Morgunn - 01.12.1963, Qupperneq 11
MORGUNN
85
tengdaforeldra mína. Oft tókum við okkur þessa daga
gönguferðir um nágrennið, því að vorið í Nýja-Englandi
er yndislegt, eftir kaldan vetur. Það er þá, sem akrar
og skógar íklæðast kyrrlátum ljóma, en nýtt líf brumar
hvarvetna á jörðinni.
Þennan dag fannst okkur hvíla sérstakur friður yfir
öllu í náttúrunni. Við vorum að spjalla saman öðru
hverju, en þess á milli voru langar þagnir og kyrrð yfir
öllu. Allt í einu heyrðum við á bak við okkur eins og úr
nokkurri fjarlægð ógreinilegan nið af röddum, og ég
segi við Marion: Það eru fleiri en við á gangi í skógin-
um í dag. Hún kinkaði kolli til samþykkis og bæði lit-
um aftur, en sáum ekkert. En raddimar nálguðust, að
því er virtist með meiri hraða en við gengum, og gerð-
um við okkur grein fyrir því,. að þetta ókunna fólk
mundi bráðlega ná okkur. Svo heyrðum við í því, ekki
aðeins á bak við okkur, heldur einnig yfir höfðum okk-
ar. Og hvemig á ég nú að lýsa því, sem við sáum?
Hvemig á ég að gera grein fyrir þeirri undmn og hrifn-
ing, sem snart sálir okkar, og reyna að gera þennan at-
burð trúlegan? Því að um það bil tíu fetum yfir höfð-
um okkar,. örlítið á vinstri hlið sáum við eins og líða
áfram í loftinu dýrðlegan hóp engla eða anda, svo und-
urfagra og skínandi,, að við námum staðar og störðum
á þá.
Þeir voru sex saman, ungar og fagrar konur, hjúp-
aðar hvítum slæðum og virtust vera í djúpum samræð-
um. Hafi þær verið vitandi um nálægð okkar, þá sýndu
þær engin merki þess. Við sáum greinilega ásjónur
þeirra. Ein konan virtist vera ofurlítið eldri en hinar,
og var hún forkunnarfögur. Það var eins og dökkt hár
hennar væri bundið aftur fyrir höfuðið og myndaði þar
litla dillu. Hún var í ákafri samræðu við eina yngri ver-
una, sem sneri baki að okkur, en horfði stöðugt framan
í konuna, sem var að tala.
Við Marion heyrðum raddirnar greinilega, en skyld-