Frjáls verslun - 01.11.2004, Blaðsíða 65
SIGURJÓN P. ÁRNASON, BANKASTJÓRI LANDSBANKA ÍSLANOS
Mikill kraftur fylgir útrásinni
^^að sem stendur upp úr á árinu er mikill vöxtur og góður árangur Landsbankans
^Bhér heima og erlendis. Bankinn varð á ný stærsti bankinn á íslenskum fjármála-
markaði auk þess sem mikill vöxtur og uppbygging átti sér stað í London með
þátttöku Landsbankans í stórum verkefnum ytra, bæði sem ráðgjafi og fjármögn-
unaraðili.
Eg lít björtum augum til framtíðarinnar hvað varðar Landsbankann og sé
tækifæri víða. Kraftur íslenskra iyrirtækja er gríðarlegur og við munum
áfram taka þátt í útrás þeirra og vexti. Helst hef ég áhyggjur af styrk
krónunnar enda getur hann gengið nærri útflutningsíyrirtækjunum sem
lagt hafa grunninn að velmegun okkar.
Markaðsvæðing flánnálakerfisins hefur leyst úr læðingi nfikinn
kraft og við munum áfram upplifa áhrif þessa. Samkeppni er mikil
í greininni og hún mun leiða af sér ijölbreyttari þjónustu og bætt
kjör. Það er spennandi að starfa í slíku umhverfi.
Hvað varðar mig sjálfan þá hafði ég mikla ánægju af að iylgj-
ast með sonum minum vaxa og þroskast. HD
kristinn þ. geirsson, forstjóri ingvars helgasonar ehf.
Gott bflaár blasir við
Það sem stóð upp úr hjá Ingvari Helgasyni ehf. á árinu var
salan á fýrirtækinu í febrúar. Eg og félagar mínir, Haukur
Guðjónsson og Ólafur Steinarsson, komum þá inn í
félagið ásamt góðum hópi fjárfesta og endi var bundinn á mikið
óvissuástand sem ríkt hafði allt árið 2003, þegar hver fréttin á
fetur annarri um sölu íyrirtækisins, sem síðar gengu ekki eftir,
skapaði mikla óvissu í starfsemi fyrirtækisins.
Ég met stöðu félagsins á næsta ári mjög góða. Arið í ár hefur
feið í mikla innri uppbyggingu þar sem lögð hefur verið áhersla
á að bæta öll vinnubrögð í félaginu. Við eigum ennþá töluvert í
land með að gera hlutina fullkomna en ég geri ráð fyrir að vinna
okkar eigi eftir að skila verulegum árangri á næsta ári.
Hvað varðar bílainnflutning í heildina til landsins þá tel ég að
næsta ár verði besta árið í bílainnflutningi i þessari hagsveiflu.
Hjá mér persónulega var minnisstæðast á árinu að skipta um
starfsvettvang. Ég hætti í sjónvarpsrekstri og tók við stjómart-
aumunum hjá Ingvari Helgasyni ehf. Það var gaman að kynnast
sjónvarpsrekstrinum en ég er mjög ánægður með skiptin, enda
nfikill bílaáhugamaður. Það starfsumhverfi sem ég er kominn
í er gott og er að vinna með góðu fólki (eins og reyndar á Skjá
einum) og öll starfsaðstaða með besta móti. Við emm með
umboð fyrir rnjög góð merki í bílum og staðsetning á fyrirtæk-
>nu getur varla verið betri.ffl