Frjáls verslun - 01.11.2004, Blaðsíða 52
HARALDUR BENEDIKTSSON, FORMAÐUR BÆNDASAMTAKANNA:
„Margir óinnleystir möguleikar
í sauðfjárræktinni “
Haraldur Benediktsson býr á Vestra-Reyni, skammt frá
Akranesi. Hann er einnig formaður Bændasamtakanna
og þarf þvi oft að aka frá búi sínu um Hvalfjarðargöng á
skrifstofur Bændasamtakanna við Hagatorg. Sá akstur tekur
aðeins um 40 mínútur í dag.
Haraldur segir stækkun og fækkun búa vera bæði nauð-
synlega og eðlilega þróun. Framleiðslueiningamar stækki
sem og sérhæfing, enda séu mörg sömu lögmál í landbúnaði
og í viðskiptalífinu hvað varðar sérhæfingu og að hverfa út úr
aukaframleiðslugreinum sem ekki skili nægjanlegum arði.
En nýsköpun sé það ánægjulegasta enda sé sú búgrein sem
átti að vera bjargálna í þeim stóra samdrætti sem varð upp úr
1980, þ.e. ferðaþjónustan, hefur orðið mun viðameiri en vonir
stóðu til á þeim tíma. Ferðaþjónustan líður iyrir hátt gengi
íslensku krónunnar. Komrækt er annar helsti vaxtarbroddur
landbúnaðar og þar liggja mikil tækifæri ef rétt er á haldið.
Grundvallarmjólkurbúið er 190
þúsund litrar „Það að
leyfa sölu á mjólkurkvóta hefur
valdið því að mörg bú hafa
stækkað mjög hratt og jafn-
framt aukið hagræðinguna.
Ætli meðalbúið sé ekki komið
í um 120-140 þúsund lítra úr
70 þúsund lítrum á tiltölulega
fáum ámm. Gmndvallarbúið er
190 þúsund lítrar, og það á að
skila viðunandi afkomu. Það
er svo spuming hvort hagræð-
ingin náist ekki lengur vegna
þess hversu hátt kvótaverðið
er. I því kerfi sem við búum
við, þar sem stuðningurinn við
framleiðslugreinina er magn-
tengdur, er það mín tilfinning
að þeir sem virkilega em góðir
bændur fá ekki að njóta þess,
betra sé að vera vel kunnugur
bankastjóranum ef þú vilt
kaupa td. 300.000 lítra kvóta.
Framboð á kvóta er mjög lítið
nú, en mikill framkvæmda-
hugur. Eg vil að bændur hug-
leiði hvort rétt sé að setja þak
á stuðninginn, rétt eins og sett
Haraldur Benediktsson, for-
maður Bændasamtakanna.
„Gengi dollars er að skemma
nú nokkuð fyrir útflutningi, en
í ár er skylda að flytja út 36%
af framleiðslunni sem byggir á
því hvað íslenski markaðurinn
tekur.“
j