Frjáls verslun - 01.11.2004, Blaðsíða 67
ÞORGERÐUR KATRÍN GUNNARSDÓTTIR MENNTAMÁLARÁÐHERRA:
Málefni RÚV verða
ofarlega á baugi
Eg tók við nýju og spennandi starfi
í byijun árs og það hefur ekki
verið skoitur á ögrandi og spenn-
andi viðfangsefnum. Eg vil sérstaklega
nefna tvennt I fyrsta lagi stofnun Tón-
listarsjóðs sem mun hafa það hlut-
verk að styðja við bakið á íslenskri
tónlist Þetta mál hefur verið mér
hugleikið lengi og það var eitt af
mínum fyrstu verkum í embætti
að lýsa því yfir við afhendingu
Islensku tónlistarverðlaun-
anna að ég myndi beita mér
fyrir stofnun Tónlistarsjóðs.
Nokkrum mánuðum síðar vai’
frumvarp um máfið samþykkt
og sjóðurinn tekur til starfa í
byrjun næsta árs. Þá
vil ég nefna sameiningu Tækniháskóla íslands
og Háskólans í Reykjavík, sem einnig kemur
til framkvæmda á næsta ári. Þetta var heiflandi
verkefni og ég er sannfærð um að það muni
verða háskólaumhverfinu til mikils framdráttar.
Staðan í dag er góð. Við erum að sigla
inn í mikið efnahagslegt uppgangsskeið er
mun veita okkur flölmörg tækifæri. Það eru
líka þýðingarmiklar ákvarðanir framundan
í mínu ráðuneyti. Eg býst við að málefni
Rikisútvarpsins verði ofarlega á baugi sem
og málefni háskólanna og áform um breytta
námsskipan til stúdentsprófs.
Persónulega eru mér minnisstæðust fyrstu
skref dóttur minnar sem hún tók í stofunni
heima. Það var jafnframt stórkosdegt að fá
tækifæri til að vera viðstödd setningu Olympíu-
leikana í Aþenu í sumar. 33
VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR, IÐNAEJAR- OG VIÐSKIPTARÁÐHERRA:
Góðir dagar í IMoregi
Arið var mjög viðburðaríkt eins og jafnan er í
starfi iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Eför-
minnilegasti dagurinn er þegar ég tók
þátt í fyrstu skóflustungu að álveri í Reyðar-
firði. Eg nefni einnig að þann 1. apríl opnaði
ég formlega íslenska hönnunarsýningu í
hinu virta VIA-galleríi í París. Þetta kom
þannig til að ég heimsótti VIA árið áður
og fékk þá hugmyndina. Eftir það rúllaði
boltinn og sýningin varð að veruleika. I þriðja
lagi nefni ég vel heppnaða ferð til Kína, en ég
fór fyrir viðskiptasendinefnd þangað.
Islensk Jjármálafyrirtæki hafa sótt á ný mið
Ég tel ástæðu til að vera bjartsýn í þeim efnum,
þegar horft er fram á nýtt ár. Það er hinsvegar
mikilvægt að fara varlega í íjárfestingum
og útlánum. Áliðnaðurinn blómstrar,
samkeppnisiðnaðurinn er bagaður af
háu gengi krónunnar, sem vonandi
verður í meira jafnvægi á nýju
ári. Ráðuneytið vinnur nú ásamt iðnaðinum að
úttekt á stöðu hátæknfiðnaðar, sem er í mikilfi
sókn. Tækniþróunarsjóður verður stórefldur
á næsta ári og mun skapa ný og íjölbreytt
atvinnutækifæri. Kvikmyndaiðnaðurinn mun
slá öfl met á árinu.
Mér er minnisstætt frá síðasta sumri
þegar við hjónin ásamt dætrum okkar og
tilvonandi tengdasyni áttum saman nokkra
daga í Noregi.Yið leigðum bíl í Osló og
ókum til Bryne, rétt sunnan við Stavanger.
Þar er maðurinn minn fæddur og uppafinn
og á föður á lífi og sjö systkini sem öll búa
í Rogalandsfylki. Yið hittum þau öll og
flesta aðra úr stórfjölskyldunni. Þegar
við ókum til baka keyrðum við yfir
tjaflið. Náttúrufegurðin er einstök
á þeirri leið. Það var dásamlegt
að eiga sex daga samfleytt með
sínum nánustu í ró og spekt.B3
67