Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2004, Side 67

Frjáls verslun - 01.11.2004, Side 67
 ÞORGERÐUR KATRÍN GUNNARSDÓTTIR MENNTAMÁLARÁÐHERRA: Málefni RÚV verða ofarlega á baugi Eg tók við nýju og spennandi starfi í byijun árs og það hefur ekki verið skoitur á ögrandi og spenn- andi viðfangsefnum. Eg vil sérstaklega nefna tvennt I fyrsta lagi stofnun Tón- listarsjóðs sem mun hafa það hlut- verk að styðja við bakið á íslenskri tónlist Þetta mál hefur verið mér hugleikið lengi og það var eitt af mínum fyrstu verkum í embætti að lýsa því yfir við afhendingu Islensku tónlistarverðlaun- anna að ég myndi beita mér fyrir stofnun Tónlistarsjóðs. Nokkrum mánuðum síðar vai’ frumvarp um máfið samþykkt og sjóðurinn tekur til starfa í byrjun næsta árs. Þá vil ég nefna sameiningu Tækniháskóla íslands og Háskólans í Reykjavík, sem einnig kemur til framkvæmda á næsta ári. Þetta var heiflandi verkefni og ég er sannfærð um að það muni verða háskólaumhverfinu til mikils framdráttar. Staðan í dag er góð. Við erum að sigla inn í mikið efnahagslegt uppgangsskeið er mun veita okkur flölmörg tækifæri. Það eru líka þýðingarmiklar ákvarðanir framundan í mínu ráðuneyti. Eg býst við að málefni Rikisútvarpsins verði ofarlega á baugi sem og málefni háskólanna og áform um breytta námsskipan til stúdentsprófs. Persónulega eru mér minnisstæðust fyrstu skref dóttur minnar sem hún tók í stofunni heima. Það var jafnframt stórkosdegt að fá tækifæri til að vera viðstödd setningu Olympíu- leikana í Aþenu í sumar. 33 VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR, IÐNAEJAR- OG VIÐSKIPTARÁÐHERRA: Góðir dagar í IMoregi Arið var mjög viðburðaríkt eins og jafnan er í starfi iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Eför- minnilegasti dagurinn er þegar ég tók þátt í fyrstu skóflustungu að álveri í Reyðar- firði. Eg nefni einnig að þann 1. apríl opnaði ég formlega íslenska hönnunarsýningu í hinu virta VIA-galleríi í París. Þetta kom þannig til að ég heimsótti VIA árið áður og fékk þá hugmyndina. Eftir það rúllaði boltinn og sýningin varð að veruleika. I þriðja lagi nefni ég vel heppnaða ferð til Kína, en ég fór fyrir viðskiptasendinefnd þangað. Islensk Jjármálafyrirtæki hafa sótt á ný mið Ég tel ástæðu til að vera bjartsýn í þeim efnum, þegar horft er fram á nýtt ár. Það er hinsvegar mikilvægt að fara varlega í íjárfestingum og útlánum. Áliðnaðurinn blómstrar, samkeppnisiðnaðurinn er bagaður af háu gengi krónunnar, sem vonandi verður í meira jafnvægi á nýju ári. Ráðuneytið vinnur nú ásamt iðnaðinum að úttekt á stöðu hátæknfiðnaðar, sem er í mikilfi sókn. Tækniþróunarsjóður verður stórefldur á næsta ári og mun skapa ný og íjölbreytt atvinnutækifæri. Kvikmyndaiðnaðurinn mun slá öfl met á árinu. Mér er minnisstætt frá síðasta sumri þegar við hjónin ásamt dætrum okkar og tilvonandi tengdasyni áttum saman nokkra daga í Noregi.Yið leigðum bíl í Osló og ókum til Bryne, rétt sunnan við Stavanger. Þar er maðurinn minn fæddur og uppafinn og á föður á lífi og sjö systkini sem öll búa í Rogalandsfylki. Yið hittum þau öll og flesta aðra úr stórfjölskyldunni. Þegar við ókum til baka keyrðum við yfir tjaflið. Náttúrufegurðin er einstök á þeirri leið. Það var dásamlegt að eiga sex daga samfleytt með sínum nánustu í ró og spekt.B3 67
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.