Frjáls verslun - 01.11.2004, Blaðsíða 39
munu peningamir koma til þess að flármagna
þessi útlán?“ (Mbl. 4. desember 2004) Á ársfundi
Seðlabankans í mars sagði Birgir ísleifur að útlána-
þensla sem að mestu væri fjármögnuð erlendis
væri áhyggjuefni, bæði fyrir tjármálalegan stöðug-
leika og verðbólgumarkmið Seðlabankans.
Varfærinn Það þarf ekki að koma neinum sem
þekkir Birgi ísleif á óvart að hann skuli hvetja til
varfæmi, enda er honum gaman lýst sem mjög
varfæmum manni. Orðin grandvar, heiðarlegur,
vandvirkur og vinnusamur koma sífeilt upp í við-
ræðum við samferðamenn hans.
Olafur G. Einarsson, formaður bankaráðs
Seðlabankans og gamall samherji úr Sjáifstæðis-
flokknum, tekur undir það að Birgir ísleifur sé
mjög varfærinn maður og láti ekkert frá sér nema
að vel athuguðu máli. Hann sé fráleitt maður
glannalegra yfirlýsinga. „Birgir hekir reynst mjög
farsæll í sínu staríi sem seðlabankastjóri og afsannað rækilega
þá kenningu að Seðlabankinn sé gejonslustaður fyrir afdankaða
stjómmálamenn. Hann hefur sýnt að hann er mjög hæfur til að
takast á við þetta starf.“
Árið 1991 var sú staða uppi að Jóhannes Nordal var að hætta
sem seðlabankastjóri og mönnum var
umhugað að finna frambærilegan mann
í starfið sem mundi sýna ábyrga stjóm.
Eins og áður er getið hefur ráðning stjóm-
málamanna í stöðu seðlabankastjóra verið
mjög umdeild en þegar Birgir hætti þing-
mennsku og varð seðlabankastjóri einsetti
hann sér strax að taka starfið föstum tökum
og hrinda öllum hrakspám. Virðist það hafa
tekist enda samdóma álit þeirra sem FV
hefur rætt við að Birgir Isleifur hafi staðið
sig piýðilega í starfi seðlabankastjóra. Þykir
hann afar vinnusamur og setur sig vel inn
í öll mál. Hann er ekki hagfræðingur að
mennt en sérfræðingar á því sviði hrósa
margir Birgi fyrir að hafa lagt sig fram um
að setja sig inn í fræðin og taka á málum
á faglegum grunni. Þá hefur það auðvitað
hjálpað honum hafa trausta menn sér til
halds og trausts.
„Birgir Isleifur hefur ekki verið að trana
sér fram í þessu starfi en hann hefur heldur
ekki látið sig hverfa eins og sumir sem
viilust eingöngu sinna innri rekstrarmálum
bankans og hafa áhuga á golfi eða lax-
veiði. Hann hefur heldur ekki verið með
umdeildar yfirlýsingar eins og dæmi eni
um enda er Birgir frekar feiminn maður.
Hann hefur einfaldlega reynt að skilja hag-
fræðina og setja sig inn í hana,“ sagði
gamall samferðamaður Birgis.
NÆRMYND
Hefðbundin leið upp stigann Birgir
Isleifur er fæddur 19. júlí 1936, er
krabbi. Hann fékk snemma áhuga á
stjómmálum enda afmiklu sjálfstæðis-
fólki. Faðir hans, Gunnar Espólín
Benediktsson, var lögfræðingur og
forstöðumaður ráðningarskrifstofu
Reykjavíkurborgar þegar borgin var
mun stærri vinnustaður en í dag. Þá
þurftí að útvega mörgum mönnum
vinnu og sem embættísmaður á þeim
tima þótti faðir Birgis hafa töluverð
völd. Til að gera langa sögu stutta
fór Birgir afar hefðbundna leið upp
metorðastigann í stjómmálum, þ.e. í
Heimdail, MR, Samband ungra sjálf-
stæðismanna, lögffæði í Háskólanum
og í Vöku. Birgir var formaður í SUS
1967 og átti þá samleið með mönnum
eins og Lámsi Jónssyni, fyrrverandi alþingismanni, Ragnari Kjart-
anssyni, fyrrverandi forstjóra Hafskips, Björgólfi Guðmundssyni,
stjómarformanni Landsbankans, Ellerti B. Schram, forseta ÍSÍ,
Olafi B. Thors, fyrrverandi forstjóra og forseta borgarstjómar,
VaU Valssyni, fyrrverandi bankastjóra, Styrmi Gunnarssyni
ritstjóra, Halldóri Blöndal, forseta alþingis, Herði Sigurgestssyni,
fyrrverandi forstjóra Eimskips, og fleirum.
Margir þessara manna em nánir vinir Birgis í dag og við þann
hóp má bæta Olafi G. Einarssyni og Guðmundi H. Garðarssyni,
en báðir hafá veitt töluvert með Birgi og bera honum vel söguna
við árbakkann. Hann þykir slyngur veiðimaður. Þá er ótaUnn Jón
G. Tómasson, fyrrverandi borgarritari.
Birgir er giftur Sonju Backman og eiga þau Ijögur böm,
Björgu Jónu, Gunnar Jóhann, lögmann og mikinn sjáifstæðis-
mann, og tvíburana Ingunni MjöU og Iilju Dögg.
Þó að Birgir búi yfir miklum mannkostum þykir hann
frekar feiminn og lítt gefinn fyrir athygU. Er fullyrt að honum
líði ekki aUtof vel í fjölmenni en á því ber hins vegar ekki þar
sem hann kann sína etíkettu, er kurteis og fágaður í framkomu.
Enda margreyndur á sviði stjómmálanna. Birgir Isleifur varð
stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavik 1955, þótti þar prýðisn-
emandi, og útskrifaðist úr lagadeild Háskólans 1961. Hann var
framkvæmdastjóri Sambands ungra sjálfstæðismanna 1961-
1963 og rak síðan lögmannsstofu 1963-1972, nánar tiltekið að
Lækjargötu 6. Þar var Úlfar Þórðarson augnlæknir einnig með
aðstöðu og á loftínu steig Halldór Einarsson sín fyrstu skref
með fyrirtæki sitt, Henson. „Það má segja að Birgir ísleifur hafi
verið fyrirmyndarsjálfstæðismaður enda fór hann hina klassísku
leið upp virðingarstigann. Við bætist að hann hefur alla tíð verið
mikiU flokksmaður og afar trúr flokknum," segir gamaU sam-
ferðarmaður Birgis.
Erfðaprinsinn Birgir Isleifur bauð sig fram til borgarstjómar
árið 1962 og varð því borgarfuUtrúi 26 ára gamaU. Hann þóttí
snemma mjög frambærilegur stjómmálamaður þó hann færi
ekki fram með neinum látum frekar en fyrri daginn.
/
Olafur G. Einarsson:
„Birgir hefur reynst
mjög farsæll í sínu starfi
sem seðlabankastjóri og
afsannað rækilega þá
kenningu að Seðlabankinn
sé geymslustaður fyrir
afdankaða stjómmálamenn."
Guðrún Helgadóttir:
„Hann er harðgreindur
maður og prúðmenni í alla
staði, stálheiðarlegur en
hefur kannski ekki haft þá
„nabba“ á olnbogunum sem
þarf til að vera í pólitík."
39