Morgunn


Morgunn - 01.12.1963, Síða 10

Morgunn - 01.12.1963, Síða 10
84 MORGUNN barna fyrir skyldi hún fara og bjóðast til að taka að sér barn þetta og ala það upp, og mundi boði hennar verða tekið með þökkum. Hún gaf upp sjúkradeildina, sem sœngurkonan lá á og númerið á rúminU' Bað hún Mrs. Curran að skira stúlkubarn þetta í höfuðið á sér. Þetta gekk allt eftir. Stúlkan litla var skírð Patience Worth. Eftir það gerði hin upprunalega Patience aldrei vart við sig. Maður að nafni dr. Franklin Prince hefur rannsakað þetta mál frá rótum og hefur komizt þannig að orði um það: „Annað hvort er hugmynd okkar um það, sem kallað er undir- vitund stórlega áfátt og þarf lagfæringar við, eða vér verðum að viðurkenna, að hér muni utanaðkomandi vitsmunavera að verki með tilbeina Mrs. Curran". Englarnir sex I Ballardville. Ég þarf ekki að rifja upp fyrir ykkur jólasöguna. Hana kunna allir,, enda þótt þeir kunni annars að vera farnir að ryðga í barnalærdómnum. En þar er eitt at- riði, sem seinni tíma ritskýrendum hefur hætt við að telja helgisögu eða skáldskap, enda þótt allir listrænir menn mundu bæta því við, að skáldskapurinn sé hríf- andi. En það er sagan um hina himnesku herskara, sem birtust fjárhirðunum á Betlehemsvöllum, lofuðu Guð og sögðu: „Dýrð sé guði í upphæðum og friður á jörðumeð þeim mönnum, sem hann hefur velþóknun á.“ Eftir að hafa lesið frásögn dr. Harlows, getur maður farið að spyrja sjálfan sig, hvort grípa þurfi til þessarar skýr- ingar, að jólasagan sé fyrst og fremst yndislegur skáld- skapur, hvort hún kunni ekki að vera bókstaflega sönn í öllum atriðum. Og hér kemur svo saga hans í laus- legri þýðingu: Það var dásamlegur vormorgun og við Marion vor- um á gangi í nýlaufguðum birkiskóginum í grennd við Ballardville, Massachusetts. Skógargatan var dálítið gljúp og því leiddumst við, er við gengum þarna ná- lægt ofurlítilli lækjarsprænu, hamingjusöm yfir góða veðrinu og sæl yfir lífinu. Þetta var í maí, og af því að stúdentarnir við Smith College voru að lesa undir próf, höfðum við getað brugðið okkur frá, til að heimsækja
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.