Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2004, Blaðsíða 103

Frjáls verslun - 01.11.2004, Blaðsíða 103
samþykkt í báðum deildum. Þar með blasti sigurinn loks við Valtýingum og hefði allt farið eins og ráð var fyrir gert, hefði Valtýr að öllum líkindum verið skipaður Islandsráðherra fyrstur Islendinga um haustið og trúlega hlotið sess þjóðhetju í sögu okkar. En hér gekk ekkert eftír. Þvert á mótí hófst nú atburðarás sem minnir um margt fremur á pólitíska spennusögu en raunverulega atburði. A meðan Alþingi var að störfúm sumarið 1901 og frumvarp Valtýs tíl umfjöllunar í efri deild, bárust þau tíðindi frá Danmörku, að stjóm hægri- manna væri fallin og að vinstrimenn hefðu tekið við stjómar- taumunum. Flestir íslendingar væntu meiri skilnings hjá hinum nýju valdhöfúm en hjá forvemm þeirra, en Valtýr leit svo á, að engu að síður væri rétt að Alþingi afgreiddi frumvarpið, síðan mættí ræða við nýju stjómina um enn frekari stjómarbót Sú varð og niðurstaðan og er þingi var lokið sendu andstæðingar Valtýs, sem nú vom teknir að kalla sig heimastjómarmenn, Hannes Hafstein, alþingismann og sýslumann á Isafirði, tíl Kaupmannahafiiar til að tala máli þeirra. Þá hófst mikið kapp- hlaup þeirra Valtýs um hylli danskra ráðamanna og var lengi tvísýnt um hvor hefði betur. Ríkisráösfundur undir forsæti Friðriks krónprins Hinn 10. janúar 1902 var haldinn ríkisráðsfundur undir forsæti Friðriks krónprins, síðar Friðriks VIII, og þar var tekin ákvörðun, sem á sér fáar hliðstæður í sögunni, en átti eftir að hafa mikil áhrif á framvindu mála. Samþykkt frumvarps Valtýs á þinginu 1901 fól í sér breytingu á stjómarskránni og þess vegna varð að kjósa nýtt þing, sem koma áttí saman sumarið 1902. Dönum var vita- skuld fullkunnugt að langflestir íslendingar vildu heldur ráðgjafa búsettan á Islandi en í Kaupmannahöfn og nú kom þeim í fyrsta skipti í hug það snjallræði að láta íslendinga sjálfa skera úr um hvað þeim væri fyrir bestu. Eftír ríkisráðsfundinn 10. janúar til- kynnti danska stjómin, að hún myndi leggja tvö frumvörp fyrir Alþingi sumarið 1902. Annað yrði frumvarp Valtýs frá 1901 og hitt nýtt frumvarp, samhljóða hinu fyrra nema að þar yrði kveðið á um að ráðgjafinn yrði búsettur í Reykjavík. Mátti þetta kallast nokkuð sérkennilegt þegar þess er gætt að í frumvarpi Valtýs frá 1897,1899 og 1901 var hvergi tekið beinlínis fram, hvar ráð- gjafinn skyldi búsettur. Nýju stjóminni hefði því verið í lófa lagið að láta konung staðfesta það og lýsa því svo yfir, að ráðgjafanum væri í sjálfsvald sett hvar hann tæki sér bólfestu. Þessi ákvörðun hlaut að veikja mjög vígstöðu Valtýinga. Urslit kosninganna sumarið 1902 urðu og mikill sigur fyrir heima- stjómarmenn en hið undarlega var að foringjar fylkinganna, Valtýr og Hannes Hafstein, féllu báðir. Alþingi samþykkti nýja frumvarpið með yiirgnæfandi meirihluta og enginn Valtýingur greiddi atkvæði gegn þvi að ráðgjafinn yrði búsettur hér á landi. Þá þurftí að kjósa að nýju og var það gert snemma um sumarið 1903. Þá komust þeir Valtýr og Hannes aftur á þing, en Valtý- ingar töldust í minnihluta þótt þeir styddu frumvarpið. A þinginu var frumvarpið samþykkt aftur, hlaut staðfestingu konungs um haustíð og undir árslok 1903 var Hannes Hafstein skipaður ráð- herra íslands og skyldi taka við embættí 1. febrúar 1904. Valtýr hlotið