Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2004, Blaðsíða 102

Frjáls verslun - 01.11.2004, Blaðsíða 102
leik og með flutningi hennar vann Valtýr meiri tíma tíl frekari viðræðna við íslandsráðgjafann. Þær hóf hann á ný er hann kom aftur til Kaup- mannahafnar og 6. nóvember um haustið flutti hann iýrirlestur í félagi danskra lögfræðinga, Juridisk Samfund. Þar kvaðst hann íýrst vera þeirrar skoðunar að stöðulögin frá 1871 giltu á Islandi, þótt sumir væru þar á öðru máli, og lýsti því síðan á hvem hátt hann teldi að breyta ætti ríkjandi fyrir- komulagi á sambandi íslands og Danmerkur. Þar fómst honum svo orð: „Mín skoðun er sú, að breytingin ætti að vera fólgin í því, að skipaður sje sjerstakur ráðgjafi fyrir ísland, er sje óháður ríkis- ráðinu í hinum sjerstöku málefnum landsins og beri ábyrgð fyrir alþingi á sjerhverri stjómarathöfn. Enn fremur að þessi ráðgjafi sje Islendingur, er eigi sjálfur sæti á alþingi og semji við það.“ islandsráðgjafinn yrði að vera í Kaupmannahöfn Þegar kom fram um mánaðamótin mars-apríl 1896 virðast viðræður Valtýs og Nellemanns hafa verið komnar á það stig að Valtýr taldi sig ekki geta komist lengra í bili. Nellemann hafði þá fallist á, eftir að hafa ráðfært sig við aðra ráðherra í dönsku ríkisstjóminni, að Islendingar fengju sérstakan ráðgjafa með ábyrgð fyrir Alþingi. Hann yrði hins vegar að vera búsettur í Kaupmannahöfn og sitja í ríkisráðinu eins og aðrir ráðgjafar. Virðist svo sem danska stjómin eða Neflemann hafi gert Valtý eins konar óformlegt til- boð í þessa átt og viljað fá svar sem fyrst og þá um leið vitneskju um, hve margir þingmenn myndu styðja málið á þingi. Valtý þóttu þetta greinilega harðir kostir, þótt hann teldi ávinninginn einnig umtalsverðan, og hann treysti sér ekki til að ganga til frekari samninga við stjómina án þess að kanna hug samþingsmanna sinna. Það var hins vegar hægara sagt en gert. Enn var rúmt ár þar til Alþingi kæmi næst saman og þingmenn vom dreifðir um aflt land. Af þeim sökum afréð hann að semja og láta prenta bréf, sem hann sendi öllum þingmönnum, nema Benedikt Sveinssjmi. Afstöðu hans taldi hann sig vita fyrirfram. Bréfið var dagsett 8. apríl 1896. í því greindi Valtýr þing- mönnum frá þeirri viðleitni sinni að ná fram umbótum í stjómar- skrármáflnu og því, hvaða stjómarbót væri mögulegt að fá fram- gengt eins og á stæði. Bréf Valtýs vakti hörð viðbrögð meðal þingmanna. Hann hafði óskað eftir því að þeir fæm með það sem trúnaðarmál, en nokkrir þingmenn virtu þá ósk að vettugi og leið ekki á löngu, uns það var komið í blöðin. Þar fékk bréfið - og fyrirlesturinn í Juridisk Samfund - misjafnar undirtektir, en þó ekki veni en svo að Valtýr afréð að stíga skrefið til fufls, átti kannski ekki annars úrkosti úr því sem komið var. Hann hafði vænst þess að danska stjómin sýndi stuðning sinn með þvi að skipa sérstakan Islandsráðgjafa áður en Alþingi kæmi saman sumarið 1897 og gæti hann þá lagt fyrir þingið stjómarfrumvarp um breytingar á stjómarskránni í anda þeirra tiflagna sem fram komu í bréfi Valtýs til þingmanna og vom niðurstaða viðræðna þeirra Nelle- manns. Af því varð þó ekki, að einhverju leyti vegna stjómar- skipta í Danmörku og því að Neflemann varð að láta af embætti vegna heilsubrests. Undir vor 