Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2004, Blaðsíða 53

Frjáls verslun - 01.11.2004, Blaðsíða 53
er þak á aflamark í sjávarútvegi. Er endilega sjálfgefið að við fáum sama stuðning við að framleiða fyrsta lítra og td. lítra 400.001?“ segir Haraldur Benediktsson. íslenskt lambakjöt er úrvalsvara Haraldur segir marga óinnleysta möguleika í sauðfjárræktinni vegna slæmrar afkomu hennar undanfarin ár. Tæknivæðing og þróun hafi eiginlega staðnað, en bændur geti nú sinnt mun fleiri vetrarfóðruðum ám með auðveldum hætti, m.a. með nýrri gjafatækni og betri fóður- nýtingu, en gríðarleg bylting hafi orðið í sjálfri fóðurgerðinni, heyskapartækninni og bændur verki t.d. betri hey í dag. Haraldur telur að markaðssetning lambakjöts erlendis sé að skila árangri og td. sé Baldvin Jónsson að ná stórkost- legum árangri. Auðvitað eigi að selja íslenskt lambakjöt sem úrvalsvöru. En gengi dollars sé að skemma nú nokkuð fyrir útflutningi, en í ár er skylda að flytja út 36% af framleiðslunni sem byggir á því hvað íslenski markaðurinn tekur. Aðrir mark- aðir séu einnig að lofa mjög góðu. Kannski snúist þetta við og skyldað verði að selja ákveðinn hluta sauðljárafurða á innan- landsmarkaði í náinni framtíð. Skaðlegt ef bændum fækkar of mikið „Kúabændur eru íið- lega 800 í dag, en með sömu þróun fækkar þeim í um 200 árið 2012. Eg vil ekki sjá það gerast við megum ekki fara niður fyrir ákveðinn fjölda. Þá verður slagkraftur okkar ekki sá sami sem stétt og samfélag bænda er í hættu ef fækkar mjög mikið enn. Eg sé ekki heldur að við getum verið með það stórar kúahjarðir á einstaka jörðum að það geti ekki truflað dýravelferðina, s.s. að selja kýmar út á sumrin og skapa þeim eðlilegt rými. Land- búnaður mun byggjast á ákveðinni framleiðni sem m.a. byggir á háum standard dýranna. Islenskur landbúnaður á styrkleika sinn í velferð dýranna og framleiðslu í sátt við umhverfið. Helsti hemill á stækkun fjárbúa í framtíðinni kann að verða sá að ekki verði ráðið við að smala vegna fólksfæðar í sveitum." Jóhannes Sigfússon, sauðfjárbóndi á Gunnarsstöðum í Þistil- firði og formaður Landssambands sauðfjárbænda. Mynd: Bændablaðið JÓHANNES SIGFÚSSON SAUÐFJÁRBÓNDI: „Um 600 fjár þarf til að framfleyta einni fjöl- skyldu“ flð kunna að barma Sér „Við bændur erum stundum að barma okkur um of, og í mörgum tilfellum á það rétt á sér. Sumir bændur hafa það reyndar skítt en aðrir hafa það býsna gott. Rétt eins og gengur í öllum rekstri. Búskapur er gríðarlega mikil vinna, en hver er ekki að vinna mikið á Islandi, hvaða stétt er það sem finnst henni ekki bera of lítið úr býtum miðað við vinnuframlag? Mínar jafnaldrar, sem eru í annari atvinnugrein en landbúnaði, skulda álíka mikið og ég í íbúðarhúsnæði o. fl. og ég á nfinu kúabúi sem er ekki ýkja stórt Eg sé ekki að þeir hafi það neitt betra þótt þeir hafi hærri mánaðar- greiðslu í sinum launaumslögum en ég. En ég veit að þróunin í mjólkurframleiðslunni er sú að búin eru miklu skuldsettari en áður. Eg var alinn upp við það að menn ættu að sjá fyrir endann að borga sínar skuldir. Nú eru menn víða hættir að hugsa um það eða hver skuldastaðan verður við búskaparlok. Eg sé merki um að Jjármálastofnanir eru viða famar að ráða búrekstrinum, og þá fer nú svolitið glansinn af því að vera bóndi.“ SD Framleiðsla í sauðfjáirækt er frekai' að dragast saman á landsvísu, ásetningur var minni milli ára og þróunin alls ekki eins ör eins og í mjólkurframleiðslunni. Sauðfjárrækt er auk þess miklu háðari landfræðilegum aðstæðum vegna beitarmöguleika. A síðustu árum hefur gæðastýring aukist sem byggist m.a. á landvottun, og því er fjölgun í bústofni viss takmörk sett. í Norður-Þingeyjarsýslu er meðalstærð sauðijárbúa sú mesta á landinu og þar hefur uppbygging búa verið einna mest og markvissust. Þar hefur ekki orðið nein umtalsverð fækkun íbúa í dreifbýlinu þó íbúum hafi fækkað í sjávarplássum eins og Þórshöfn og Raufarhöfn. „Á síðustu árum hafa menn verið að lengja sláturtímann vegna þess að það er að fást betra verð fyrir ferskt lambakjöt á erlendum mörkuðum. Innlendi markaðurinn hefur því miður ekki verið að borga neitt hærra verð fyrir ferskt dilkakjöt en það frosna. 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.