Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2004, Blaðsíða 88

Frjáls verslun - 01.11.2004, Blaðsíða 88
imsM Harrods og fll Fayed Harrods stórverslunin er skrautleg um jólaleytið en saga Mohammed A1 Fayeds, eiganda þess, er ekki síður skrautleg. Þegar hann keypti sjálft stoltið, Harrods, þótti mörgum Englendingum fokið í flest skjól. Textí og myndir: Sigrún Davíðsdóttír Þegar Egyptinn Mohammed A1 Fayed keypti hið erki- enska vöruhús Harrods, tákn alls þess sem enskt er, þótti mörgum að fokið væri í flest ensk skjól. En það er ekki aðeins að Fayed ráði yfir átta þúsund starfsmönnum í Englandi, eigi Fulham fótboltaliðið og Ritz hótelið í París. Hann heldur líka her lögfræðinga önnum köinum og dregur á eftir sér langan slóða dómsmála. I nóvember sl. var honum dæmdur málskostnaður upp á rúmlega ijórar milljónir punda, þegar þrír dómarar höfnuðu kröfum hans vegna málareksturs, sem á rætur að rekja til 1995, því frekari málaferli væru sóun á almanna- og einkafé. Um sama leyti þurfti hann að greiða Jean Tigana, tyrrum framkvæmda- stjóra Fulham, þijár miiljónir punda í miskabætur í kjölfar málshöfðunar. Skattamál Fayeds eru annar málaslóðinn, að ógleymdum viðvarandi meiðyrðamálum við fjölmiðla. Fayed hefur aldrei fengið breskt vegabréf þó hann haíi búið í Englandi í tæp 40 ár. Hann kallar Filippus drottningarmann „tíkarson“ og nasista, sem hafi stýrt samsæri um að myrða son sinn og Díönu prinsessu 1997 - en er svo spar á upplýsingar um sjálfan sig að hann er margsaga um aldur sinn. Þegar dómari spurði af hveiju hann hefði bætt A1 í nafn sitt sagði hann það engu skipta. Dómar- inn gæti kallað sig Fayed eða A1 Capone ef hann vildi! Hinn upphaflegi HaiTOd Hinn upphaflegi Harrod var heildsalinn og tekaupmaðurinn Charles Henry Harrod, sem bætti við sig lítilli nýlenduvörubúð í Knightbridge 1849. Mjór var mikils vísir og 40 árum síðar unnu 200 manns í búðinni við að selja svipað vöruval og í dag, mat, föt, skartgripi, snyrtivörur og húsgögn. Upp úr aldamótunum 1900 var núverandi útlit að komast á búðina og Harrods orðin stærsta búðin í borg- inni með 91 deild og 2000 starfsmenn um leið og nærliggjandi hús voru smám saman lögð undir verslunina. Harrods hefur orðið fyrst með margar nýjungar, til dæmis rúllustiga. Harrods-verslunin er við hina þekktu verslunargötu Knightsbridge. Þar má sjá olíufursta á eðalvögnum mæta til leiks.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.