1897 tók stjómin þó á sig rögg og samdi frumvarp um breytingar á stjómarskránni, sem hún fékk Valtý í hendur og fól honum að flytja - sem þingmannafrumvarp. Þar með var töluvert dregið úr vægi þess. Frumvarpið var stutt, aðeins fimm greinar. I 2. grein var kveðið á um stöðu ráðgjafans og sagði þar að honum væri heimilt að sitja á Alþingi og taka þátt í umræðum, en atkvæðisrétt hefði hann ekki nema hann væri jafnframt þingmaður. Hvergi var í frumvarpinu beinlinis tekið fram, að ráðgjafinn geti ekki haft önnur embættisstörf með höndum jafnframt því að vera íslands- ráðgjafi, og hvergi var minnst á búsetu hans. Þingmenn gengu hins vegar út frá því, að ráðgjafinn hefði ekki önnur málefni með höndum en sérmál íslands og allir vissu að stjómin var ófáanleg til að fallast á að hann sæti annars staðar en í Kaupmannahöfn. Átökin um valtýskuna Miklar og heitar umræður urðu um frumvarpið á Alþingi og urðu málalyktir þær, að efd deild sam- þykkti frumvarpið en í neðri deild var það fellt. Þar með var lokið fyrstu hrinu átakanna um valtýskuna, sem þó var fráleitt úr sögunni. Hún naut stuðnings margra öflugra þingmanna og blaðamanna, sem litu svo á að með samþykkt frumvarpsins væri stigið stórt skref í átt til aukinnar sjálfstjómar, auk þess sem íslendingum gæfist tækifæri til að bijótast út úr þeirri sjálfheldu sem stjómarskrármálið var komið í. Þessir menn fltu á samþykkt frumvarpsins og skipan íslendings í stöðu íslandsráðgjafa, sem bæri pófltíska ábyrgð fyrir Alþingi, sem mikilvægan áfangasigur. Nýi ráðgjafinn, sem flestir gerðu ráð fyrir að yrði Valtýr sjálfur, gæti barist fyrir málefnum íslands innan stjómkerfisins af meira afli en embættismenn á borð við landshöfðingja og smám saman fært þjóðinni aukið sjálfstæði. Væm þingmenn ósáttir við störf hans væri þeim í lófa lagið að setja hann af. Með öðram orðum: Islendingar fengju a.m.k. takmarkað þingræði, sem Danir höfðu ekki á þessum tíma. Valtýr hafði frumvarp sitt aftur með sér til þings árið 1899, en þar varð saga þess nokkuð önnur en 1897. Af einhveijum ástæðum flutti Valtýr frumvaipið ekki sjálfur, og tók reyndar aldrei til máls um það. Framvarpið var lagt fram í efri deild og var sr. Sigurður Stefánsson í Vigur flutningsmaður þess. Þing- deildin samþykkti framvarpið með 7 atkvæðum gegn 3 og sendi það síðan til neðri deildar. Þar brá svo við að fellt var að kjósa nefiid til að fjalla um það og síðan var það fellt í lok 1. umræðu, í bæði skiptin með jöfnum atkvæðum, 11:11. Valtýskan féll Öðru Sinni Þar með var valtýskan fallin öðra sinni en nú var kjörtímabilinu lokið og vorið 1901 skyldi kjósa nýtt þing. Þær kosningar vora tvísýnar og að þeim loknum stóðu fylkingar Valtýinga og andstæðinga þeirra nánast jafnar. Þegar þing kom saman um sumarið forfallaðist einn þingmaður úr andstæðingahópi Valtýs og þá tókst Valtýingum að tryggja sér meirihluta í báðum þingdeildum með því að kjósa forseta þeirra úr hópi andstæðinga sinna en forsetar höfðu ekki atkvæðisrétt á þessum tíma. Valtýr bar síðan framvarp sitt fram og var það Þá sigraði steftia dr. Valtýs að öllu öðru en því, að afráðið var að Islandsráðherra yrði búsettur í Reykjavík en ekki í Kaupmannahöfn, eins og Danir höfðu áður krafist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.