misjöfn eftirmæli Hér hefur pólitísk baráttusaga dr. Valtýs Guðmundssonar á tímabilinu franr til 1904verið rakin í stómm dráttum. Valtýr hefur hlotið misjöín eftírmæli í íslenskri sagnaritun, sumir höf- undar hafa reynt að gera heldur lítið úr framlagi hans í sjálfstæðis- baráttunni, talið hann hallan undir Dani og því hefur jafnvel verið haldið fram, að hann hafi verið því andvígur að Islendingar fengju heimastjóm. Ekkert er þó tjær sanni. Valtýr var einlægur föðurlandsvinur, en jafnframt það sem nú myndi kallað „pragma- tískur" stjómmálamaður, og enginn einn þingmaður átti meiri þátt í því en hann að heimastjómin fékkst einmitt á þeim tíma sem raun bar vitni. Hann gerði sér ljóst í upphafi þingferils síns að sú stefna sem haldið hafði verið fram væri komin í þrot og til einskis að halda áfram á sömu braut. Þess vegna væri betra að slá af ýtmstu kröfum í bili, leita samninga og fá kröfunum framgengt í áföngum. Með því tókst honum að korna stjómar- skrármálinu úr þeirri sjálfheldu sem það var komið í, koma hreyf- ingu á málið, og í sumarlok 1901 var tryggt að Islendingur yrði skipaður ráðherra. Gengið var út frá því að hann yrði búsettur í Kaupmannahöfn, en færi eins oft til Islands og þurfa þættí og gæti dvalist hér eins mikið og hann sjálfur kysi. Allan kostnað af störfum ráðherrans áttí ríkissjóður Dana að bera og m.a. að byggja hér ráðherrabústað. Tapaði kapphlaupinu um ráðherrastólinn Atvikin höguðu því svo að stefna Valtýs komst aldrei að fullu til framkvæmda, en varð þó í raun ofan á. Þegar ljóst varð í ársbjojun 1902 að Danir gætu fallist á að ráðherra íslands yrði búsettur hér á landi, lýstu Valtýingar þegar í stað fylgi við þá hugmynd og greiddu henni atkvæði á þingi 1902 og 1903. Valtýr tapaði hins vegar kapp- hlaupinu um ráðherrastólinn og þess vegna hafa margir litið svo á að hann hafi orðið undir í hinni pólitísku baráttu. Þessi skoðun er þó hæpin. Stefna Valtýs sigraði og ólíklegt er, að Islendingar hefðu fengið heimastjóm árið 1904, hefðu mál ekki verið komin svo langt sem raun bar vitni árið 1901. Af þeim sökum er fylli- lega réttmætt að nefna hann höfund heimastjómar. Enginn einn maður átti meiri þátt í að móta rás atburðanna á árunum 1894- 1904 en hann, og auk frumvarpsins um stjómarskrármálið vann hann mikið að öðmm stómrn málum, sem löngum haft verið tengd heimastjóminni, stofnun íslandsbanka (eldri), lagningu sæsíma hingað til lands og landssíma um landið. Rikisráðsfundurinn, sem haldinn 10. janúar 1902, hlýtur að teljast einn óvenjulegasti viðburðurinn í aldalangri samskipta- sögu íslendinga og Dana. I fyrsta skipti afréðu dönsk stjómvöld að láta Islendinga sjálfa um að ákveða hvað þeir vildu og í annan stað mun það afar fágætt, ef ekki einsdæmi, að nýlenduveldi bjóði undirsátum sínum meira sjálfstæði en þeir hafa þegar sam- þykkt að þiggja, nánast þvingi því upp á þá. Ekki er ljóst hver réði þessari afstöðu Dana, en ýmislegt bendir til þess að það hafi verið krónprinsinn, sem var í forsæti á fundinum. Hann varð síðar konungur sem Friðrik VIII og bar meiri umhyggju fyrir íslendingum en aðrir konungar þeirra.S!l Úrslit kosninganna sumarið 1902 urðu og mikill sigur fyrir heimastjómarmenn en hið undarlega var að foringjar fylkinganna, Valtýr og Hannes Hafstein, féllu báðir. 103
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.