjög fastur fyrir og fylgir sínum málum afla leið. Þeirri hlið kynntust menn meðal annars þegar hann skipaði Hannes Hólm- stein Gissurarson í stöðu lektors við Háskóla Islands 1988. Þetta var staða sem hópur háskólamanna hafði „tekið frá“ fyrir annan kandídat Aflt varð vitlaust. En Birgir Isleifur hélt sínu striki og lét hvergi undan þótt hávaðinn vegna skipunarinnar væri ærandi. „Þama kom hinn staðfasti Birgir Isleifur í ljós. Þó hann hafi aldrei haft hátt hefur hann afltaf verið afar fastur fyrir og trúr sinni sannfæringu. Enda stendur aflt sem hann segir eins og stafur á bók. Hann hefur aldrei þolað hringlandahátt," segir gamall sam- ferðamaður. Vegna væringa í stjómmálum á þessum tíma sem leiddi til ríkisstjómarslita í beinni útsendingu var Birgir Isleifur ekki ráðherra nema í rúrnt ár. En hann gegndi hins vegar þing- mennsku til 1991, eða þar til hann var ráðinn seðlabankastjóri. Klassískur sjálfstæðismaður Þegar lýsa á Birgi ísleifi almennum orðum er gjaman sagt að hann sé þessi klassíski sjáifstæðismaður, afar grandvar maður og litið fyrir hasar og læti. Þannig þykir hann gjörólikur Davíð Oddssyni en reyndin er þó að þeir náðu ágætlega saman og urðu aldrei andstæðingar. „Birgir er einstaklega góður maður og vandaður í öflu sem hann gerir. Hann ber ekki sín hugðarefni á torg en er mjög tryggur vinum sinum og rækir þá vel,“ segir Guðmundur H. Garðarsson og Ólafur G. Einarsson bætir við: „Hann er afar ljúfur maður og skemmtilegur félagi sem gott er að vera nálægt Hann er varfær- inn og virkar kannski feiminn en leynir skemmtilega á sér.“ Fagurkeri Birgir ísleifur er mikiU fagurkeri og aðdáandi lista. Tónlist er honum afár hugleikin enda lipur píanóleikari og með mikinn áhuga á jazzi. Ekki fer sögum af því hvaðan hann hefur tónlistargáfuna en gamlir vinir rnuna eftír honum við píanóið strax á unglingsaldri. Hann hefur þvi gjaman verið í miðju tjörinu á góðum stundum, setið við píanóið þegar fólk hefur tekið lagið. Birgir er mikifl Framari og þótti liðtækur í fótboltanum í gamla daga. „Birgir Isleifur er afar notalegur maður í viðkynningu og hefur góða nærvem. Hann hefur aldrei verið neinn foringjatýpa en dugði hins vegar ágætlega sem foringi vegna eðliskosta sinna,“ segir gamafl vinur hans. Guðrúnu Helgadóttur er hlýtt til Birgis en telur hann ekki hafa haft þá hörku sem þarf í stjómmálunum. „Hann er harð- greindur maður og prúðmenni í alla staði, stálheiðarlegur en hefur kannski ekki haft þá „nabbá' á olnbogunum sem þarf til að vera í pólitík.“H!l / Birgir Isleifur. „Eg held að bankamir þurfi aðeins að hugsa sinn gang, það er til dæmis ekki útskýrt ennþá af þeirra hálfu hvemig á að flármagna þetta. 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.