Frjáls verslun - 01.11.2004, Blaðsíða 115
FV-mynd: Geir Olafsson.
Bjarney Lúðvíksdóttir og Ásta Kristjánsdóttir, tvær af eigendum fyrirtækisins Eskimo.
vuuu
auk þeirra er starfsemi á sex stöðum þar sem fyrst og fremst er
leitað að nýjum fyrirsætum.
Indland er Stór marltaður Sú reynsla og viðskiptatengsl sem
Eskimo hefur aflað sér erlendis hefur lagt grunninn að frekari
útrás. Nú hefur stefnan verið sett á einn stærsta markað heims,
Indlandsmarkað, sem að sumu leyti virðist vanþróaður þrátt fyrir
stærðina. „Strax eftír áramót förum við Ásta til Bombay á Indlandi
til að opna þar umboðsskrifstofu, þar sem við ætlum að bjóða fag-
legri og betri þjónustu en þar hefur þekkst hingað til. Indland er
risavaxinn markaður, í Bombay og nágrenni búa um 20 millj-
ónir manna og Indveijar framleiða fleiri kvikmyndir en gert er
í Hollywood," segir Bjamey. Ásta bendir á að á skrifstofunni í
Bombay verður einnig boðið upp á svokallað „Event-Manage-
ment“ en samstarfsaðili Eskimo ytra verður íslenska fyrirtækið
BaseCamp, sem hefur undanfarin ár sérhæft sig slíku á Islandi.
„BaseCamp mun algjörlega sjá um þann þátt í rekstrinum á
Indlandi og þeirra sérþekking skapar ýmis tækifæri. Við höfum
t.d. mikinn áhuga á að leggja öðrum íslendingum lið sem vilja
markaðssetja vörur sínar og þjónustu þar og það getum við t.d.
gert með athyglisverðum uppákomum," bætir hún við.
Á Indlandi er mikill uppgangur og því er ljóst að eftir rniklu
er að slægjast. Mikil gróska er í kvikmynda- og auglýsingagerð
en þjónustustigið er á ýmsum sviðum lágt og þar sér Eskimo
sóknarfæri. Markmiðið er að reka sambærilega skrifstofu og
á íslandi þar sem þjónustan er fiölbreytt, enda leita rnargir
erlendir viðskiptavinir sem koma til íslands aftur og aftur til
Eskimo og gefa fyrirtækinu góða einkunn.
„Það verður spennandi að sjá hvemig okkur tekst til í Bolfy-
wood og hvort okkur tekst ekki að nýta það sterka vömmerki
sem Eskimo nafnið er orðið í þessum geira. Kvikmynda- og
auglýsingageirinn er þrátt fyrir allt minni en margur heldur og
orðspor okkar meðal erlendra viðskiptavina er liklegt til að skila
góðum árangri," segir Bjamey.SD
115