Frjáls verslun - 01.11.2004, Blaðsíða 68
EGGERT MAGNÚSSON, FORMAÐUR KSÍ:
Uið bættust tvö barnabörn
að lítur út fyrir að rekstur KSÍ hafi gengið vel á árinu og
muni skila ágætum hagnaði eins og undanfarin ár.
Nú eru að hefjast framkvæmdir við stækkun og
endurbætur á Laugardalsleikvanginum, sem mun
ljúka í ágúst næstkomandi. Það stendur upp úr
að glæsilegt nýtt aðsóknarmet var sett á Laugar-
dalsvelfinum í ágúst þegar ítalska landsliðið
komu í heimsókn. Rúmlega 20.000 manns
mættu í frábæru veðri og upplifðu einstakan
og skemmtilegan viðburð.
Ef litið er á það neikvæða þá er mér er efst í
huga slakur árangur A-liðs karla í byrjun undan-
keppni HM 2006. Væntingamar vom
talsverðar. Þá vom vonbrigði með
þrjá síðustu leiki A-liðs kvenna í
undankeppninni fyrir EM 2005,
þar sem draumurinn um úrslita-
sæti ijaraði út eftir mjög góða
frammistöðu lengst af.
Eg horfi bjartsýnum augum
á komandi ár og það er mikið
um að vera. Framkvæmdir við
Laugardalsvöll, sparkvalla-
átakið á fullri ferð, leyfis-
kerfið fyrir Landsbankadeildina sem að mínu mati bætir mjög
afian rekstur félaganna og gerir hann markvissari, auk þess
að bæta mannvirkin og alla aðstöðu fyrir áhorfendur,
fjiilmiðla og aðra.
Knattspyman á Islandi mun enn aukast að
vinsældum á árinu 2005. KSÍ og félögin í Lands-
bankadeildinni hafa sett sér mjög háleit mark-
mið um markaðssetningu knattspymunnar á
næstu ámm. Unnið verður skipulega og mark-
visst eftir fyrirfram ákveðnum leiðum til að auka
vinsældir og áhorfendafjölda á leikjum í Lands-
bankadeildinni.
I einkalífinu er ég hamingju-
maður og enn jókst á það ríki-
dæmi þegar við bættust tvö
barnaböm, tveir heilbrigðir
og fullskapaðir fínir strákar.
Það gleymist stundum í asa
og ákafa hins daglega lífs
hvað það er sem gefur lifinu
mest gildi. Góð, samhent og
hamingjusöm ijölskylda er í
mínum huga það verðmæt-
asta í lífinu.S!]
BJORG INGADOTTIR, FATAHÖNNUÐUR í SPAKSMANNSSPJÖRUM:
Samstíga hjón
í gifsi í sex vikur
Þess er helst að minnast að mikil ánægja er hjá mér yfir því að Völu,
hinum helming Spaksmannsspjara, tókst að hætta að reykja á árinu.
Annars var ég nokkuð ánægð með árið. Við eigum alveg frábæra við-
skiptavini og gott starfsfólk. Ferðamönnum Qölgar alltaf og þeir kunna vel
að meta hönnun okkar.
Varðandi árið 2005 er ég nokkuð bjartsýn. Mörg spennandi verkefni sem
við emm að vinna að lofa góðu.
Vonandi gengur vel í fatahönnun í heild en hafa ber í huga að þetta er
mjög ung grein og margt er ólært ennþá. Spaksmannsspjarir er ekki gamalt
fyrirtæki en er þó með elstu fyrirtækjum landsins í þessari grein.
Hvað mig sjálfa varðar þá var sumarið frábært. Utan þess held ég að
það verði okkur hjónunum minnisstæðast frá árinu 2004 að við lentum bæði
í því að vera í gifsi í sex vikur á sama tíma út af algjörlega óskildum málum.
Eg á báðum fótum en hann á öðmm fæti. Talandi um samstíga hjón. H3